Bændablaðið - 24.04.2013, Side 12
Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 201312
Fréttir
„Sá sem ekki þyrfti að éta
yrði fljótt ríkur.“ Mig minnir
endilega að það hafi verið pabbi
sem lét sér þessa visku um munn
falla. Líklega er nokkuð til í
þessu hjá honum. Samkvæmt
tölum Eurostat verja Íslendingar
13 prósentum útgjalda sinna til
kaupa á mat- og drykkjarvörum.
Meðalfjölskyldan eyðir um
750.000 krónum á ári til kaupa
á matvöru samkvæmt gögnum
Hagstofunnar. Það mætti nota
þá aura í annað.
Þar sem ég bý í Vesturbæ
Reykjavíkur, nánar tiltekið
úti á Granda, bý ég svo vel
að hafa fjöldann allan af
matvöruverslunum í göngufæri.
Úti á Seltjarnarnesi er Hagkaups-
verslun sem opin er allan
sólarhringinn. Þangað er 430
metra gangur.
Í JL-húsinu við Hringbraut er
Nóatúnsverslun sem opin er til
miðnættis. Vegalengdin þangað
er 885 metrar. Hinum megin við
Hringbrautina er Víðisverslun
sem opin er til klukkan 23.00. Sé
haldið eilítið lengra til norðausturs
blasir við verslunin Iceland, opin
til klukkan 20.00. Hinum megin
götunnar er verslun Bónus. Sú
verslun er að jafnaði opin til
18.30. Steinsnar í norðaustur frá
Bónusversluninni stendur svo
verslun Krónunnar. Þar er hægt að
versla til klukkan 20.00 öll kvöld.
Vegalengdin í Krónuna frá heimili
mínu er 1,5 kílómetrar.
Ekki má svo gleyma því að rölti
ég í austurátt heiman að frá mér
rekst ég fljótlega á Melabúðina,
sem einnig er opin til klukkan
átta á kvöldin. Þangað þarf ég að
ganga 1,3 kílómetra leið, sem er
um það bil sama vegalengd og
heimreiðin heim að bæ foreldra
minna í Skagafirði.
Nú veit ég ekki hversu mörgum
manneskjum þessar verslanir
eiga að þjóna. Vissulega hef ég
komið í sumar þessar verslanir
þegar verið hefur örtröð í þeim
en oftar hefur það nú verið svo
að varla hefur verið köttur á kreiki
í verslununum. Ég hef líka ekki
orðið var við annað en að þessar
verslanir selji meira og minna
nákvæmlega sömu vörurnar.
Í skýrslu alþjóðlega
ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey
um Ísland sem kynnt var undir
lok síðasta árs kemur fram
að verslunarhúsnæði hér er
allt of mikið. Verslunarrými á
hvern íbúa hér á landi er 4,1
fermetrar samanborið við 2,1
fermetra í nágrannalöndunum,
Norðurlandaríkjunum og
Bretlandi. Þá er framlegð frá
verslunarrekstri mun minni en í
viðmiðunarlöndum okkar.
Þrjú fyrstu árin eftir
bankahrunið voru tæpir 94
milljarðar króna afskrifaðir af
lánum til fyrirtækja í verslun og
þjónustu. Lánum upp á tæpan 21
milljarð króna var á sama tíma
breytt í hlutafé í fyrirtækjunum.
Samtök verslunar og þjónustu
hafa undanfarið haft hátt um að
hag heimilanna sé best borgið
með því að lækka vörugjöld og
afnema tolla, meðal annars á
innflutta matvöru sem er í beinni
samkeppni við innlenda búvöru.
Þegar litið er til þess sem að
framan er rakið örlar nú á því að
mér finnist holur hljómur í þeim
málflutningi.
En skítt með það. Nú bíð ég
í ofvæni eftir því að Nettó og
Kostur finni sér húsnæði til að
opna verslanir í Vesturbænum.
Fjandinn hafi það, ég vil líka fá
Fjarðarkaup! Er ekki augljóst að
samkeppni er af hinu góða? /fr
STEKKUR
Ísland er eldfjallaeyja. Löng og
fjölbreytt gossaga landsins mark-
ar djúp spor í þjóðar vitundina
ekki síður en í jarðveginn sjálfan.
Áþreifanlegan vitnisburð um stór-
an hluta þessarar sögu er að finna
og sjá í jarðlögunum en aðgengi
fyrir almenning að slíku jarðvegs-
sniði hefur verið fremur fágætt.
Hörður Davíðsson, eigandi
Hótel Laka og ábúandi á Efri-Vík
í Landbrotinu, stóð fyrir því síðast-
liðið haust að grafið væri jarðhýsi
í Landbrotshólunum – skammt frá
Hótel Laka – í þeim tilgangi að
greiða götu ferðamanna að jarð-
lögum undanfarinna þúsund ára.
Markverðustu gosin með
sérkennileg goslög
Hörður segir að jarðhýsið sé frost-
frítt og rafvætt og sé því sýningar-
hæft allan ársins hring. „Þar má sjá
ummerki um gos í Landbrotinu í
meira en þúsund ár. Markverðustu
öskulögin hafa sín sérkenni.
Öræfagosið árið 1362 er ljósleitt,
lagið frá 1205 úr Veiðivötnum
(Ljótapolli) er grænleitt og
Kötlugosið 1918 er mjög þykkt.
Mörg önnur öskulög eru þarna
líka sem ég ekki þekki og væri vel
þegið að fá einhvern öskufróðan í
heimsókn til að setja þau í samhengi.
Við byggingu jarðhýsisins slóg-
um við tvær flugur í einu höggi.
Við ákváðum að grafa í gegnum
gamlan garð sem hefur hrunið fyrir
900 árum. Garðsbrotið sést vel í
jarðvegssniðinu. Fyrir um þúsund
árum var blómleg byggð hér fyrir
austan Landbrotshraunið sem hét
Skjaldbreið. Þetta hefur verið það
þróuð byggð að íbúar hennar hafa
talið þörf á að halda búsmala heima
og/eða halda honum frá byggðinni.
Byggðu þeir þá þennan garð sem
heitir Bjarnagarður og er hann ellefu
kílómetra langur, liggur frá Ásgarði
í norðri að Hraunkoti í suðri. Þetta
hefur verið með mestu mannvirkjum
Íslandssögunnar á þeim tíma. Fyrir
tveimur árum byggðum við Skúli
Jónsson þarna fimmtíu metra langan
garð sem við teljum að líkist hinum
forna garði.“
Fróðlegt fyrir leika og lærða
Hörður segist vera byrjaður að sýna
ferðamönum jarðhýsið, sem hann
kallar goslagabyrgi. „Það kom ekki
á óvart að jarðfræðimenntað fólk
hefur gaman af að skoða þetta en
það kemur skemmtilega á óvart
hvað hinn almenni ferðamaður
hefur mikinn áhuga á gossögunni
og Bjarnagarði.
„Vegna jákvæðra viðbragða
ætlum við að lengja jarðhýsið um
nokkra metra og fara dýpra niður
og vonandi niður fyrir þykkt lag
sem er eftir hamfarahlaup – ef til
vill það sem Jón Steingrímsson
sagði frá í eldritinu.
Svo eigum við eftir að setja
upp skilti sem sýnir legu og tilurð
Bjarnagarðs og fróðleik um hvernig
Landbrotshólarnir urðu til.“
Goslagabyrgið er öllum opið
án endurgjalds, ferðamönnum sem
öðrum.
/smh
Keypt og skorið
Goslögin í Landbrotinu til sýnis
– auk hins fornfræga Bjarnagarðs
Hér til vinstri á myndinni má sjá garðinn sem Hörður hefur reist eins og hann telur að Bjarnagarður gæti hafa verið.
Út frá honum sér í Goslagabyrgið og í gegnum það gengur hinn fornfrægi Bjarnagarður. Mynd / smh
Hörður Davíðsson stendur hér við goslögin í Goslagabyrginu. Ljósleita lagið
er talið vera úr Öræfagosinu árið 1362.
Bændurnir í Fjósatungu í Þing-
eyjarsveit, Ástþór Örn Árnason
og Svana Ósk Rúnarsdóttir, og
fjölskyldur þeirra vilja koma á
framfæri sínum bestu þökkum til
allra þeirra sem hafa stutt þau á
einn eða annan hátt síðustu vikur
vegna fráfalls litlu dóttur þeirra,
Lilju Dóru Ástþórsdóttur, þann
15. mars síðastliðinn.
Hjálpin skipti sköpum
Ástþór og Svana segja að hjálp,
hlýhugur og stuðningur í þeirra
garð hafi skipt sköpum.
Ómetanleg sé hjálp sveitunga
og annarra við bústörfin í
Fjósatungu, stuðningur í gegnum
styrktarreikning, samvera, símtöl,
kveðjur og góðar óskir.
Vaskur hópur rúningsmanna
Myndin var tekin af vöskum hópi
rúningsmanna sem tóku að sér að
rúninginn fyrir Fjósatungubændur
í mars en margir aðrir bændur,
nágrannar, vinir og velunnarar hafa
styrkt Ástþór og Svönu með ýmiss
konar aðstoð og framlögum eða lagt
hönd á plóg við bústörfin. Auk þess
hafa nokkrir boðist til að aðstoða í
komandi sauðburði, en í Fjósatungu
bera yfir 800 ær í vor.
„Það er ómetanlegt að finna
stuðninginn og samkenndina frá
bændum um land allt og raunar frá
fólki alls staðar úr samfélaginu,
kærar þakkir frá Fjósatungu.“
Kveðja og þakkir frá Fjósatungu