Bændablaðið - 10.01.2013, Page 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013
Lesendabás
Fljúgandi hálka á fínni línu
Þar sem viðbrögð þau sem ég
hef heyrt og séð við grein minni í
Bændablaðinu 29. nóvember hafa
vakið hjá mér grun um að Harpa Ósk
Jóhannesdóttir frá Herjólfsstöðum
hafi tekið þeim skrifum mínum illa
og persónulega sárnað við mig, vil
ég koma eftirfarandi á framfæri.
Þau orð mín voru sett á blað til
að sýna fram á þær tilfinningar
sem eru ríkjandi í svona baráttu
um mismunandi nýtingu lands.
Átök af þessu tagi eru nefnilega
ekki bara hagsmunaslagur heldur
tilfinningaslagur ekki síður og það er
eðli átaka að þau verða hörðust þar
sem tilfinningarnar eru heitastar.
Harpa opnaði í sinni grein í
Bændablaðinu tveimur blöðum fyrr
á tilfinningaumræðu gagnvart landi
og mér fannst alveg rakið að grípa
boltann á lofti. „Römm er sú taug
er rekka dregur föðurtúna til“ kvað
rómverska fornskáldið Óvíð (í íslenskri
þýðingu) og sem betur fer á það við
enn í dag. Saga sumra bújarða er sam-
tvinnuð löngum ættarsögum og aðrar
jarðir tengjast sögum margra fjöl-
skyldna. Erfitt verður að finna nokkurn
blett á Íslandi sem enginn heillast af
og enginn tengir sig við. Því er það
dómarasæti nokkuð hátt sem harðir
fylgismenn virkjananna hafa sest í, að
ætla að ákveða hverjir mega hafa til-
finningar til lands síns og hverjir ekki
eftir búsetu.
Greinin mín var líka illa dulbúið
og óskammfeilið háð á Jóhannes
Gissurarson, sveitarstjórnarmann og
föður Hörpu. Átti að benda á að hann
hefur kvatt til ríkisfyrirtæki og fjár-
magn til bjargar því beitilandi sem
hann er að nota en gengur svo manna
harðast fram í því innan sveitarstjórnar
að sökkva öðru landi sem einnig er í
notkun og er ekki lakara að gæðum.
Hvort það er síðan sanngjarnt, ósann-
gjarnt eða alveg á línunni að nota
persónulega hagsmunagæslu hans
gegn honum við störf hans innan
sveitarstjórnar má svo sjálfsagt lengi
deila um. En hafi ég með þessu brotið
á Hörpu Ósk, valdið henni persónu-
legum sárindum, eða á einhvern hátt
gert lítið úr minningu afa hennar eins
og mér hefur verið brigslað um þá
þykir mér það ákaflega miður og biðst
afsökunar á því af fullum heilindum.
Harpa hefur hins vegar upp á síð-
kastið komið fram í dagsljósið sem
ötull og málefnalegur stuðningsmaður
Hólmsárvirkjunar og þar erum ég og
fleiri svo meira en til í slaginn. Harpa
birti nýverið á Facebook-síðu sinni
grein og svipaða grein birti hún í síð-
asta Bændablaði, þar sem hún telur upp
ýmsar staðreyndir um Hólmsárvirkjun.
Því fólki sem vill kynna sér fleiri stað-
reyndir vil ég benda á mér fróðari
mann, Vigfús Gíslason frá Flögu, en
grein eftir hann birtist í Dagskránni 20.
desember síðastliðinn og er aðgengi-
leg á vefnum, t.d. á síðunni dfs.is, á
Facebook-síðu minni og víðar. Fólki
sem virkilega vill kynna sér svæðið
ráðlegg ég svo að skella sér í gönguferð
um það í sumar á vegum FÍ, gangan
síðasta sumar var afar vel heppnuð og
algert ævintýri. Um Búlandsvirkjun
segir Harpa í sömu grein að mér sé
óhætt að róa taugarnar vegna þeirrar
framkvæmdar, þar sem sveitarstjóri
Skaftárhrepps hafi sagt opinberlega að
sjálfhætt sé við hana vilji land eigendur
ekki semja. Sveitarstjóri sveitarfélags
er ekki ráðamaður innan þess heldur
starfsmaður, ráðinn til starfa af sveitar-
stjórn í heild sinni og á að vinna jafnt
fyrir alla í sveitarfélaginu. Meirihluti
sveitar stjórnar Skaftárhrepps hefur
hins vegar ítrekað att sveitarstjóranum
á fláann fyrir sig og hún farið fram
með ýmsar hæpnar fullyrðingar og til-
þrifamikinn barlóm í fjölmiðlum en
ekki andað frá sér orði um skoðanir
minnihlutans. Því hneigist ég til að
taka með fyrirvara því sem frá henni
kemur og slaka hvergi á í baráttunni
fyrir tilverurétti mínum. Það var enn
fremur lítið róandi fyrir taugarnar að
hinn 12. desember síðastliðinn frétti ég
síðast af framkvæmdastjóra Suðurorku
við vatnsmælingar í Skaftá svo ég held
að þar á bæ sé ekkert verið að hlusta á
sveitarstjórann heldur.
Mín sýn til frambúðar er sú að
Skaftárhreppur verði áfram landbún-
aðar- og ferðaþjónustuhérað fyrst og
fremst og einnig verði sótt fram til
nýrra tækifæra án þess að stofna undir-
stöðunni í hættu á nokkurn hátt. Þar fer
fremst meðal jafningja hið stóra verk-
efni sem fram undan er, uppbygging
Þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri.
Ríkið samþykkti nýverið í fjárlögum
að veita til þess 290 milljónum á ári
í þrjú ár auk þeirra 30 milljóna sem
fengust í undirbúningsvinnuna við
það á árinu 2012. Einnig má benda á
tvö ný störf á vegum Kötlu Jarðvangs
en þeir starfsmenn munu hafa starfs-
stöðvar í Skaftárhreppi. Í byggingu
eru tvær kjötvinnslur til fullvinnslu
afurða frá býli og í Meðallandi er hafin
stórfelld ræktun og vinnsla á korni og
olíurepju. Þá eru ótalin sóknarfæri
innan Vatnajökulsþjóðgarðs.
Ég hef þá bjargföstu trú að land-
búnaður eigi langa og farsæla framtíð
á Íslandi, verði ein af grunnstoðum
þjóðarinnar hér eftir sem hingað til.
En eins og þeim sem eitthvað hafa
fylgst með landbúnaðarumræðunni
ætti að vera ljóst hafa beitarmál tekið
þar mikið pláss upp á síðkastið. Sá tími
er kannski ekki svo ýkja langt undan að
bændur í Skaftárhreppi þurfi að treysta
í meiri mæli á láglendisbeit en nú er
gert. Þá yrðu eflaust einhverjir fegnir
að hafa aðgang að því landi meðfram
Hólmsá sem nú er keppst við að gera
lítið úr. Það er sjálfsagt göfugt mark-
mið hjá virkjanasinnum að vilja bjarga
Skaftárhreppi með u.þ.b. 15 milljónum
í fasteignagjöld á ári og skammtíma-
þenslu í atvinnu og þjónustu á meðan
á uppbyggingu virkjunar stendur. Ég
hneigist frekar til að sjá sveitarfélagið
Skaftárhrepp sem stjórnsýslulegt hug-
tak og er ekki tilbúin að gera í blindni
hvað sem er til bjargar hugtaki. Ég tel
brýnna að horfa út fyrir hreppamörkin,
á landið og byggðastefnu stjórnvalda
í heild sinni, og skoða hagsmuni
minnar stéttar og þá þjóðarhagsmuni
sem öflugur landbúnaður er. Sem
dæmi hefur sveitin Skaftártunga til-
heyrt þremur hreppum á innan við 150
árum, Leiðvallahreppi til ársins 1886,
Skaftártunguhreppi til ársins 1990 og
Skaftárhreppi til dagsins í dag. Allan
þennan tíma hefur þéttleiki búskapar í
Skaftártungu lítið breyst og búskapar-
hættir hafa þróast í takt við tíðarandann
en ekki tekið róttækum stakkaskiptum
þótt einhverjar stjórnsýslubreytingar
yrðu. Nú er ég ekkert að mæla fyrir
sameiningu, bara að benda fólki aðeins
út fyrir rammann. Búseta manna
hefur alltaf fylgt gróðurmoldinni
eins og Ásta systir mín Sverrisdóttir
hefur bent á í sínum skrifum og ég
hef þá trú að svo verði áfram. Ég vil
allavega leita annara leiða til að efla
stjórnsýsluhugtakið Skaftárhrepp en
að ráðast gegn hinni eiginlegu undir-
stöðu lífs á jörðinni sem er jú gróður-
moldin. Jörðin hringsnýst vonandi
eitthvað lengur og það eru engar líkur
á að dragi úr fólksfjölgun á heimsvísu
þó að hún sé dræm í Skaftárhreppi.
Á meðan fólkinu fjölgar eykst þörfin
fyrir matvæli og samfara þeim breyt-
ingum sem hafa orðið á veðurfari er
æ meira horft til norðurhvels jarðar
með aukna matvælaframleiðslu. Ég
geri mér ljóst að það landsvæði sem
nú tilheyrir Skaftárhreppi mun ekki
eitt standa undir þeim væntingum. Það
sem ég á við er, hvar á að stoppa, hvar á
að draga mörkin. Ef ráðast þarf í nýjar
stórtækar virkjanaframkvæmdir helst
á hverjum áratug til „bjargar atvinnu-
lífinu“ verður ekki orðið mikið eftir
af landi til að sýna ferðamönnum, eða
framleiða matvæli á eftir t.d. þrjú-
hundruð ár.
Ef að heimilin í landinu bráðvantaði
rafmagn þá tæki því kannski að líta
tvisvar á þessar virkjanahugmyndir á
annars ósnortnu landsvæði, en fólk í
ábyrgðarstöðum hefur sagt mér að svo
sé ekki. Því verður að líta svo á að
virkjun Hólmsár eða Skaftár snúi að því
að efla stóriðju í landinu eða daðra við
hugmyndina um raforkusölu til Evrópu
um sæstreng með tilheyrandi hækkun
raforkukostnaðar fyrir almenning.
Í ljósi þess mun ég, ásamt fleira
fólki, áfram takast á við meirihluta
sveitarstjórnar Skaftárhrepps eða
hvern annan sem fylgir þeirri
skammsýnisstefnu sem virkjanabrallið
er. Í þeirri baráttu verða notuð öll þau
vopn sem upp í hendurnar koma, en
ég skal þó í framtíðinni reyna að gæta
þess að hafa báða fætur á línunni og
veita þeim ekki pústra sem ekki hafa
til þeirra unnið.
Heiða Guðný
Ásgeirsdóttir bóndi og
umhverfisverndarsinni
Ljótarstöðum
Þakka ber það sem vel er gert
og er útilokað annað en þakka
fyrir Bændablaðið. Skemmtilegt
er að það skuli vera Vestfirðingur
sem þar stýrir innviðum nú um
stundir. Þeir koma víða við,
Vestfirðingarnir.
Í hvert skipti sem blaðið kemur
inn um lúguna hlakkar maður til að
renna yfir það. Þar kennir margra
og góðra grasa. Efnistök eru mjög
fjölbreytt og má segja að það end-
urspegli hversu íslenskur landbún-
aður er fjölbreyttur og sýnir glögg-
lega hversu mörg er matarholan á
landsbyggðinni. En það er eins og
fyrri daginn. Menn þurfa einungis
að kunna að nýta landsins gæði á
réttan hátt. Hvað sagði ekki Jón
Sigurðsson 1838: „Sérhverri þjóð
vegnar vel, sem hefir lag á að sjá
kosti lands síns og nota þá, eins og
þeir eiga að vera notaðir.“
Ein ágæt kona sagði eitthvað á
þessa leið fyrir mörgum árum: „Í
sveitum Íslands er stærsta barna-
heimili í heimi.“ Í greina flokknum
Send í sveit í Bændablaðinu segja
ýmsir borgarar frá dvöl sinni á
sveitabæjum á yngri árum. Þá
voru menn „sendir í sveit“ sem
kallað var. Nú er slíkt því miður
ekki lengur á dagskrá. Þúsundir
Íslendinga hafa sagt frá því í bókum
hversu þroskandi og hamingjuríkur
tíma það var að fá að umgangast
sveitafólkið, sem oft var náskylt
viðkomandi, því öll erum við meiri
og minni sveitamenn, og umgengn-
inni við húsdýrin okkar. Auðvitað
var það ekki alltaf elsku mamma
og til var í dæminu að menn komu
heim kalnir á hjarta úr sveitinni.
En það voru undantekningar sem
sönnuðu regluna.
Sá landsþekkti Þorgeir Ástvalds-
son, útvarps- og tónlistarmaður
með meiru, segir frá dvöl sinni
hjá afa og ömmu á Breiðabólsstað
á Fellsströnd sumar eftir sumar,
í Bændablaðinu 29. nóvember.
Þorgeir segir: „Afi minn Þórður
var vinnu harður maður en hógvær
og nærgætinn. Hann fól mér ýmis
verk eins og að hlaupa fyrir fé (ég
var sprettharður). Hann sagði mér
ekki hlutina beint en í svita dagsins
og erfiði skildi ég hvað hann átti
við. Svipbrigði, engar skammir,
ekkert yfirborðshrós, bara áfram
og svolítið glott. Gott var að taka
í hrjúfa hönd hans á leiðinni heim
í bæ til ömmu. Sauðfjárbúskapur,
það er lífið. Annað eru bráðnauð-
synleg aukaatriði. Dvölin í sveit-
inni kenndi mér líka að ósérhlífni
er dyggð. Ég hef alltaf tekið mark
á því.“ Og enn fremur: „Tengsl
mín við ættaróðalið Breiðabólsstað
höfðu ekki bara áhrif á mig. Þau
hafa mótað mig gersamlega fram
eftir ævinni.“
Bryndís Hlöðversdóttir, rektor
Háskólans á Bifröst, ólst upp í Ey
II í Vestur-Landeyjum. Síðan var
hún meðal annars í sveit á Syðri-
Rauðamel í Kolbeinsstaðahreppi.
Bryndís segir svo 1. nóvember:
„Mér leið
alltaf vel í
s v e i t i n n i ,
ætli það séu
ekki róleg-
heitin og
návígið við
f u l l o r ð n a
fólkið sem
maður kunni
svo vel að
meta. Þar
hafði maður,
þótt barn væri, hlutverki að gegna,
fékk að vera með fullorðnu fólki í
þeirra daglegu störfum allan daginn
og vera þátttakandi í brauðstritinu.
Og enn fremur: „Ég sá um að sópa
niður af svefnloftinu á morgnana
og skvetta úr koppum karlanna á
bænum! Uppvaskið var á minni
könnu, en ég vaskaði upp úr stóru
vaskafati sem var á olíueldavél
í eldhúsinu. ... Heimalningarnir
voru alfarið á minni könnu og eitt
sumarið voru þeir 12 talsins. Þá
var mikið fjör í kringum mjólkur-
gjöfina en ég gaf þeim að drekka
úr stórum glerflöskum sem tútta
var sett á. Svo var ég látin raka
dreif, tína ullarlagða af girðingum,
aðstoða við að mjólka og ganga
frá mjólkinni. Svo var ég Guðríði
húsfreyju til aðstoðar við eld-
mennsku og bakstur en hún var
mikill matgæðingur. Þannig að það
var ýmislegt sem til féll á bænum
og ég greip í þau verk sem ég gat.“
Spurningunni um hvort dvölin
í sveitinni hafi skilið eitthvað sér-
stakt eftir sig svarar Bryndís meðal
annars svo:
„Já, fjölmargt. Ég tel að árin
þar hafi mótað mig mjög sem
manneskju. Fyrst og fremst vegna
þess hversu mikið fólkið þar gaf
mér, ekki síst Guðríður, sem ég
umgekkst alla daga. Einnig tel ég
það mikið lán að hafa fengið að
upplifa sveitalífið.“
Björg Thorarensen, prófessor
við Háskóla Íslands, var í sveita-
dvöl hjá frændfólki sínu í Vigur á
Ísafjardjúpi í fjögur sumur. Björg
segir segir svo 20. september:
„Dvölin í Vigur hafði mjög sterk
áhrif á mig og þaðan eru margar
mínar björtustu æskuminningar. Ég
býst við að hún hafi mótað mig á
ýmsan hátt, aukið skilning minn og
áhuga á lífinu til sveita, á dýrum
og náttúru og þekkingu á fuglalífi.
Dvölin þar veitti mér innsýn í for-
tíðina, búskaparhætti liðinna tíma
og sögu forferða minna í eyjunni,
þar sem langafi minn tók við búi
um 1880. Það ýtti undir tilfinn-
inguna að ég sé Vestfirðingur, sem
ég er mjög stolt af.“
Því hefur verið fleygt að sumir
Íslendingar séu á góðri leið að týna
sjálfum sér í eigin landi. Ætli sú
staðreynd að nú eru börn varla
send í sveit lengur eigi ekki nokkuð
stóran þátt í þeirri þróun?
Hallgrímur Sveinsson.
Þakkað fyrir Bændablaðið
Bændur varagjaldeyrisforði þjóðarinnar
Við Íslendingar erum stoltir af
landbúnaðinum okkar. Á haust-
dögum 2008 talaði ég um að bænd-
ur hefðu verið varagjaldeyris-
forðinn okkar þegar bankarnir
hrundu til grunna. Það hefði verið
útilokað fyrir þjóðarbúið að standa
undir gjaldeyrisútgjöldum til mat-
vælakaupa frá útlöndum þegar
gjaldeyrisvaraforðinn þurrkaðist
nánast út á einni nóttu.
Hagsmunir þéttbýlis og dreifbýlis
fara saman. Má segja að hvorugt
geti án hins verið. Það er þéttbýlinu
mjög til hagsbóta að hér á landi sé
rekinn öflugur landbúnaður og fram-
leiddar hollar matvörur. Tækifæri í
landbúnaði eru mikil og nýjar leiðir
spennandi.
Á ráðstefnunni Matvælalandið
Ísland – fjársjóður framtíðar sem
haldin var fyrir skömmu, á vegum
fyrirtækja og
hagsmuna-
a ð i l a í
m a t v æ l a -
framleiðslu,
kom glöggt
í ljós hversu
f j ö l b r e y t t
tækifæri í
landbúnaði
eru hér á
landi. Með
rannsóknum
og þróun í
ræktun á ýmsum nytjajurtum er hægt
að framleiða hér nýjar vörur til ýmissa
nota. Með hlýnandi veðurfari eykst
uppskera og skapar möguleika á að
prófa nýjar nytjajurtir. Tæpast þarf
að minnast á að hægt er að stórauka
grænmetisframleiðslu hér á landi,
bæði undir gleri sem og útifram-
leiðslu. Skoða þarf af fullri alvöru að
starfrækja niðursuðuverksmiðju sem
tekið getur við umframframleiðslu
á útiræktuðu grænmeti – því upp-
skerutími þess er mjög skammur. Þá
er farið í gang afar spennandi verk-
efni hér á landi – en það er berjarækt
undir gleri.
Okkur sem þjóð eru í raun allir
vegir færir til framtíðar. Tækifærin eru
úti um allt. Við erum nýsköpunar- og
frumkvöðlaþjóð. Til að skapa þennan
raunveruleika verða stjórnvöld að
hafa skilning á því góða starfi sem fer
fram í sveitum og úti um allt land. Við
í Framsóknarflokknum höfum ætíð
lagt áherslu á mikilvægi bænda og
að standa vörð um þessa mikilvægu
atvinnugrein og tækifæri hennar.
Vigdís Hauksdóttir.
alþingismaður
Vigdís Hauksdóttir
Hallgrímur
Sveinsson
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI
SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
Taka 12 Kg · Hljóðlát
Stórt op > auðvelt að hlaða
Sparneytin amerísk tæki.
<Þvottvélin tekur
heitt og kalt vatn Afkastamikill
þurrkari >
Þvottavél Þurrkari12 kg
Amerísk
gæðavara
Amerísk
gæðavara
Bændablaðið á netinu... www.bbl.is