Bændablaðið - 23.05.2013, Síða 28

Bændablaðið - 23.05.2013, Síða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. maí 2013 Framkvæmdir við Vaðlaheiðar- göng voru kynntar á fundi sem stéttarfélög á svæðinu efndu til í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Jón Leví Hilmarsson, verkefnis- stjóri hjá Ósafli, fór yfir fyrirhug- aðar framkvæmdir við göngin fyrir full trúa stéttarfélaganna. Fram kom m.a. í máli hans að fyrirhugað væri að síðasta haftið í göngunum yrði rofið í september 2015, að vegagerð lyki í október 2016 og að göngin yrðu afhent eigendum sínum í desember 2016. Fyrirtækið Ósafl, sem sér um framkvæmdina, er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrir- tækisins Matri. Þetta kemur fram á vef Einingar Iðju. Jarðvinnslutæki Hnífatætarar Vinnslubr. Aflþörf Verð án VSK CELLI E-255 2,60 m 80-90 hö kr. 1.109.000,- CELLI Ergon 120-280 2,85 m 60-120 hö kr. 1.198.000,- CELLI Pioneer 140-305 3,10 m 90-140 hö kr. 1.474.000,- Sáðvélar Pinnatætarar Plógar Verð án VSK MT-3 skeri m/vökvaútslætti kr. 1.452.000,- MS-4 skeri m/brotbolta kr. 1.540.000,- MT-4 skeri m/vökvaútslætti kr. 2.150.000,- Allt verð er tilgreint án VSK Amazone D9-3000 - Einfaldur og hagkvæmur kostur þegar kemur að sáningu. Einstaklega vel smíðuð vél. Þýsk gæði. Leikur einn er að stilla vélina. 12 cm bil milli sáðfóta og spóaleggja-herfi tryggir að mold dreifist vel og jafnt yfir sáðrásir. 3,0 metra vinnslubreidd. Rúmtak sáðkassa: 600 lítrar. Stækkanlegt uppí 1000 lítra. Verð: kr. 1.290.000,- án vsk. MaxiDisc - diskaherfi - vbr. 3,0 m. Lyftutengt. Vökvastilling á vinnsluhorni. Verð: kr. 2.420.000,- án vsk. Compact Classic flagvaltari - vbr. 6,30 m - Ø 55 cm Cambridge tromlur. Vökvasamanbrjótanlegur. Verð: kr. 1.790.000,- án vsk. KE3000 Special vinsælasti pinnatætarinn sem við seljum frá AMAZONE, Hentar vel til vinnslu í plógstrengjum og unnu landi. KE3000 Special er sterkbyggður og vandaður í alla staði. Vinnslubreidd 3,0 m - 10 Rótorar. Aflþörf frá 65 hö. Ø 50 cm stálgaddavals og Walterscheid drifskaft. Verð: 1.669.000 kr. án vsk. Öflugir hnífatætarar með tannhjóladrifi á hlið. Góð reynsla við íslenskar aðstæður. REYKJAVÍK - AKUREYRI ÞÓR HF ÞÓR HF | Reykjavík: Krókhálsi 10 | Akureyri: Lónsbakka | Sími: 568-1500 | www.thor.is Elsta lerkið á landinu er síberíulerki á Akureyri og í Grundarreit í Eyjafirði frá aldamótunum 1900, en upp úr 1950 var farið að gróðursetja lerki reglulega. Það er einstaklega duglegt að vaxa í því rýra mólendi sem mest er í boði til skógræktar og vex ágætlega á örfoka melum og í sendnu landi. Hér hafa margir tugir kvæma síberíu-, rússa- og evrópulerkis verði reyndir og ágæt þekking er á aðlögun þeirra að íslensku verðurfari. Aðrar lerkitegundir hafa einnig verið reyndar en þær eru síður áhugaverðar til skógræktar. Síberíulerki Flokkunarfræðilega séð er hæpið að skipta lerkinu sem vex austan og vestan Úralfjalla upp í tvær tegundir. Flestir aðrir en Rússar og Íslendingar kalla hvort tvegga síberíulerki. Það hefur hentað okkur hér á landi að tala um kvæmin austan Úralfjalla sem síberíulerki en kvæmi úr Úralfjöllum og vestan þeirra sem rússalerki. Munurinn er einkum sá að síberíulerki er aðlagað meira meginlandsloftslagi en rússalerki, þar sem nánast aldrei koma hlýindakaflar að vetrarlagi en hitnar vel á sumrin. Síberíulerki er því fremur illa aðlagað hafrænu loftslagi, sum kvæmi svo illa að þau þrífast ekki hérlendis. Önnur kvæmi lifa en hefja vöxt snemma vors og verða síðan oft fyrir skakkaföllum í vorhretum. Auk þess líður síberíulerki illa í svölu sumarveðri, sem gerir trén viðkvæm fyrir sjúkdómum á borð við barrviðarátu. Mikið var gróðursett af síberíulerki á tímabilinu 1950-1980, enda rússalerkifræ oftast ófáanlegt. Flest voru kvæmin frá Khakasíu eða Altai- fjöllum og nokkur munur á þeim. Til dæmis stóð Altai-kvæmið Sjebalinski sig betur en flest önnur, enda sýndu rannsóknir Brynjars Skúlasonar að það var óvenju frostþolið að vorlagi. Slík undantekning breytir því þó ekki að vegna skorts á nægilegri aðlögun er ekki hægt að mæla með neinu síberíulerkikvæmi til skógræktar á Íslandi. Rússalerki Á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar komu nokkrar fræsendingar af rússalerki frá Arkhangelsk-héraði og gáfu þau kvæmi almennt góða raun. Á seinni árum hefur borist efniviður frá svipuðum slóðum sem reyndist mun lakari, enda gróðursettu Sovétmenn á árum áður sama efniviðinn í vesturhluta Rússlands og þeir seldu okkur, þ.e.a.s. síberíulerki. Þá hefur norðlægt rússalerki af kvæminu Pinega reynst hægvaxta og orðið fyrir miklu vorkali. Reynsla liðinna ára sýnir að ekki er hægt að treysta á að lerkifræ frá útbreiðslusvæði rússalerkis sé upprunalegt rússalerki og því er ekki hægt að mæla með neinum lerkikvæmum frá Rússlandi. Bæði Svíar og Finnar hafa tekið rússalerki til kynbóta með því að velja góð tré í skógum hjá sér og stofna til frægarða með þeim. Sænskt frægarðslerki frá Domsjöenget- frægarðinum í Örnskjöldsvik (kallað MoDo) og Östteg við Umeå hefur reynst með því besta sem hingað hefur borist og er reyndar víða gott á Suður- og Vesturlandi, þar sem menn hafa annars forðast að gróður- setja lerki. Finnskt frægarðslerki frá Hausjärvi, Imatra, Lassinmaa, Ihala og Kärköla hefur einnig reynst mjög vel. Erfðafræðilegi efniviðurinn í þessum frægörðum er allur af svipuðum uppruna, þ.e. frá Arkhangelsk-héraði eða frá Raivola-reitnum skammt frá Sankti Pétursborg. Ætla má að þessi upp- runi, auk úrvals í tiltölulega hafrænu loftslagi Svíþjóðar og Finnlands, bæti um leið aðlögun að íslensku veðurfari. Sænsku frægarðarnir eru ekki lengur nýttir og því hefur nær allt lerki gróðursett á Íslandi undanfarin 20 ár verið frá finnskum frægörðum. Framtíðin Sumir hafa efasemdir um skynsemi þess að halda áfram með ræktun rússalerkis hér á landi í ljósi hlýn- andi loftslags. Í þeim efnum þarf þó að skoða hvað gæti komið í staðinn og á meðan rússalerki er enn það besta sem við höfum til skógræktar á rýru landi er ótímabært að sleppa því. Evrópulerki hefur vöxt á réttum tíma að vori og ekki vantar vaxtarþróttinn en öll kvæmi sem reynd hafa verið verða fyrir miklum afföllum í æsku og nánast árvisst haustkal veldur því að trén sem lifa verða kræklótt. Tími evrópulerkis er því ekki kominn og kemur varla fyrr en októbermánuður er orðinn að mestu frostlaus. Unnið er að kynbótum lerkis á Íslandi. Staða þeirra er sú að kyn- blendingur valinna evrópulerki- og rússalerkitrjáa hefur sýnt mjög góðan vaxtarhraða og gott vaxtarform um allt land. Blendingurinn hefur hlotið yrkisheitið Hrymur og er nú unnið að því að auka fræframleiðslu á honum. Fjöldi plantna verður þó takmarkaður enn um sinn og því er áfram mælt með finnsku frægarðslerki. Þröstur Eysteinsson Skógrækt ríkisins Bestu lerkikvæmin Guttormslundur. Hrymur, Mosfelli. Vaðlaheiðargöng til- búin í desember 2016 Undirbúningsframkvæmdir eru þegar hafnar vegna gerðar Vaðla- heiðaganga. Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar: Bein aðför að dreifðum byggðum landsins Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur tillögur Samráðsvettvangs um aukna hagsæld beina aðför að hinum dreifðu byggðum í landinu og lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þeirra. Byggðaráðið telur tillögur gegn fámennum barnaskólum sérstaklega furðulegar og harð- neskjulegar. Á fundi byggðarráðsins var bókuð eftirfarandi ályktun: „Í til- lögum „samráðsvettvangsins“ felst bein aðför að búsetu í hinum dreifðu byggðum landsins. Tillögurnar vega að löggæslu, heilsugæslu og menntamálum á öllum skólastigum. Tillögurnar eru óskiljanlegar í ljósi þess að í kjölfar efnahagskrepp- unnar þá var niðurskurðarhnífi hins opinbera einkum beitt utan höfuð- borgarinnar. Hjá „samráðsvettvangnum“ kemur fram að mikil áhersla hafi verið lögð á breið sjónarmið innan hans, en augljóst er að sjónarmið landsbyggðarinnar hafa algerlega verið sniðgengin. Sérstaklega eru til- lögur gegn fámennum barnaskólum harðneskjulegar og furðulegt að telja að hópur manna í æðstu stigum þjóð- félagsins sammælist um að skerðing á grunnmenntun í dreifbýli geti verið ein forsenda hagvaxtar á Íslandi. Aðkoma forystumanna stjórnmálaflokka sem og Sambands íslenskra sveitarfélaga að þessari tillögugerð veldur vissulega áhyggjum.“

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.