Bændablaðið - 24.04.2013, Page 7

Bændablaðið - 24.04.2013, Page 7
Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 7 Líkt og ritstjóri boðaði fyrr í Bændablaðinu er ætlunin að birta frekar af vísum þeim sem fluttar voru á fjáröflunarsamkomu „Vina Tungnarétta“ í Aratungu 8. mars sl. Ekki verður þó unnt að birta allt efni þeirra hagyrðinga sem þar áttu um að véla, enda tæki það allt rúm vísnaþáttarins fram á mitt næsta ár. Í þessum þætti birtist því einvörðungu nokkuð af vísum þeirra Magnúsar Halldórssonar járnsmiðs á Hvolsvelli og Péturs Péturssonar „g-læknis“ á Akureyri. Aðrir þátttakendur voru auk stjórnandans Guðna Ágústssonar þeir Kristján Ragnarsson frá Ásakoti, Reynir Hjartarson reiðlistamaður Akureyri, Sigurjón Jónsson frá Skollagróf og Þórður Pálsson ráðunautur frá Sauðanesi. Pétur orti til sessunauta sinna „blíðlegar“ braghendur. Til Magnúsar orti Pétur: Magnús slekkur margra þörf á bekknum. Dylur ekki afrek sín, allvel þekkir hross og vín. Sigurjóni fagnar Pétur svo: Lítt í hófi löngum prófar skensið. Skollagrófarskálkurinn skæting óf í kveðskapinn. Og um Kristján: Sífellt otar sínum tota ljótum. Frá Ásakoti kræfur er. Kristján skotmark verður hér. Reyni frænda sínum semur Pétur svo: Reynir Hjartar höku- skartar toppi. Honum kvartað undan er ef í partý skellir sér. Og til Þórðar Pálssonar: Á Þórði fésið þykir spes með réttu. Sauðanesi sagður frá, síst mun vesen manninn hrjá. Auðvitað sendi Pétur völu að stjórnandanum Guðna: Framsóknargorgeirinn Guðna vex í, en gott er að muna vel eftir hinu, að líklega reynist hann langa á ný í lúsuga flatsæng með íhaldinu. Magnús afgreiddi hins vegar Húnvetninga svona heilt yfir, en lét Sunnlendinga vera: Ekki er margt sem Húnvetninga heftir, við hnútuköstin eru talsvert iðnir. Það verður af þeim voða lítið eftir ef vankantarnir eru burtu sniðnir. Það sýnist passa við suma enn sagan um öxina og jörðina, þó oft væru líka öndvegismenn innan um glæpahjörðina. Víst eru þarna vænstu menn, en vottar sjaldan fyrir hlýðni. En lygin virðist lifa enn þó lækki manndrápstíðni. Til Guðna Ágústssonar orti Magnús: Að afrekum sínum ennþá býr, er um þetta margt að heyra. Á sínum ferli kysst‘ann kýr kerlingar og jafnvel fleira. Hefur brokkað hátt með stert, hryggðar firrtur tárum, og mörgum sauðnum greiða gert Guðni á liðnum árum. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM L Formleg opnun var á Grillinu á Hótel Sögu á föstudag í síðustu viku eftir algera endurnýjun veitingastaðarins. Leitast var við að halda í sérkenni staðarins, sem hefur verið í rekstri í 50 ár. Grillið var að vísu prufukeyrt eftir endurbætur hinn 8. febrúar og var m.a. nýtt fyrir hina miklu matarhátíð Food and Fun í byrjun mars. Ingibjörg Ólafsdóttir, fram- kvæmda stjóri Radisson Blu Hótel Sögu, lýsti breytingunum á Grillinu fyrir gestum en þær voru orðnar mjög aðkallandi eftir 50 ára rekstur. Skipt var um alla glugga og gólfefni og breytt um liti þar sem enn eimdi eftir af litabreytingum sem gerðar voru á diskótímabilinu. Þá var bleikt, fjólublátt og svart ríkjandi á grillinu, þjónar gengu um í bleikum jökkum og bleikir dúkar hafðir á borðum. Óhætt er að segja að endurnýjunin á grill- inu hafi lukkast afar vel, en hún var í höndum Leifs Welding og Berglindar Berndsen. Litir eru mjög tónaðir niður í jarðlitum. Skreytingar í lofti njóta sín nú mun betur en áður. Þess má geta að búið er að setja hurð á suðurgafl Grillsins þannig að næsta skref er að gera myndar- legar svalir út á þak hótels- ins sem geta gefið staðnum stórkostlega viðbótarmögu- leika með því frábæra útsýni sem þarna er. Toppklassa starfsfólk Sigurður Helgason, yfir- matreiðslumaður Grillsins, galdraði fram ljúf- fenga rétti ásamt starfsfólki sínu þar sem valinn maður er í hverju rúmi. Með Sigurði í eld- húsinu starfa Atli Þór Erlendsson a ð s t o ð a r - matreiðslu maður og Hafsteinn Ó l a f s s o n matreiðslu maður. Báðir hafa þeir tekið þátt í Bocuse d'Or keppni m a t r e i ð s l u - meistara, eins og Þráinn Freyr Vigfússon sem líka starf- aði á Grillinu. Nú í vor er Sigurður sjálfur svo að fara í þessa frægustu keppni matreiðslumanna í heimi. Sigurður hóf feril sinn á veitinga- húsinu Perlunni árið 1998, var val- inn matreiðslunemi ársins árið 1999 og útskrifaðist með hæstu einkunn árið 2001. Á árunum 1999-2001 starfaði Sigurður hjá embætti forseta Íslands við veislu undirbúning undir sterkri leiðsögn Sturlu Birgissonar. Nú er hann á leið fyrir Íslands hönd á Bocuse d'Or, keppni matreiðslu- meistara í Lyon í Frakklandi sem er virtasta keppni matreiðslu- meistara í heimi. Veitingastjóri Grillsins er Jakob Már Harðarson, en hann hóf hann hóf nám sitt í framleiðslu í Grillinu á Hótel Sögu árið 1985 og lauk sveinsprófi í faginu þaðan þremur árum síðar. Jakob er hokinn af reynslu og eftir smá hlé við störf á öðrum veitingastöðum er hann aftur kominn á Grillið. /HKr. Grillið orðið enn glæsilegra en áður eftir miklar endurbætur – gamlar skreytingar fá þó að njóta sín að fullu og fagmannlega að öllu staðið Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Radisson Blu Hótel Sögu, Jakob Már Harðarson veitingastjóri og Sigurður breytingunum. -

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.