Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1949, Side 36

Læknablaðið - 15.12.1949, Side 36
152 LÆKNABLAÐIÐ' uni bil allar vansköpuð börn, Ef þær smitast á þriðja mán- uði, fæðist helmingur barnanna vanskapaður. Lýsir Swan og samverkamenn lians 70 tilfell- um, þar sem konurnar höfðu fengið rubeolae um meðgöngu timann, 49 barnanna fæddust með ýmiss konar vanskapanir, 20 með vansköpuð augu, 15 heyrnarlaus og 26 með hjarta- sjúkdóm. Virðist starblindan og hjartasjúkdómarnir fara oftast saman. Síðan áströlsku læknarnir rituðu greinar sínar um rube- ola í vanfærum konum, liafa ýmsir læknar frá Evrópu og Ameríku birt skýrslur um þetta efni, og hníga þær allar mjög í sömu átt, þó að dálítið sé mismunandi hve margir af hundraði þeir telja að fæðist vanskapaðir og vanþroska, and- lega og líkamlega. Það er aðeins i fáum tilfellum, þar sem móðir- in hefur haft rauða hunda, sem tekizt hefur að ná í ungt fóstur til rannsóknar. I Ameríku segja þeir Cordes og Barber frá ca. 8 vikna gömlu fóstri. Móð- irin hafði haft rubeolae hálfum mán. áður en fósturlát varð. Mesodermal-vefur þakti fram- hluta lens, framhólf augans var ekki myndað. Það sýndi sig, að lens hafði þroskazt seinna en hún átti að gera. Greinileg- ar voru truflanir í subcapsu- læra epiteli ljósbrjótsins, voru cellurnar þar ruglingslegar og afmyndaðar við fremri pólinn, og degeneration og vacuolu- myndun í frumþráðunum. Aft- ari hluti augans með retina- lögunum var aftur á móti eðli- legur. En hvernig getur þetta skeð? Það er talið, að fylgjan (pla- centa) sé eins og sía, þannig að sýklar komist ekki í gegn- um hana til fóstursins, þó er það dálítið mismunandi eftir því hver sjúkd. er. Hins vegar kemst hið örsmáa virus í gegn- um fjdgjuna og inn i blóðrás fóstursins eða i gegnum fóstur- himnurnar og inn í amnion- vökvann, og hefur svo skaðleg (toxisk) áhrif á líffæri fósturs- ins á fyrsta skeiði þess. Skiljanlegt er, að augað geti skemmst er það kemst í snert- ingu við fósturvatnið (amnion- vökvann), ef virus er þar til staðar. Talið er, að framhólf augans (cam. ant.) myndist, er fóstrið er 18 m.m. langt, 6 vikna gam- alt; hornhimnu-endotelið sé nokkurn veginn mvndað, er fóstrið er 25 mm. langt, 7 vikna gamalt. Membrana Descemeti fyrir finnst fyrst, þegar fóstrið er 76 mm. langt, 12 vikna, og membr. Bowmani kemur í ljós, er fóstrið er 103 nnn. langt, 15 vikna. Augnlokin hylja augun, er fóstrið er 37 mm., 9 vikna. 1 þessu tilfelli Cordes og Barber, hefir því virus í fósturvatninu auðveldlega get-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.