Bændablaðið - 10.01.2013, Page 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 20138
Fréttir
Landsbyggðarmenn gefast ekki upp þótt á móti blási:
Fánasmiðjan á Ísafirði rís
úr brunarústum
– allt endurnýjað og opnað að nýju 26. janúar með fullkomnum tækjabúnaði
Fánasmiðjan á Ísafirði er búin að
ganga í gegnum algjöra endur-
nýjun eftir brunatjónið sem
fyrirtækið varð fyrir á síðastliðnu
sumri. Þá var brotist inn í húsnæði
fyrirtækisins á annarri hæð í gamla
Norðurtangahúsinu og kveikt í.
Nær öll tæki, lager og búnaður
félagsins skemmdist. Þó slapp
silkiprentvélin sem notuð er til að
prenta fyrirtækjafána.
„Við náðum að koma silki-
prentvélinni mjög fljótlega í gang
aftur og héldum þannig starfseminni
áfram, ásamt því að semja við
góðviljaða aðila sem tóku að sér
að prenta fána fyrir okkur í þessum
erfiðleikum. Þannig gátum við haldið
áfram að þjónusta viðskiptavini
okkar,“ segir Örn Smári Gíslason
framkvæmdastjóri.
„Það var fljótlega ákveðið að
byggja fyrirtækið upp aftur, þó að
blikur væru á lofti með vitneskju
um það að brennuvargur gengi laus
í bænum og gæti tekið aftur upp á
slíku. Slíkt hefði félagið ekki þolað,
nóg þurfti að leggja undir til að
endurbyggja félagið aftur. Þó að
tryggingarnar hafi bætt hluta tjónsins
var rekstrartap félagsins ekki bætt en
aðalvertíðin er á sumrin og kom þetta
því fyrir á versta tíma.“
Allt endurnýjað
Fánasmiðjan flutti til bráðabirgða
á 1. hæð í sama húsi sem slapp við
brunatjón. Var þjónustunni haldið
áfram eins og hægt var, en á sama
tíma var farið í það að hreinsa út
brunarústirnar.
„Hæðin var eins og fokheld eftir
að búið var að hreinsa út. Skipuleggja
þurfti allt upp á nýtt, innrétta hæðina,
skipta um allar raflagnir, byggja upp
nýja milliveggi, loftaefni og lagfæra
gólf og fleira. Þá voru sett upp
fullkomin bruna- og þjófavarnarkerfi
í húsið til að koma í veg fyrir annað
tjón af þessum toga.
Þá þurfti að fjárfesta í nýjum
tækjum og var ákveðið að kaupa
nýjustu og fullkomnustu tækin
sem völ var á til að auka gæðin og
afköstin. Einnig til að koma með nýja
möguleika í prentun. Fyrir valinu
urðu prentarar og skurðarplotterar
frá japanska fyrirtækinu Mimaki, sem
er einna umsvifamest á markaðnum
núna. Búið er að tilkeyra tækin
nokkuð vel og hafa þau reynst vonum
framar þannig að menn horfa björtum
augum á framtíðina.“
Örn Smári segir að starfsemin
verði formlega opnuð að nýju
laugardaginn 26. janúar kl. 13.00
í Norðurtangahúsinu. Er öllum
velkomið að líta inn og sjá hvað búið
er að gera, og forvitnast um það sem
er nýtt á prjónunum. Heitt verður á
könnunni og opið fyrir gesti til kl.
17.00.
Fánar, fánastangir og merkingar
Fánaframleiðsla verður áfram aðall
félagsins og verður lögð enn ríkari
áhersla á að vera með allt sem tengist
fánum, svo sem fánastangir af ýmsum
gerðum. Samfara þessu verður haldið
áfram með margs konar merkingar á
fatnaði, bílum og öðrum hlutum.
Nýju prentararnir bjóða upp
á fulkomnar prentanir á striga,
bílafilmur og ljósmyndapappír. Er nú
hægt að prenta myndir í allt að 160 cm
breidd og í nær ótakmarkaða lengd.
Verið er að vinna að gerð nýrrar
heimasíðu fyrir félagið og þar verða
upplýsingar um framleiðsluvörur
félagsins ásamt sölusíðu. Örn
Smári segir að landið allt sé þeirra
markaðssvæði og því sé nauðsynlegt
að hafa góða tengingu við þann
markað í gegnum netið. /HKr.
Orkusetur landbúnaðarins á Hvanneyri:
Eiður Guðmundsson ráðinn verkefnisstjóri
Eiður Guðmundsson, fram-
kvæmda stjóri Moltu ehf. á
Akureyri, hefur verið ráðinn
verkefnis stjóri Orkuseturs land-
búnaðarins sem er undir hatti
Landbúnaðarháskóla Íslands.
Orkusetri er ætlað að sérhæfa
sig í nýtingu lífrænna orkugjafa
í samstarfi við fjölmarga aðila. Er
stofnun þess í takt við samþykkt
Bændasamtaka Íslands frá síðasta
vetri um að gera landbúnaðinn
sjálfbæran í orkumálum.
„Þetta er mjög metnaðarfullt og
spennandi verkefni og það er kannski
fyrst og fremst þess vegna sem ég
sóttist eftir starfinu. Þar verður
horft til þess hvernig gera megi
landbúnaðinn sem sjálfbærastan
um orku. Þetta verður fullt starf
og kannski rúmlega það. Ég verð
staðsettur á Hvanneyri og mun því
yfirgefa Moltu á Akureyri,“ segir
Eiður.
Þó að búið sé að stofna
Orkusetur landbúnaðarins kemur
það í hlut Eiðs að standa nánar að
stefnumótun starfseminnar. Að
því er fram kom í samtali við Jón
Guðmundsson, lektor og formann
undirbúningsnefndar Orkuseturs, fyrr
í haust er gert ráð fyrir að Orkusetur
vinni að framgangi orkumála
landbúnaðarins og dreifbýlis, með
megináherslu á nýtingu lífrænna
orkugjafa. Meðal verkefna verður
að koma á fót framleiðslu lífræns
eldsneytis við starfsstöð skólans á
Hvanneyri, en þar er einkum verið
að tala um gasframleiðslu. Þá er
verkefnisstjóra ætlað að vinna með
öðrum starfsmönnum að fjármögnun
og tæknilegum lausnum verkefnisins,
byggja frekar upp rannsóknaraðstöðu
LbhÍ í orkumálum og koma að
fræðslu á þessu sviði. Á vefsíðu LbhÍ
er hnykkt á þessum þáttum og þar
segir m.a.:
„Aukin hagkvæmni í orkunýtingu
landbúnaðarins er æ mikilvægara
málefni. Afar brýnt er orðið að
finna aðrar lausnir en þá að reka
íslenskan landbúnað nær alfarið á
innfluttu jarðefnaeldsneyti á vélar
og tæki. Einnig að finna leiðir til að
draga úr losun gróðurhúsategunda
við framleiðsluna.“ /HKr.
Nýtt fyrirtæki, Ráðgjafarmiðstöð
landbúnaðarins (RML), tók til
starfa nú um ára mótin, en það
mun taka við hlutverki búnaðar-
sambandanna og Bænda samtaka
Íslands varðandi ráðgjöf til
bænda. Í lok síðasta árs var ráðið
í stjórnunarstöður hjá fyrirtækinu.
Karvel Lindberg Karvelsson var
ráðinn framkvæmdastjóri en
ráðningar í aðrar stjórnunar stöður
má sjá annars staðar hér á síðunni.
Bændablaðið hitti Karvel að máli
og ræddi við hann um næstu skref
í mótun Ráðgjafarmiðstöðvarinnar.
Þrátt fyrir að mikil undirbúningsvinna
hafi verið unnin að stofnun
fyrirtækisins á eftir að móta starfsemi
þess töluvert. Það verður ekki gert
nema í samvinnu við starfsfólk þess
og á næstunni verður lögð áhersla
á það verkefni. Karvel leggur hins
vegar áherslu á að þjónusta við
bændur verði óbreytt og áfram til
staðar þó að unnið sé að frekari mótun
starfseminnar.
„Öll þjónusta við bændur
verður áfram aðgengileg á sama
hátt og verið hefur. Starfsfólk
Ráðgjafarmiðstöðvarinnar mun fyrsta
kastið áfram sinna þeim verkefnum
sem það hefur sinnt fyrir bændur
til þessa. Það sem mun gerast er
að sérhæfing ráðunauta innan
fagsviðanna mun aukast. Það ætti að
leiða af sér að ráðgjöfin verði betri og
markvissari og nýtist bændum betur.“
Ásýnd fyrirtækisins skerpt
Öllum starfandi ráðunautum hefur
verið boðið starf hjá Ráðgjafar-
miðstöðinni. Nú er jafnframt unnið að
því að skipa ábyrgðarmenn búgreina
sem starfa á hverju fagsviði. Að sögn
Karvels verða skipaðir fagstjórar í
öllum greinum þar sem nú eru
starfandi fagráð og hugsanlega í
stærri hópum þar sem ekki hafa verið
starfandi fagráð til þessa.
Karvel og Berglind Ósk
starfsmannastjóri hófu að heimsækja
starfsstöðvar í vikunni og munu þau
ræða við allt starfsfólk um stöðu þess
og hugmyndir ásamt því að ganga frá
yfirfærslu þess til hins nýja fyrirtækis.
„Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur.
Ég til dæmis hef ekki komið á allar
starfsstöðvarnar og ekki hitt allt
fólkið áður. Í framhaldi af þessu
verður farið í að samræma starfsemi,
til að mynda varðandi verkskráningar.
Við munum síðan skerpa ásýnd
fyrirtækisins á næstu vikum. Það
felst meðal annars í ýmiss konar
utanumhaldi, vefsíðugerð, símsvörun
og öðru slíku. Ráðunautar munu
áfram vinna á þeim starfsstöðvum
sem þeir hafa unnið á til þessa.
Um 45 manns færast yfir til nýja
fyrirtækisins, nálega allir ráðunautar
sem nú starfa hjá Bændasamtökunum
og Búnaðarsamböndunum.“
Karvel segir að á næstunni
verði jafnframt gengið frá fjárhags-
ramma hvað varðar skiptingu milli
Bændasamtakanna, búnaðarsam-
bandanna og búgreinasamtakanna.
Sömuleiðis þarf að ganga frá samn-
ingum um leigu á húsnæði og búnaði.
Markmiðið er að fjárhagsramminn og
þessi skipting verði orðin skýr þegar
kemur að búnaðarþingi.
Stjórnendur sem ráðnir hafa verið
til Ráðgjafamiðstöðvarinnar eru eftir-
farandi:
Karvel Lindberg Karvelsson,
framkvæmdastjóri. Fæddur 1971 á
Akranesi.
Vignir Sigurðsson, fjármálastjóri.
Fæddur 1967 á Húsavík.
Berglind Ósk Óðinsdóttir,
starfsmannastjóri. Fædd 1980, frá
Hauganesi í Eyjafirði.
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir,
fagstjóri í búfjárrækt. Fædd 1976, frá
Svertingsstöðum í Eyjafirði.
Borgar Páll Bragason, fagstjóri
í nytjaplöntum. Fæddur 1978, frá
Burstafelli í Vopnafirði.
Runólfur Sigursveinsson,
fagstjóri í rekstri, hlunnindum og
nýbúgreinum. Fæddur 1958, frá
Norðurfossi í Mýrdal.
Helga Halldórsdóttir, verkefnis-
stjóri þróunar og samskipta. Fædd
1962, frá Minni-Borg í Eyja- og
Miklaholtshreppi.
Gunnar Gunnarsson, verk-
efnisstjóri þekkingaryfirfærslu og
erlendra samskipta. Fæddur 1948,
frá Kirkjubóli í Dýrafirði. /fr
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins tekin til starfa:
Ráðgjöf nýtist bændum betur
á síðastliðnu sumri.
smiðjunnar.
Um leið og ég óska ykkur
gleðilegs árs og þakka samstarfið
á liðnum árum vil ég benda á að
nú ætti ný nautaskrá að vera um
það bil að berast í ykkar hendur.
Tuttugu og eitt naut er í skránni
að þessu sinni.
Upplýsingar um kynbótamat,
ætterni, lýsing á dætrahópi
nautanna og upplýsingar um
mæður þeirra, eru með sama
sniði og áður hefur verið en vert er
að benda á að í skránni má nú einnig
finna talsverðar viðbótarupplýsingar
um nautin og dætur þeirra sem ættu
að koma áhugasömum ræktendum
að góðum notum við nautavalið.
Hið hefðbundna nautaspjald og
skyldleikaspjald fylgir skránni eins
og áður og einnig má benda á að
ítarlegar upplýsingar um bæði reynd
og óreynd naut má finna á vefsíðunni
nautaskra.net. Ég hvet bændur til að
nýta sér skrána hvort heldur sem er
á prentuðu formi eða á vefnum til
aðstoðar við nautavalið.
Vert að benda á að villa slæddist
inn í skrána í súluritum Kambs
06-022 og Dynjanda 06-024 en
glöggir lesendur vefútgáfu skrárinnar
hafa eflaust tekið eftir því að súlurnar
á myndinni
hjá þessum
t v e i m
h e i ð u r s -
n a u t u m
stemma ekki
við kynbóta-
einkunnirnar
sem nautin
hafa fyrir
e i n s t a k a
eigin leika. Í
þessu tilfelli bendum við lesendum
skrárinnar að horfa á einkunnirnar
sjálfar en ekki súlurnar þar sem þær
eru rangar. Einkunnirnar sem sjást
eru hins vegar réttar. Biðjumst við
velvirðingar á þessu og vonum að
það komi ekki að sök
Að lokum vil ég hrósa kúa-
bændum fyrir að hafa brugðist
vel við óskum um meira framboð
nautkálfa til nautastöðvarinnar,
en ágætis framboð hefur verið af
kálfum upp á síðkastið. Enn getum
við þó gert betur og því ítreka ég
enn og aftur við bændur að láta
vita af nautkálfum sem fæðast
undan nautsmæðrum og efnilegum
kvígum sem sæddar hafa verið með
nautsfeðrum. /GEH
Nautaskrá
Nautastöð BÍ
Vetur 2013
Ágætu kúabændur og aðrir áhugamenn
um nautgriparækt!