Bændablaðið - 23.05.2013, Side 12

Bændablaðið - 23.05.2013, Side 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. maí 201312 Varla er til sá fréttamiðill sem ekki hefur sagt frá þeim slæmu samgöngum sem hreppsbúar í Árneshreppi á Ströndum þurfa að búa við. Fyrir skemmstu fór Hjörtur Leonard Jónsson, starfsmaður BÍ, í helgarferð í Norðurfjörð í Árneshreppi og sá þá með eigin augum hvers lags ófremdarástand er í samgöngumálum hreppsbúa. Þegar beygt var út af bundna slitlaginu upp á Bjarnarfjarðarháls var skilti þar sem stóð að hámarks- öxulþungi væri 7 tonn. Á töluvert mörgum stöðum hafði grjót hrunið á veginn úr bröttum skriðum fyrir ofan, en verst var aurbleytan í illa uppbyggðum veginum frá Veiðileysu að Gjögri. Hver drullu- pytturinn eftir annan á þessum kafla leiðarinnar gerði veginn illfæran og ef ekki hlýnar í bráð og vegurinn þornar verður ekki hægt að létta af þeim þungatakmörkunum sem á honum eru núna. Það getur skipt sköpum varðandi áburðarflutninga til bænda. Furðu lítill snjór á túnum Við komuna í Norðurfjörð blasti við furðu lítill snjór á túnum og mátti sjá að túnin í Steinstúni voru að byrja að vakna til lífsins. Í fjárhúsunum í Steinstúni voru hjónin Edda Hafsteinsdóttir og Guðlaugur A. Ágústsson sem eru með tæp 300 fjár að búa sig undir sauðburð, sem reyndar var aðeins byrjaður. Fyrsta ærin bar tveim fallegum gimbrum þann 10. apríl sem nefndar voru Vigdís og María, en alls voru fimm ær bornar. Í stuttu spjalli við þau hjón létu þau vel af sér og sagði Guðlaugur að í sauðburðarbyrjun hefðu oft verið verri aðstæður en nú í vor. Lambadauði á Melum 2 líklega talinn stafa af slæmu fóðri Næst var farið í heimsókn á Mela 2 til Kristjáns Albertssonar, sem var að ljúka kvöldgegningum. Kristján er sjálfur með um 100 ær en nágranni hans, Björn Torfason á Melum 1, er með um 450 fjár. Þeir félagar vinna mikið saman við búskapinn. Kristján lét ekki vel af byrjun sauðburðar hjá sér því fyrst létu tvær tvílembur lömbum sínum og daginn áður höfðu tvær tvílembur borið og öll fjögur lömbin drápust. Kristjáni þótti verst að vita ekki hvers vegna hann væri að missa lömbin, en hugsast gæti að það hefði verið skemmt hey sem þessar ær höfðu fengið að honum óafvitandi fyrr í mánuðinum. „Ég lét ómskoða mitt fé og á fyrstu tveim dögunum kom mikið einlembt, svo komu tvílemburnar og síðast þrílemburnar. Ég hefði viljað hafa þetta öfugt og fá þrílemburnar fyrst. Sennilegasta skýringin á þessu er hversu haustið var slæmt og kom fé frekar seint á hús. Fóðrun hefur ekki verið komið nægilega af stað fyrr en í lok fengitíma, þegar frjósemin tók við sér með þessum þrílembum í restina,“ sagði Kristján að lokum. Spurning um forgangsröðun í vegagerð Á leiðinni til baka var staldrað aðeins við í botni Steingrímsfjarðar til að skoða vegaframkvæmdir sem þar eru á þriggja kílómetra kafla, ásamt nýrri tvíbreiðri brú sem ekki er enn komin í gagnið. Sagði Hjörtur að miðað við tímann og efnisflutninga sem þetta verkefni útheimti á þessum stutta kafla þarna í Steingrímsfirði hefðu þessar framkvæmdir alveg mátt bíða. Þess í stað hefði mátt nýta fjármagnið í veginn frá Veiðileysu að Djúpuvík, sem bráðnauðsynlega þarfnaðist uppbyggingar og viðhalds. Fréttir Þegar ég var ungur drengur í sveitinni var ekki algengt að komast í tæri við þekkta Íslendinga. Ómar Ragnarsson kom til dæmis aldrei fljúgandi á Frúnni, lenti á túninu heima og tók viðtal við bændur og búalið sem svo birtist í sjónvarps- fréttum. Ekki heima hjá mér. Hemmi Gunn og Bylgjulestin áttu ekki leið um sveitirnar og Valgeir Guðjónsson sat ekki uppi á Stuðmannarútunni með gjallar horn og auglýsti ball í félagsheimilinu. Hins vegar birtist reglulega einn þekktur Íslendingur á hlaðinu heima. Keyrandi um á blárri Lödu brunaði hann upp heimreiðina, stórstjarnan Herbert Guðmundsson, með skottið fullt af bókum útgefnum af Erni og Örlygi. Herbert Guðmundsson, sem hefur afrekað það að gera sama lagið vinsælt þrjá áratugi í röð, lagið Can‘t Walk Away, sem að mati undirritaðs er eitt besta lag sem samið hefur verið á Íslandi. Með sólgleraugu, túperað hár (næstum því) og í támjóum skóm vatt stjarnan sér út úr bílnum, heilsaði kumpánlega, ruglaði jafnvel hárinu á börnum sem stóðu hjá með stjörnur í augum og hóf svo að pranga Íslensku alfræðiorðabókinni inn á heimilisfólk. Ef mig misminnir ekki vorum við pabbi alltaf að bisa við að draga áburðardreifarann út úr véla geymslunni. Já, þegar Herbert renndi í hlað var vorið komið. Svo fóru Örn og Örlygur á hausinn um miðjan tíunda áratuginn og Herbert hætti að koma á bláu Lödunni. Herbert flutti til Svíþjóðar og varð útlærður í ísgerð, flutti svo aftur heim og rak ísbúð í Reykjavík. Það er önnur saga en nátengd þeirri sem nú skal vikið að. Eins og naskir lesendur hafa nú uppgötvað snýst þessi pistill ekki um Herbert Guðmundsson heldur um ís. Eftir að Herbert hætti að birtast í hlaðinu hefur lítið farið fyrir reglulegum heimsóknum frægðarmenna í sveitinni. Hins vegar kemur reglulegur gestur í heimsókn í sveitina, gestur sem börn og ungmenni taka ekki síður fagnandi en Herbert forðum. Þegar bjölluhljómurinn heyrist þýtur heimilisfólk út í dyr og fagnar Ísbílnum. Ísbíllinn er fjölskyldu- fyrirtæki sem hóf starfsemi sína með einum bíl um hvítasunnuna 1994. (Þess má geta að Örn og Örlygur fóru einmitt á hausinn sama ár. Tilviljun?) Fyrst um sinn var keyrt um sveitir Árnessýslu en árið 1999 hóf Ísbíllinn farandsölu á ís um land allt. Ísbílarnir eru í dag átta talsins og keyra um sveitir landsins tíu mánuði á ári. Þegar ömmu- og afabörnin mæta í sveitina er gjarnan spurt hvort Ísbíllinn sé ekki örugglega nýkominn, nú eða þá rétt ókominn. Komur Ísbílsins eru því ómetanlegar þegar þörf er á að ofdekra eða múta barnabörnum. Alþekkt er að nýr forsætis- ráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur dálæti á ís. Það er því ekki ólíklegt að bjölluhljómur muni heyrast í húsinu við Austurvöll á næstunni. Það verður vonandi til góðs og eykur sátt og samlyndi þingmanna okkar. Því hver getur rifist um pólitík með ís í hönd? /fr STEKKUR Blá Lada og bjöllur Árneshreppur á Ströndum: Ófremdarástand er í samgöngumálum – bændur á fullu í sauðburði og vona að vegirnir þorni svo þeir þoli áburðarflutninga sem fram undan eru Vegurinn af Veiðileysu niður í Reykjafjörðinn er eitt drullusvað. Myndir/ HLJ Kristján Albertsson á Melum 2. Hann er sagður heimsmeistari í hrútaþukli af nágrönnum sínum. Edda Hafsteinsdóttir og Guðlaugur A. Ágústsson í Steinstúni. Elsta lambið á Steinstúni ber nafnið María og er fallega golsótt. Fjárhúsin í Steinstúni. Melar 2.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.