Bændablaðið - 10.01.2013, Qupperneq 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 201310
Fréttir
Katka Hannelova frá Slóvakíu réð sig til vinnu á Vestri-Pétursey í Mýrdalnum:
Langar að koma sér upp eigin býli
Katka Hannelova frá Slóvakíu er
35 ára gömul og kom hér til lands
fyrir tveimur árum þegar hún
réð sig til vinnu á Vestri-Pétursey
í Mýrdalnum. Hún er heilluð af
landi og þjóð og af íslenskri sveit
og hefur nú áhuga á að setjast hér
að og koma upp sínu eigin býli með
mjólkurframleiðslu.
– Af hverju ákvaðstu að koma til
Íslands?
„Mér líkar mjög vel að ferðast og að
dvelja á þeim stöðum sem ég ferðast
til í nokkurn tíma. Mig hafði langað
að koma til Íslands sem ferðamaður
og þar sem ég var einnig að leita
mér að starfi á þessum tíma ákvað
ég að samþætta þetta tvennt og leitaði
mér að vinnu hér á landi. Ég leitaði
á leitarvélum á netinu og fékk upp
ráðningarþjónustur á Íslandi og
sumar þeirra buðu upp á störf tengt
landbúnaði. Ég var ekki lengi að
hugsa mig um að ég hafði áhuga
á slíku eftir að ég las eftirfarandi
lýsingu á starfi:
„Við lofum hellingi af fersku lofti
og hollri hreyfingu, hvort sem þú
starfar við blíðu kýrnar okkar, hænsni
sem klekja út eggjum, sæt og lyktandi
svín eða við sauðfjárbúskap.“
Áður hafði ég mikið unnið með
fólki og því fannst mér það spennandi
tilhugsun að koma til Íslands að vinna
með dýrum. Ekki skemmdi fyrir að
ég elska dýr og ég hafði mikla löngun
í að upplifa Ísland af eigin raun. Það
tók mig svolítinn tíma að finna vinnu
en að lokum fann ég góðan stað og
var himinlifandi með það. Ég er því
búin að starfa við kúabúskap og við
að rækta gulrætur á Vestri-Pétursey
í Mýrdal.“
– Hvernig líkar þér dvölin?
„Landið ykkar finnst mér algjörlega
dásamlegt. Ég geng út á hverjum
morgni, horfi á sömu fjöllin og sömu
jöklana í kringum mig og stend mig
enn að því að segja „vá“ dag eftir
dag. Einnig finnst mér alltaf jafn
áhugavert þegar ég keyri til og frá
Reykjavík að dást að umhverfinu
eins og ég sé að sjá það og upplifa
í fyrsta sinn. Þessi fegurð og þetta
mikla landrými vekja upp frelsis-
tilfinningu hjá mér og þá finnst mér
þetta vera land tækifæranna þar sem
draumar geta orðið að veruleika. Ég
á eftir að ferðast meira um landið
og reikna með að verða þá fyrir enn
meiri hughrifum.
Fjölskyldan sem ég bý hjá og vinn
fyrir er yndisleg. Þó að ég sé ekki
fyrir það að alhæfa finnst mér hver
og ein manneskja sem ég hef hitt
hér vera einstök. Mér finnst best að
lýsa Íslendingum með orðum Öldu
Sigmundsdóttur úr bók hennar Little
Book of the Icelanders, en bókin
hjálpaði mér að staðfesta og skýra
sumar af mínum eigin tilfinningum
og einnig að útskýra suma hluti sem
ég vissi ekki eða var ekki alveg viss á
um landið og íbúa þess. Þetta er bók
sem er hugsuð fyrir útlendinga en
ég held reyndar að allir Íslendingar
hefðu gott af því að lesa hana til að
hjálpa þeim að uppgötva sjálfa sig
og hvað þeir standa fyrir. Ég held
að margir yrðu hissa á því sem þeir
uppgötva við lesturinn!“
– Hvað er það sem heillar þig mest
við búskapinn?
„Ég er búin að vera í stöðugu ferli við
að verða ástfangin af búskap alveg
síðan að ég réð mig hingað til starfa
fyrir tveimur árum. Ég verð bara
hrifnari og hrifnari af kúa búskap.
Þegar morgunmjöltum er lokið
hlakka ég strax til síðdegisverkanna.
Kýrnar eru yndislegar skepnur, þær
eru klárar, þær hafa hver og ein sinn
persónuleika og mér finnst gott að
eiga samskipti við þær. Afkvæmin
eru einnig yndisleg og ég nýt þess
mjög að vinna með þau og að vera
í kringum þau til að tryggja velferð
þeirra. Ég hef einnig íhugað að fara
í búfræðinám hérlendis og það er
aldrei að vita nema það verði einn
daginn.“
– Hver eru framtíðarplön þín?
„Ég sé mig fyrir mér hér á Íslandi
og ég vona að svo geti orðið. Ég
hef mikinn áhuga á að eiga minn
eigin sveitabæ þar sem ég stunda
mjólkurframleiðslu en þar sem ég
hef einnig fleiri gæludýr eins og
hund og kött, tvo hesta og jafnvel
nokkrar geitur. Ég myndi einnig
vilja hafa lítið gróðurhús þar sem
ég rækta eigin ávexti og grænmeti.
Ég hef einnig fylgst með verkefninu
um eyðibýli á Íslandi en mér finnst
þessir yfirgefnu bóndabæir um allt
land mjög áhugaverðir. Það væri
verulega spennandi verkefni að koma
einu slíku í gott horf og að stunda
þar búskap í framhaldinu. Þetta er
sennilega háleitur draumur en mig
langar að gera allt sem í mínu valdi
stendur til að láta þennan draum
verða að veruleika. Mér finnst það
mikil forréttindi og blessun að geta
unnið við það sem ég hef ástríðu
fyrir. Ég hef ekki hugmynd um
hvar eða hvernig ég byrja og því
þigg ég öll ráð í þessum efnum og
sérstaklega ef einhver getur leiðbeint
mér hér á landi. Ég hef trú á að þetta
sé mögulegt og ég mun halda áfram
að reyna að láta drauminn rætast,
hér á Íslandi, því fyrir mér er þetta
jú land frelsis og tækifæra.“
Þeir sem geta leiðbeint Kötku að
framfylgja draumi sínum geta sent
henni línu á netfangið kapusik@
gmail.com
/ehg
Draumaárið 2012 sem um var
sungið af Vilhjálmi Vilhjálmssyni
svo vel þegar ég var strákur er
liðið í aldanna skaut. Nýtt ár
heilsar með væntingum og nýjum
tækifærum.
Utanríkisráðherra Össur
Skarphéðinsson klappar atvinnu-
málaráðherranum Steingrími
J. Sigfússyni ljúflega á kinn á
einni myndinni þegar þeir með
Norðmönnum undirrita samning um
rannsóknir á olíu á Drekasvæðinu.
Svona eins og hann sé að biðja
Vinstrigræna um frið um málið.
Nú er því haldið fram að bæði
olíu- og gasauðlindir séu í okkar
efnahagslögsögu með nokkurri
vissu, þetta boðar okkur bjartsýni
og trú. Ísland er á margan hátt enn
ónumið land og sker sig nokkuð
úr meðal Evrópuþjóða. Við eigum
„bláa gullið“, ferska vatnið, mestu
og mikilvægustu auðlind fram-
tíðarinnar. Það vantar vatn um
víða veröld um leið og loftslags-
breytingar eru dauðans alvara, sem
ber að sporna gegn.
Þó að olían sé ágæt skulum við
minnast þess að Ísland býr við bestu
orkugjafana úr endurnýjanlegri auð-
lind vatnsfallanna, en forðabúrin
jöklarnir hopa skarpt og er það
áhyggjuefni. Leiðum þó aldrei raf-
orkustreng úr landi til að eyðileggja
okkar sérstöðu og þjóna stundar-
hagsmunum sem mun hækka okkar
raforkuverð og knýja á um að virkja
allt og gera það falt sem við skulum
eiga til framtíðarinnar til að skapa
atvinnu í landinu.
Þegar ég af skrifstofu minni horfi
yfir hana Reykjavík er himinninn
heiður og blár, hvergi kolareyk eða
mengun að sjá. Jarðhitinn hefur
verið virkjaður og gerður að eldstó
heimilanna ásamt rafmagninu, hvar
værum við stödd ef við þyrftum
gjaldeyri til að kaupa þessa orku
til landsins?
„Amma ég er ekki kálfur“
Um leið og ég horfi á hina hreinu
borg Reykjavíkursvæðið allt veit ég
að ísskápurinn er hlaðinn af afurð-
um landbúnaðarins. Þar er mjólk,
þar er ostur, þar er smjör, og skyr
og súrmjólk og jógúrt. Þar er kjöt og
allskonar afurðir frá matvælaiðnað-
inum og bændum sem eru einstakar
að gæðum. Mikilvæg matvæli til að
skapa hraustan mann og stúlkan er
jafn mikill maður og drengurinn.
Það gerðist á heimili kúabónda á
dögunum að lítill þriggja ára strákur
var kominn í heimsókn til afa og
ömmu. Við morgunverðarborðið
gerðust þau tíðindi að amma sagði
„hér er mjólkurglasið þitt ljúfurinn
minn“. Drengurinn setti upp furðu-
svip og sagði: „Amma ég er ekki
kálfur, kálfar drekka mjólk, ég vil
vatn.“ Nú skal það ekki fullyrt hér
að þetta sé eitthvað sem gangi í leik-
skólanum. Drengurinn er kannski
svona skýr að hann vildi bara stríða
ömmu sinni, því góðum kúabónda
bregður við svona andsvar.
Vatnið er gott en mjólkin
lífsnauðsynleg
Mjólkuriðnaðurinn hefur notið þess
að eiga gott samstarf við Beinvernd,
sem rekur áróður fyrir því að byggja
upp beinvef líkamans. Og með
okkar færustu sérfræðingum og
prófessorum á sviði manneldis sem
mæla með mjólk og mjólkurvörum
og segja að við eigum engan betri
kalkgjafa til að byggja upp beina-
bankann á ungum aldri en mjólkur-
vörurnar. Íþróttakennarar eru sömu
skoðunar og bera á brjósti og baki
sínu hvatninguna „Mjólk er góð“.
Beinvernd leggur áherslu á að strax
á unga aldri sé fjárfest í beinunum
með því að neyta hollrar fæðu,
ekki síst mjólkurvara, tekið lýsi og
stunduð hreyfing allt lífið. Beinin
byrja að þroskast á fósturstigi og
ná hámarki á þrítugsaldri, svo fara
menn að taka út forðann í beina-
bankanum, þá er nú verra sé hann
gjaldþrota.
Skaðinn af beinþynningu hér á
landi er talinn vera hálfur til heill
milljarður, þar fyrir utan er þjáning-
in. Vatnið er gott eins og drengurinn
sagði og betra en sykur mengað gos,
en mjólkin og mjólkur vörurnar eru
lífsnauðsynlegar.
Guðni Ágústsson framkvæmdastjóri SAM skrifar:
Nýtt ár heilsar með væntingum
og nýjum tækifærum
Katka kom til Íslands fyrir tveimur árum og hefur starfað á Vestri-Pétursey í Mýrdal við kúabúskapinn og við ræktun
á gulrótum. Mynd / ehg
Landbúnaðarháskóli Íslands:
Nýr deildarforseti umhverfisdeildar
Um áramótin tók Hlynur
Óskarsson við af Ólafi Arnalds
sem deildarforseti umhverfisdeild-
ar, en Ólafur hafði gegnt starfinu
frá stofnun skólans árið 2005.
Hlynur er vistfræðingur að mennt
með áherslu á votlendisvistfræði
og hefur stundað rannsóknir á því
sviði um árabili. Hann hefur starfað
á Keldnaholti frá árinu 1998; fyrst
á RALA en síðan við LbhÍ eftir
stofnun skól-
ans. Aðspurður
segist Hlynur
spenntur fyrir
nýja starfinu
og þeim áskor-
unum sem því
fylgi. Að hans
mati er framtíð
deildarinnar
björt enda
skipuð góðu fólki og viðfangsefnin
áhugaverð. „Deildin hefur jafn-
framt faglega sérstöðu hér á landi
hvað varðar kennslu og rannsóknir
á náttúru landsins er lúta að nýtingu,
skipulagi og ástandi þess,“ segir
Hlynur. „Slík sérstaða er ákaflega
mikilvæg í samfélagi nútímans þar
sem krafa er uppi um sjálfbæra og
upplýsta nýtingu lands.“ /ÁÞ
Hlynur Óskarsson.
Gluggar
PVC
Suðurlandsbraut 24, 2h. S. 533 4010 rek@rek.is
Bændablaðið
Smáauglýsingar
56-30-300