Bændablaðið - 10.01.2013, Page 19
19Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013
Júgurbólga er einn helsti tjóna-
valdurinn á kúabúum dagsins í
dag og er svo um allan heim. Þess
vegna er þetta einn mest rann-
sakaði sjúkdómurinn í nautgripa-
ræktinni í dag.
Eitt af því sem rannsóknum ber
saman um er að gott hreinlæti og
nákvæmni við mjaltir er hægt að
setja í beint samhengi við lága tíðni
á nýsmiti júgurbólgu og þar með lágt
tankmeðaltal frumutölu. Skýringin
felst meðal annars í því að hátt hlut-
fall nýrra smita vegna Staphylococcus
aureus bakteríunnar má rekja til smits
við mjaltir og hefur verið sýnt fram
á að með því að viðhafa gott hrein-
læti við mjaltirnar má stórlega draga
úr þessu smiti. Eitt allra einfaldasta
og auðveldasta ráðið til þess að
auka framangreint hreinlæti er að
nota hanska við mjaltir. Hér á landi
hefur ekki verið gerð könnun á því
hve útbreidd notkun á hönskum er
við mjaltir, en víða erlendis er þetta
hlutfall um 50% og ekki ólíklegt að
svipuð staða sé hérlendis.
Hendurnar miklir smitberar
Víða erlendis hafa verið gerðar
rannsóknir á smitleiðum algengustu
baktería sem valda júgurbólgu hjá
kúm og ein af hinum algengari smit-
leiðum er hendur þeirra sem mjólka.
Það kemur vafalítið fáum á óvart að
smit geti borist með höndum enda
var fyrsta tilgátan um smitbera tengd
við hendur og skort á handþvotti fyrir
165 árum. Það var hinn vanmetni
ungverski læknir Ignaz Semmelweis
sem gerði sér grein fyrir því, fyrstur
manna í heiminum, að hendur væru
alvarlegur smitberi á sjúkrahúsum og
þó svo að Ignaz hafi væntanlega ekki
haft miklar áhyggjur af júgurbólgu hjá
kúm stendur kenning hans enn vel
fyrir sínu: gott hreinlæti á höndum
dregur stórlega úr smiti.
Sláandi áhrif hanskanotkunar
Í Hollandi var gerð rannsókn á
áhrifum noktunar á hönskum á fjölda
baktería og kom í ljós að bæta mátti
verulega hreinlæti við mjaltir með því
að nota hanska eða sótthreinsa hend-
urnar á milli þess sem kýrnar voru
meðhöndlaðar, eins og sjá má af með-
fylgjandi mynd. Rannsóknin fór fram
í nokkrum fjósum og var framkvæmd
þannig að þegar bóndi var búinn að
mjólka hóp af kúm í mjaltabás stakk
hann höndumnum í hanska sem í voru
50 ml af saltvatni (0,9%). Eftir eina
mínútu var vökvanum safnað í til-
raunaglas og bakteríurnar í vökvanum
taldar (sýni nr. 1). Næst var sama ferli
endurtekið en nú voru hendurnar
fyrst hreinsaðar með sótthreinsik-
lútum fyrir mjaltirnar (sýni nr. 2).
Þriðja sýnið var svo tekið í kjölfar
þess að bóndinn notaði hanska við
mjaltirnar en sótthreinsaði þó ekki
hanskana á milli kúahópanna. Sýni
númer fjögur var svo fengið með því
að bóndinn mjólkaði með hönskum
og sótthreinsaði jafnframt hanskana
á milli kúahópanna og eins og sjá má
af myndinni skilaði það langbestum
árangri.
Allt að 98% fækkun baktería
Niðurstöðurnar sýndu vel hve mikil-
vægt hreinlætið er við mjaltirnar.
Þannig kom t.d. í ljós að með því
að nota hanska og sótthreinsa þá á
milli hvers hóps kúa sem kom inn í
mjaltabásinn var nánast hægt að eyða
bakteríunum að fullu. Mælingarnar
sýndu að bakteríunum fækkaði um
98% miðað við að hvorki sótthreinsa
né nota hanska, þ.e. munurinn á sýni
eitt og fjögur. Þá sýndu mælingarnar
einnig að við það eitt að sótthreinsa
hendurnar mátti fækka bakteríunum
um 85% en ef sótthreinsun var hins
vegar sleppt og bara notaðir hanskar
fækkaði bakteríunum um 75%.
Ermahlífar einnig mikilvægar
Eitt af því sem hafa þarf hugfast þegar
byrjað er að nota hanska er einnig að
forðast að ermar vinnufatnaðarins séu
óhreinar. Það er þannig tilgangslítið að
vera með hanska á höndum ef fremsti
hluti ermanna á vinnugallanum er
haugskítugur enda erfitt að koma í veg
fyrir að ermarnar snerti spenana sem
næst eru líkamanum við þvott á þeim
sem fjærst eru. Vinnufatnaðurinn á
því alltaf að vera hreinn og ein leið
til þess að halda ermunum hreinum
er að nota svokallaðar ermahlífar. Þær
eru til bæði einnota og margnota og
eru seldar, eins og mjaltahanskarnir, í
helstu sérvöruverslunum fyrir þá sem
eru í mjólkurframleiðslu.
Vanda þarf val á hönskum
Þegar hanskar eru keyptir er mikil-
vægt að kaupa kórrétta stærð, því ella
verður notkun þeirra bæði önug og í
raun ómöguleg. Of litlir hanskar rifna
mun oftar og of stórir hanskar gera alla
vinnu við spenaþvott og meðhöndlun
mjaltatækjanna erfiða. Eitt er svo að
kaupa rétta stærð, og hitt að venja
sig á að mjólka með hönskum. Það
hefur reynst mörgum erfitt og er í raun
átak fyrir hvern og einn. Vissulega
hentar fólki misvel að nota hanska
en fullyrða má að allir geta vanist því
þó svo að það taki mislangan tíma.
Þess má geta að í framangreindri hol-
lenskri rannsókn kom í ljós að þeir
bændur sem byrjuðu að nota hanska
að staðaldri fengu mun mýkri húð á
hendurnar og sáu vísindamennirnir
sérstaka ástæðu til þess að taka fram
að konur bændanna voru sér í lagi
ánægðar með breytinguna!
Helstu kostir við notkun á hönskum
og ermahlífum:
Kemur í veg fyrir að bakteríur og
óhreinindi lendi í ójöfnum eða
sprungum húðarinnar í lófum og
fingrum.
Ver hendurnar gegn álagi af völd-
um efnanna sem notuð eru við
þvott og/eða sótthreinsun.
Bakteríur eiga mjög erfitt með að
festa sig við hanska.
Með því að mjólka með hönskum
og sótthreina þá á milli kúa má
draga úr nýsmiti af völdum bakt-
ería.
Snorri Sigurðsson
sns@vfl.dk
Þekkingarsetri landbúnaðarins í
Danmörku
Heimildir:
Án höf., 2010. Mastitis Flash.
Vol. 4 (8), Université de
Montréal.
Jansje van Veerseen, Alice Booij
og Theo Lam (ritstjórar), 2011.
M2-magazine nr. 1.
Riekerink, R.G.M. ofl., 2008:
Comparing bacterial counts on
bare hands with gloved hands
during milking (úr ráðstefnurit
inu Mastitis control: from science
to practice (s. 77-82).
www.wikipedia.org - Ignaz
Semmelweis.
Utan úr heimi
Notaðu hanska við mjaltir!
Hanskar og ermahlífar.
Traktorsdrifnar rafstöðvar
10,8 KW upp í 72 KW, Agrowatt
Framleiðandi: Sincro á Ítalíu.
Stöðvarnar eru 4 póla (1.500 sn./mín.) með AVR
(automatic volt regulator)
AVR tryggir örugga notkun við viðkvæman
rafbúnað, t.d. mjólkurþjóna, tölvubúnað o.fl.
Verðdæmi: (42 KWA) 33,6 KW = 566.000 + vsk.
Stöðin þarf 80 hestafla traktor, PTO 430
Hákonarson ehf. s. 892-4163, netfang: hak@hak.is vefslóð: www.hak.is