Bændablaðið - 10.01.2013, Page 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 20136
Smyrlabjörg er vel búið og vinalegt
fjölskyldurekið sveitahótel við
rætur Vatnajökuls. Gisting er í 52
björtum tveggja og þriggja manna
herbergjum með baði og fallegu
fjalla- eða sjávarútsýni.
Samkvæmt viðskiptavinum og
starfsfólki Ferðaþjónustu bænda
eru gæði og gestrisni í fyrirrúmi
hjá gestgjöfunum, þeim Laufeyju
Helgadóttur og Sigurbirni Karlssyni
og fjölskyldu. Persónuleg þjónustan
og metnaðurinn í matargerðinni
ásamt einstakri staðsetningu í
nálægð við Vatnajökul gera dvöl
að Smyrlabjörgum sérstaklega
eftirminnilega að mati fyrrgreindra.
Laufey segir frá því hvernig
reksturinn byrjaði:
„Við byrjuðum okkar ferðaþjónustu
í gamla burstabænum sem var steyptur
hér árið 1937 af ömmu og afa Bjössa.
Við opnuðum 4. júlí 1990, þá með
alls sex herbergi. Það eina sem við
Bjössi áttum var hvort annað og
fjögur börn á aldrinum 0-8 ára. Það
yngsta var fætt þarna um vorið og
svaf uppi á ísskápnum alla morgna
það sumar – og fékk aldrei í eyrun! Í
september 2011 rifum við svo niður
burstabæinn og byggðum upp 740
fermetra hús sem er í burstabæjarstíl.
Við opnuðum það síðastliðið vor en
þessi nýja bygging er algjör bylting
fyrir okkur og ferðamanninn.“
Á Smyrlabjörgum er lögð mikil
áhersla á matvæli úr heimabyggð
og á sumrin er boðið upp á
kvöldverðarhlaðborð með fjölda
heimagerðra rétta úr úrvals hráefni
frá Austur-Skaftafellssýslu, meðal
annars ferskum fiski, lambakjöti og
hreindýrakjöti.
„Við höfum alltaf reynt að vera
persónuleg og sýnileg hér og borðum
alltaf hér í salnum ásamt gestum
okkar. Við reynum líka alltaf að hafa
jákvæðnina að leiðarljósi gagnvart
bæði starfsfólki og gestum,“ segir
Laufey.
Góð ráðstefnu- og fundaraðstaða
er á Smyrlabjörgum, en veislusalurinn
tekur 150-200 manns í sæti og er
tilvalinn fyrir árshátíðir, afmæli og
aðra viðburði. Gestgjafarnir hafa
sérstaklega gaman af viðburðahaldi.
Laufey nefnir nokkur dæmi:
„Síðastliðin ellefu haust höfum við
haldið Bændahátíð. Þá koma saman
bændur og búalið og við fögnum
uppskeru haustsins með mat, drykk og
dansleik, alveg ógleymanlega gaman.
Jólahlaðborðin eru síðan fastur liður
hjá okkur þegar líður að aðventu.“
Hótelið er einkar vel staðsett
fyrir þá sem vilja skoða sig um
á Suðausturlandi. Þá má nefna
bátsferðir á Jökulsárlóni og jeppa-
og snjósleðaferðir á Vatnajökli.
Fjöldi gönguleiða er í nágrenninu og
svæðið er tilvalið til fuglaskoðunar.
Miklar líkur eru á því að sjá hreindýr
í nágrenninu og á veturna gleðja
norðurljósin margan ferðamanninn.
Nánari upplýsingar gefur Laufey
Helgadóttir, Smyrlabjörgum, í síma
478-1074, netfang: smyrlabjorg@
smyrlabjorg.is.
Um bæ mánaðarins
Í byrjun hvers mánaðar er valinn
einn ferðaþjónustubær innan vébanda
Ferðaþjónustu bænda sem hefur staðið
sig sérstaklega vel á sviði gæða- og
umhverfismála, vöruþróunar og í
þjónustu við viðskiptavini. Þá er
einkum horft til sérstöðu staðarins
og nýbreytni á sviði þjónustu og
afþreyingar. Val á bæ mánaðarins
byggist á umsögnum gesta og mati
starfsfólks skrifstofu Ferðaþjónustu
bænda.
Nánari upplýsingar um þjónustu
á vegum Ferðaþjónustu bænda
er að finna á www.sveit.is og hjá
Maríu Reynisdóttur, kynningarstjóra
Ferðaþjónustu bænda, í síma 570 2700,
netfang: mariar@farm-holidays.is
Málgagn bænda og landsbyggðar
LOKAORÐIN
Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði.
Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu.
Árgangurinn kostar kr. 6.900 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.450.
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands.
Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279
Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is
Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is
Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf.
Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is
Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621
Gleðilegt ár – breytingar við áramót
LEIÐARINN
Árlega stendur fjöldi Íslendinga í
stríði við yfirvöld vegna nafn giftar
barna sinna. Nýverið eru dæmi um
nöfn sem notuð hafa verið mann
fram af manni án athuga semda en
eru nú bönnuð af mannanafnanefnd.
Bann er þá á forsendum laga og er
þá oftast vísað til þess að beyginga-
rending nafna standist ekki lög. Hins
vegar hefur mannanafna nefnd sam-
þykkt notkun á margvíslegum og
afar sérstökum nöfnum einstaklinga
á sömu forsendum.
Á 112. löggjafarþingi Íslendinga
veturinn 1989-1990, þegar 1.059
ár voru frá stofnun Alþingis, var
lagt fram nýtt frumvarp til laga
um mannanöfn. Í kjölfarið voru
núverandi mannanafnalög samþykkt
á Alþingi árið 1991, en kirkjuþing
hafði samþykkt árið 1986 tillögu til
þingsályktunar um endurskoðun á
lögunum rétt eins og kirkjan hefði
líka allt um nafngiftir fólks í öðrum
trúfélögum að segja.
Upphafleg lög um íslensk
mannanöfn eru frá 1913. Þá hafði
íslenskum foreldrum í meira en þúsund
ár verið treyst til að gefa börnum
sínum nöfn án mikilla vandræða. Var
þessum lögum breytt eftir endurskoðun
árið 1925. Árið 1971 kom fram
stjórnar frumvarp um endurskoðun á
mannanafna lögunum frá 1925. Í áliti
með frumvarpinu má sjá að ítrekuð
endurskoðun laganna virðist fyrst og
fremst hafa komið til vegna deilna um
notkun ættarnafna, sem reynt var að
koma í veg fyrir að almenningur gæti
farið að bruðla með. Frumvarpið frá
1971 varð þó aldrei að lögum. Stuðst
var áfram við lögin frá 1925 allt fram
til 1991.
Nýjustu lögin eru mjög ítarleg en
samt eru þau komin upp á sker. Kerfið
hefur verið í endalausum og fárán-
legum deilum við almúgann um nafna-
notkun. Á sama tíma eru furðulegustu
orð, sem margir telja hrein orðskrípi,
heimiluð lögformlega sem mannanöfn.
Það er því ekkert skrítið að íslenska
regluverkið sé orðið að athlægi úti um
allan heim. Er ekki kominn tími til að
taka þetta furðuverk úr sambandi?
Sem dæmi um ruglið hefur
afkomendum langafa míns, Reinalds
Kristjánssonar, verið bannað að nefna
börn sín eftir honum. Samt var hann
löglega skírður Reinald af embættis-
manni kirkjunnar en ekki Reinaldur
eins og lagatúlkendur krefjast nú.
Reinald var landpóstur og kom meðal
annars við sögu í hinu fræga Skúlamáli
á Ísafirði á síðustu öld. Kannski munu
einhverjir fá vinnu við það í framtíðinni
að strika nafnið hans og annarra hans
líka út úr sögubókum – allt í nafni
heilagrar mannanafnanefndar.
/HK.Reinalds
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins tók til
starfa nú um áramótin. Þar er stigið skref til
breytinga á starfsemi samtaka bænda, líklega
þeim mestu frá sameiningu Stéttarsambands
bænda og Búnaðarfélags Íslands sem gerð var
árið 1995. Seinna, árið 1999, var Framleiðsluráð
landbúnaðarins lagt niður en síðan hafa ekki
orðið eins róttækar breytingar þó að vissulega
hafi félagsstarf bænda þróast í áranna rás.
Breytingarnar hafa verið lengi í umræðunni
og málið reifað á allmörgum búnaðarþingum og
fundum stjórnenda búnaðarsambanda. Breyting á
starfsemi þeirra búnaðarsambanda sem enn höfðu
rekstur leiðbeiningaþjónustu á hendi er veruleg.
Á næsta stjórnarfundi Bændasamtakanna verður
staðfest skipun á starfshópi um framtíðarstarfsemi
búnaðarsambanda. En breyting á Bændasamtökum
Íslands er líka umfangsmikil. Stór hluti af starfsemi
BÍ er nú fluttur til hins nýja ráðgjafarfyrirtækis.
Eftirfylgd með breytingum innan BÍ verður hrundið
af stað á nýju ári og munu þær miða að einföldun
á starfseminni.
Stórlækkun framlaga og eftirlaunabaggi
Ástæður þessara breytinga sem hér hafa orðið verða
ekki tíundaðar frekar, þær hafa verið raktar í umfjöllun
um hið nýja félag. Þó skal tvennt dregið fram. Í fyrsta
lagi er verulegur samdráttur á undanförnum árum
í framlögum til starfsemi ráðgjafarþjónustunnar.
Á nokkrum árum hafa þeir fjármunir lækkað um
40-45% að raungildi. Í öðru lagi eru verulega
íþyngjandi eftirlaunaskulbindingar sem hvíla á
búnaðarsamböndum og svokallaðar lífeyrishækkanir
hjá BÍ. Til einföldunar má segja að næstum þriðjungur
af framlagi samkvæmt búnaðarlagasamningi sé
tekinn til baka í slíkar skuldbindingar. Það er ljóst
að ekki verður unnið ráðgjafarstarf fyrir bændur í
dag með þeim fjármunum.
Búnaðargjald lækkað um rúmlega 50%
Á hverjum tíma er nauðsynlegt að vera vakandi
yfir því hvað má gera betur og hvað getur skilað
okkur bændum markvissara starfi og sem bestum
árangri. Um allar breytingar má hafa mismunandi
skoðanir og hve vel þær hafa reynst. Ef reikni-
stokkur á breytingar er hve mikla fjármuni hefur
verið hægt að spara, þá er árangurinn ríkulegur.
Bein gjaldtaka af búvöruframleiðslu var 2,65% en
er nú 1,2%. Heildarupphæð á innheimtu búnaðar-
gjaldi væri að óbreyttu um 900 milljónir en er í
dag um 450 milljónir. Þetta er lækkun um rúmlega
50% frá árinu 1998 til dagsins í dag. Ef rýnt væri
í tölur aftar í tímann væri munurinn ennþá meiri.
Breytingar og framtíð hagsmunagæslu
Næsta skref breytinga er að taka félagsstarf
búnaðar sambanda til rýni. Búnaðarsamböndin og
Bændasamtökin hafa nú sameiginlega sett á fót
starfshóp til að vinna að slíku endurmati. Að sama
skapi fara Bændasamtökin yfir sína starfsemi. Huga
þarf að framtíð hagsmunasamtakanna og starfi
þeirra. Kostnaður vegna hagsmunagæslu er mikill
ef vinna á faglega sterka vinnu, er getur dugað sem
innlegg í umræðu og sem gagn í breytingum sem
þurfa stöðugt að vera í gangi.
Eru hagsmunasamtök óæskileg?
Hagsmunasamtök hvers konar hafa á undanförnum
misserum fengið á sig harða gagnrýni í
þjóðfélagsumræðunni. Reynt er að gera vinnu
þeirra og störf tortryggileg og hreinlega andstæð
réttri framgöngu mála. Vinna hagsmunasamtaka
er hins vegar nauðsynleg fyrir framgang mála er
snerta starfsumhverfi einstakra atvinnugreina. Þar
er sérþekking á aðstæðum hennar og möguleikum.
Það starf er löggjafanum og stjórnvöldum
mikilvægt til að takist sem best til um framhald
mála. Á því er ekki vafi og oft á tíðum hefur slík
aðkoma fært lagasetningu til betri vegar.
Er hægt að verðmeta hagsmunagæslu?
Viðkvæmt og erfitt er að verðmeta árangur af
hagsmunagæslu. Enn viðkvæmara getur verið að
fjalla um kostnað af einstökum málum. Á bænda-
fundum hefur verið upplýst um þessa þætti og
lýst umfangi einstakra mála og kostnaði af þeim.
Umfangsmikilar greiningar og vinnu vegna nýrra
laga um matvælaframleiðslu og árangur af því
starfi mætti hér nefna. Eins er fagleg og málefnaleg
vinna vegna ESB-umsóknar stjórnvalda þegar búin
að skila miklum árangri.
Hagsmunagæsla er byggð á málefnalegri baráttu
sem kostar oft mikla fjármuni og vinnu. Allt frá
þeim tímum eftir að efnahagshrunið skall á hefur í
raun verið unnið þrekvirki hjá samtökum bænda við
að sigla hagsmunum landbúnaðar og bænda framhjá
skerjum og viðsjárverðum hættum. Of langt er
að telja þau atriði upp hér. Ekki síður skal minnt
á að samtök bænda á héraðsvísu, búgreinar eða
heildarsamtök, hafa verið sterkur bakhjarl þeirra
sem hafa þurft að takast á við erfiðar aðstæður
vegna náttúru hamfara og í kjölfar óveðurs.
Öflugir bændur þurfa sterk samtök
Bændur hafa og vilja hafa sterk samtök með öfluga
starfsemi. Bændasamtökin eru að grunni til frá árinu
1830 og eru ein elstu félagasamtök á Íslandi. Þau
hafa eðlilega tekið miklum breytingum á þeim tíma.
Nú eru tímamót í starfseminni. Þau Bændasamtök
sem við eigum núna verða að breytast og þróast.
Markmiðið er að leiða saman hagsmuni íslensks
landbúnaðar sem heildar. Ekki eingöngu bænda,
frumframleiðenda, heldur til að virkja áhuga,
kraft og hagsmuni þeirra fjölmennu atvinnugreina
sem landbúnaðurinn byggist á. Gleymum ekki
að störfum tengdum landbúnaði hefur fjölgað á
undanförnum árum. Landbúnaður er burðarás
atvinnulífs dreifðra byggða.
Öll teikn eru uppi um breyttan heim mat-
vælaframleiðslu. Sérhæfðir alþjóðlegir landbún-
aðarbankar spá eftirspurn og hækkandi verði á
búvöru. Í því samhengi felast ný tækifæri fyrir
okkar landbúnað. Íslensk bændasamtök verða að
leiða umræðuna um hvaða stöðu Ísland ætlar að
taka í breyttum heimi. Til slíkra átaka þarf sterka
bændur, öflug bú og sterk heildarsamtök. /HB
Mannanöfn
Smyrlabjörg
BÆR MÁNAÐARINS – JANÚAR 2013
Sigurbjörn Karlsson og Laufey
Helgadóttir.