Bændablaðið - 24.04.2013, Page 2

Bændablaðið - 24.04.2013, Page 2
Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 20132 Fréttir Hlutfall útgjalda til matvörukaupa samkvæmt nýjustu tölum Eurostat á árinu 2013 sýnir að Íslendingar verja 13% heildarútgjalda sinna til kaupa á matvörum en meðaltal ESB- ríkja er tæp 14%. Tölur Eurostat sýna hlutfall matvælakostnaðar í neyslu íbúa í 32 löndum í Evrópu. Evrusvæðið í heild er með hærra hlutfall en Ísland, sem er í 24. sæti á listanum, í flokki með Kýpur og Hollandi. Þessar tölur stangast mjög á við fullyrðingar Samtaka verslunar og þjónustu í fjölmiðlum að undanförnu um hlutfallslega hátt matvælaverð á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Í tölum Eurostat, sem miða við almenna neyslu fyrir utan húsnæðiskostnað, kemur fram að hlutfallið bæði innan ESB og á Evrusvæðinu er hærra en á Íslandi og á Evrusvæðinu út af fyrir sig er það ekki lægra en innan ESB í heild. Ísland er líka lægra en Finnland, Svíþjóð og Noregur. Þess má geta að útgjöld íslenskra neytenda til kaupa á íslenskum búvörum eru um 5,4% heildar útgjalda. Allt grænmeti, bæði innflutt og innlent, er 0,8% af heildarútgjöldum. Aðeins 8 lönd með lægra hlutfall Varðandi þau átta lönd sem eru með lægra hlutfall en Ísland má telja augljóst að Lúxemborg, sem er neðst á listanum sé án efa að njóta vegna smæðar sinnar nýtingar á þjónustu og af mannvirkjum öflugra nágrannaríkja. Hvað Bretland varðar má t.d. geta þess að enginn virðisaukaskattur er þar á nauðsynjavörur svo sem matvæli, og staða pundsins gagnvart evru kann líka að hafa töluverð áhrif á góða stöðu Breta á listanum. Landbúnaðarkerfi ESB stærsti útgjaldaliður sambandsins Evrópusambandið er með mjög öflugt styrktarkerfi við landbúnað (Common Agricultural Policy – CAP), sem er stærsti einstaki útgjaldaliður sambandsins. Á árinu 2010 var 31% af útgjöldum ESB vegna CAP. Öflug tollverndarstefna ESB ESB rekur einnig öfluga tollverndarstefnu gagnvart ódýrari framleiðslu frá ríkjum utan sambandsins. Er það m.a. til að vernda iðnað, fiskveiðar, umhverfi, heilsu og landbúnað sem er með hátt í 14 milljón bændur. Meðaltalstollurinn á landbúnaðarvörum hefur þó verið að lækka á undanförnum árum samkvæmt tölum Evrópuráðsins. Nokkur andstaða hefur þó komið upp í kreppunni á ESB-svæðinu gagnvart lækkun tolla, ekki síst á vörum frá þróunarlöndum vegna ótta við vaxandi samdrátt í landbúnaði innan ESB. Betri staða fyrir neytendur á Íslandi en í ESB Vegna CAP-landbúnaðar- kerfisins og tollvernda ESB er talið að evrópskir neytendur fái landbúnaðarvörur á lægra verði en annars mætti ætla. Samt er sambærilegt kerfi, sem sumir vilja leggja niður á Íslandi, að skila betri árangri til neytenda hérlendis en flest ESB-löndin geta státað af samkvæmt tölum Eurostat. Svisslendingar, sem eru í þriðja neðsta sæti á lista Eurostat, njóta umtalsverðs styrkjakerfis í matvælaframleiðslu sinni. Þar er eigi að síður þrepaskiptur virðisaukaskattur en samt aðeins frá 2,5% til 8%. Austurríki er einnig fyrir neðan Ísland þrátt fyrir tiltölulega háan virðisaukaskatt, eða 20%, á meðan Þýskaland er með 7% virðisaukaskatt á matvæli. Írar eru aftur á móti með 0% virðisaukaskatt á fjölmargar tegundir matvæla en annars frá 9% til 13,5% vsk. á þjónustu og 23% á aðrar vörur. Danmörk er með aðeins lægra kostnaðarhlutfall matvæla en Ísland þrátt fyrir sinn 25% virðisaukaskatt, en Danmörk er mikið matvælaframleiðsluland líkt og Ísland. Þá er Holland áttunda landið á listanum, næst fyrir neðan Ísland, með 6% virðisaukaskatt á valdar vörur en að öðru leyti 21% vsk. /EB/TB/HKr. Nýjar tölur Eurostat um hlutfall matvælakostnaðar í neyslu íbúa í 32 löndum í Evrópu: Tuttugu ESB-ríki eru með hærra hlutfall neysluútgjalda vegna matvæla en Ísland – Evrusvæðið í heild er einnig með hærra hlutfall en Ísland, sem er í 24. sæti á listanum Margir af bestu hestum og knöpum landsins munu fara á kostum á stórsýningu í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki laugardagskvöldið 27. apríl. Á sýningunni munu ræktunarbú sýna gullmola sína og afkvæmi þekktra stóðhesta leika listir sínar. Glæsihryssur verða kynntar til leiks og fjölbreytt atriði önnur verða í boði. Veitt verða peningaverðlaun fyrir fljótasta skeiðhestinn, glæsilegasta hest sýningarinnar og besta atriðið. Að lokinni sýningu verður dans- leikur á Mælifelli þar sem Hreimur og Rúnar Eff spila ásamt hljómsveit. Meðal gæðinga sem koma fram á sýningunni má nefna Korg frá Ingólfshvoli, sem var hæst dæmdi klárhesturinn 2012. Bragur frá Bjarnastöðum verður þar einnig, en hann var Íslandsmeistari í skeiði 2012. Þá koma stóðhestarnir Sólon frá Vesturkoti (9,5 tölt, 9 fyrir brokk, stökk og vilja og geðslag), Púkar tveir, frá annars vegar Lækjarbotnum og hins vegar Kálfholti, Grettir og Byr frá Grafarkoti mæta einnig og feðgarnir Þeyr frá Prestsbæ og Hlekkur frá Saurbæ, sem og 1. verðlauna hryssurnar Gáta frá Ytra- Vallholti og Kvika frá Leirubakka. Þá má nefna sýningu Mola- afkvæma frá Skriðu, afkvæma Sendingar frá Enni og afkvæma Dimmbláar frá Hafsteinsstöðum. Að auki verða glæsileg sýningaratriði frá fjölda landsþekktra knapa, atriði frá fulltrúum ungu kynslóðarinnar, sýningar reiðkennaraefna Hólaskóla, að ógleymdum húnvetnsku dívunum sem heiðra okkur með nærveru sinni. Fyrr um daginn fer fram kennslusýning reiðkennaraefna Hólaskóla í reiðhöllinni og opið hús verður í Hrímnishöllinni hjá Hrossaræktarbúinu Varmalæk, bæði föstudag og laugardag. Í Hrímnishöllinni verður m.a. nokkur fjöldi hrossa til sölu. Forsala aðgöngumiða er á N1 á Sauðárkróki og er miðaverð aðeins kr. 2.500. Tekið til kostanna: Hestadagar í Skagafirði ESB - samtals Rúmenía*** Litháen*** Kýpur** Lettland*** Króatía Eistland** Búlgaría*** Pólland** Portúgal** Ungverjaland*** Spánn** Grikkland** Slóvakía** Tékkland*** Slóvenía** Ítalía** Belgía** Frakkland** Malta** Finnland** ESB - Evrusvæðið Evrópska efnahagssvæðið Svíþjóð*** Noregur Kýpur** Ísland Holland** Danmörk*** Írland** Þýskaland** Austurríki** Sviss Stóra-Bretland*** Lúxemborg** * Hlutfall af neyslu án húsnæðiskostnaðar ** Evruríkin 17 *** ESB ríki án evru Nýjustu tölur Eurostat sýna glögg lega að hvorki aðild að Evrópu sambandinu né aðild að myntbandalagi Evrópu er að skila ESB þegnum lægra hlutfalli matvæla í neyslu útgjöldum en Íslendingar búa við í dag. Fyrir skömmu var gengið frá ráðningu Sigríðar Ólafsdóttur frá Víðidalstungu í Víðidal í hlutastarf sem ráðunautur í æðarrækt í stað Guðbjargar Helgu Jóhannesdóttur, sem gegndi áður því starfi hjá Bændasamtökum Íslands. Reiknað er með að á næstunni muni Æðarrræktarfélag Íslands, BÍ og RML skilgreina nánar starfs- svið hvers aðila varðandi málefni æðarræktarinnar í heild. Sigríður lauk meistaraprófi í búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands á liðnu ári og starfar að öðru leyti við rekstraráðgjföf hjá RML. Símanúmer Sigríðar er 516 5041 og 847 2684, netfang so@rml.is. Sigríður Ólafsdóttir Nýr ráðgjafi í æðarrækt Sáralítið afskrifað af lánum til bænda frá upphafi efnahagshrunsins 2008 fram á haust 2011: 94 milljarðar afskrifaðir hjá verslunar- og þjónustufyrirtækjum fyrstu þrjú ár eftir hrun Frá bankahruni og fram til september 2011 voru ríflega 165 milljónir króna afskrifaðar af lánum fjármálafyrirtækja til bænda. Á sama tíma voru tæpir 94 milljarðar króna afskrifaðar af lánum til verslunar- og þjónustufyrirtækja. Þá höfðu sjávarútvegsfyrirtæki fengið afskrifaðar tæpa 13 milljarða króna. Þetta kemur fram í skýrslum Eftirlitsnefndar um framkvæmd sértækrar skuldaaðlögunar. Sérstaklega var fjallað um stöðu bænda í skýrslu nefndarinnar sem birt var í september 2011. Í nýjustu skýrslu nefndarinnar, frá því í desember 2012, er vitnað í fyrri skýrslu og bent á að lítið sem ekkert hafi verið afskrifað af skuldum bænda. Ekki er fjallað sérstaklega um bændur að öðru leyti í skýrslunni frá í desember og verður því stuðst við fyrrnefnd gögn frá árinu 2011. Samkvæmt skýrslu nefndarinnar vekur athygli að aðeins um 6,5 prósent bænda voru talin í greiðsluvanda á þeim tímapunkti. Verðmæti jarða hugsanlega kerfisbundið ofmetið Þann 1. apríl 2011 voru flestir bændur í viðskiptum við Landsbankann, eða 1.600 talsins. Af þeim voru 65 taldir í greiðsluvanda. Landsbankinn hafði á þeim tímapunkti ekki klárað samninga við neinn þeirra. Næstflestir bændur voru í viðskiptum við Arion banka, eða 1.000. Af þeim töldust 86 vera í greiðsluvanda. Búið var að klára samninga við 33 þeirra og af þeim höfðu 6 fengið skuldir afskrifaðar. Þær skuldaafskriftir stóðu að baki þeim 165 milljónum sem nefndar eru hér í inngangi. Eftir því sem næst verður komist hefur Arion banki nú klárað samninga við nálega alla bændur sem töldust í greiðsluvanda en ekki liggja fyrir nýrri tölur um afskriftir. Fáir bændur voru í viðskiptum við Íslandsbanka eða Byr sparisjóð. Eignastaða flestra búa er yfirleitt sterk, sé tekið tillit til bókfærðra eigna. Þær eignir eru einkum bújörðin sjálf og framleiðsluréttur. Nefndin benti á að verðmat jarða hefði verið grundvallað á tiltölulega fáum sölum þar sem virði jarða var hátt. Sé verðmæti jarða kerfisbundið ofmetið þýðir það kerfisbundið ofmat á eiginfé. Því gæti eignastaða þeirra í raun verið verri en bókfært er. /fr

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.