Bændablaðið - 10.01.2013, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 10.01.2013, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013 Hundruð lausna bárust á jólakrossgátu Bændablaðsins að þessu sinni. Eins og hér sést voru lausnarorðin „Flottur sveinki“. Bændablaðið þakkar öllum þátttakendum en sex heppnir voru dregnir út úr hópi þeirra sem sendu inn réttar lausnir. Þeir fá senda bókina Pater Jón Sveinsson NONNI eftir Gunnar F. Guðmundsson. Bókaútgáfan Opna ehf. gaf bókina út. Verðlaunahafar eru: Halla Björk Þorláksdóttir Laugalandi, Hörgársveit 601 Akureyri Vigdís Sigurðardóttir Borgum 681 Þórshöfn Bjarghildur Guðmundsdóttir Aðalstræti 14 450 Patreksfjörður Þórdís Sigurbjörnsdóttir Hrísum 311 Borgarnes Svala Sigurðardóttir Háaleitisbraut 97, 108 Reykjavík Ingibjörg Svavarsdóttir Fjarðarbakka 5 710 Seyðisfjörður NONNI Ævi Jóns Sveinssonar var einstök – andstæðurnar í lífi hans með ólíkindum. Dagbækur föður hans og sendibréf móður hans lýsa á sláandi hátt basli, harðræði og veikindum bernskuáranna en jafn- framt löngun til að koma þeim börnum sem lifðu til manns. Tólf ára gamall er Jón Sveinsson sendur utan til náms og gekk inn í samfélag sem var eins fjarri íslenskum veruleika og hugsast gat. Hann gerðist kaþólskur prestur og kennari og starfaði víða um lönd. Iðulega átti hann í innri togstreitu sem birtist vel í dagbókum hans og bréfum. Sagnamaðurinn var þó aldrei langt undan og löngun að hverfa aftur til bernskuáranna varð að miklu höfundarverki , Nonnabókunum, sem urðu víðfrægar. A u ð m j ú k u r prestur, kennari, sagnamaður, fyrir- lesari, tónlistarmaður, heimsborg- ari. Pater Jón Sveinsson lifði alla ævi í heimi bernskunnar þrátt fyrir að vera einn víðförlasti og þekktasti Íslendingur síns tíma. Íslensk hönnun Gunnhildur Kjartansdóttir, ráðgjafi hjá Tölvumiðlun og vöruhönnuður, hannaði skart- gripaskápinn 4Bling undir skart- gripina sína árið 2011. Í fram- haldinu hannaði Gunnhildur 4Phone-farsímastandinn fyrir farsíma og hefur verið vel tekið. Nú er hún með fleiri hugmyndir í farteskinu varðandi vöruhönn- unina. Upphaf: Fyrst hannaði ég skartgripaskápinn 4Bling af því að mig vantaði eitthvað undir skartgripina mína. Ég var ekki með borðpláss og langaði alltaf í eitthvað vegghengt en fann ekkert. Greinilega hefur þetta verið í undirmeðvitundinni því að hugmyndin að skartgripaskápnum 4Bling fæddist 17. mars árið 2011 þegar ég var að keyra Sæbrautina á leið í vinnuna. 4Bling kom í búðir 5. desember sama ár og fæst í hvítum, svörtum og glærum lit. Síðan hannaði ég farsímastandinn 4Phone. Hugmyndin kom til þannig að ég var að ganga úr herbergi dóttur minnar þar sem hún var með hleðslutækið í innstungu við hurðina og símann í hleðslu í hillusamstæðunni sem hún á. Mér varð hugsað til þess að lítið þyrfti til að ganga á snúruna og þá dytti síminn og eyðilegðist. Því fór ég að skoða málið og úr varð standurinn. Innblástur: Ég er mjög skipulögð og vil helst að allt eigi sinn stað. Ég kann ekki að teikna og kann ekkert í hönnun en ég læri með hverjum deginum. Þegar ég hannaði skartgripaskápinn 4Bling þá mældi ég skartgripina heima og sá þannig út hvað hvert hólf þyrfti að vera stórt. Svo vann ég út frá þeirri hugmynd. Ég leitaði til Format Akron, en Birgir sem er iðnhönnuður þar aðstoðaði mig við hönnunina. Ótrúlega skemmtileg þróun í gangi. Þegar ég hannaði farsímastandinn 4Phone bað ég manninn minn um að koma heim með pappakassa og mótaði frumgerð 4Phone úr kassanum og fór með til Birgis í Format Akron. Við gerðum 4 prufur og breyttum og bættum í hvert skiptið. Það er virkilega gaman að eiga allar þessar prufur og sjá hvernig varan þróaðist. Fram undan: Það er eins og þegar maður byrji á þessu vindi þetta upp á sig og er ég komin með aðra hugmynd í ætt við skartgripaskápinn en af öðrum toga. Hugmyndin er búin að gerjast í huganum í um hálft ár og verður gaman að sjá hve ólík/lík hugsunin verður hlutnum þegar hann kemur á markaðinn. /ehg Hannar hagkvæmar hirslur úr plexígleri Ráðning Jólakrossgátu Bændablaðsins 2012 Gunnhildur Kjartansdóttir hannaði 4Phone-standinn eftir að hafa gengið um herbergi dóttur sinnar og uppgötvað að lítil hætta væri á - legðist ef gengið væri á snúruna. Mynd / Ernir Eyjólfsson standinum og gengur snúra neðan úr honum í innstungu. snúrunum við hönnunina en þær milli þess sem síminn er hlaðinn. 4Phone-standurinn fór í búðir í fæst í sex litum. Mynd / Kristján Maack Hjálparsveit skáta í Aðaldal: 1.000 vinnustundir við leit og björgun sauðfjár Hjálparsveit skáta í Aðaldal fékk á liðnu ári margfalt fleiri útköll en vaninn hefur verið undan farin ár, að jafnaði er sveitin kölluð út fimmtán til tuttugu sinnum árlega til aðstoðar en þau voru umtalsvert fleiri á nýliðnu ári. Gríðarlegur erill einkenndi árið og það varð sveitinni kostnaðarsamt. Þetta var annasamasta árið í sögu sveitarinnar. Lykilhlutverk við leit og björgun á Þeistareykjasvæðinu Fram kemur í samtali við Hallgrím Óla Guðmundsson, formann Hjálparsveitar skáta í Aðaldal, á vefnum 641.is að álag á liðsmenn hafi verið gríðarlegt og margir hafi hreinlega keyrt sig út í septemberóveðrinu. Rúmlega tíu menn eru virkir í sveitinni en á þriðja tug meðlima eru á skrá. Samtals skiluðu þeir um 1.000 vinnustundum, einungis við leit og björgun á sauðfé í hamfaraveðrinu síðastliðið haust, sem og við aðstoð á viðgerðum á raflínum. Hjálparsveitarmenn voru að störfum á tímabilinu 11. september til 30. september við leit að sauðfé á Þeistareykjasvæðinu og nálægum heiðum, en eins var leitað flesta daga í fyrri hluta októbermánaðar. Hjálparsveit skáta í Aðaldal gegndi lykilhlutverki við björgun sauðfjár af Þeistareykjasvæðinu enda er það afrétt Reykhverfunga og Aðaldæla og liðsmenn því staðkunnugir aðstæðum. Margir þeirra eru líka sauðfjárbændur sem áttu fé á svæðinu og höfðu því beinna hagsmuna að gæta. Velvild í samfélaginu Fram kemur í samtalinu við Hallgrím Óla að margt hafi verið úr lagi gengið þegar aðgerðum lauk og hlaust af nokkur kostnaður við að laga tækjabúnað. Naut sveitin velvildar í samfélaginu, hlaut styrki frá íbúum á svæðinu og frá kvenfélögum í Aðal- dal og Reykja hverfi sem og styrki frá Kiwanis félaginu Skjálfanda. Börn í Hafralækjaskóla héldu aukasýningu á leikritinu Hafið bláa og gáfu sveitinni innkomu af henni. Hjón á sauðfjárbúi í Aðaldal gáfu hjálparsveitinni fimmtíu þúsund krónur og þá getur Hallgrímur þess að margir hafi keypt óvenjulega mikið af flugeldum fyrir áramótin til að sýna hug sinn. Því miður hafi slæmt veður síðustu daga liðins árs hins vegar dregið úr flugeldasölu almennt og sé það vissulega bagalegt enda flugeldasala helsta tekjulind sveitarinnar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.