Bændablaðið - 24.04.2013, Page 22

Bændablaðið - 24.04.2013, Page 22
22 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 Skriðuklaustur einn af fjölsóttari áningarstöðum ferðamanna á Austurlandi: Um 20 þúsund gestir árlega og búist við að þeir verði fleiri í ár Skriðuklaustur er vinsæll áfanga- staður ferðalanga sem leið eiga um Austurland og þangað koma árlega um 20 þúsund ferðamenn, langflestir yfir sumartímann. Skúli Björn Gunnarsson, forstöðu maður Gunnars- stofnunar á Skriðu klaustri, segir að búist sé við miklum fjölda gesta á komandi sumri, en í lok síðasta sumars var opnað formlega minjasvæði á staðnum að lokinni einni umfangsmestu fornleifarannsókn síðari ára. Rannsóknin stóð í áratug, hófst árið 2002 og lauk í fyrrasumar með frágangi minjasvæðisins, en hún náði til rústa hins forna Ágústínusarklausturs sem stóð á staðnum á 16. öld og kirkjugarðs. Æ fleiri útlendingar Skúli Björn segir að fram til þessa hafi bróðurpartur þeirra sem sæki staðinn heim verið Íslendingar, en hin seinni ár hafi hlutfall þeirra erlendu ferðamanna sem leggja þangað leið sína vaxið. „Þeir eru að sækja í sig veðrið, sífellt fleiri erlendir gestir koma til okkar og það er ánægjulegt,“ segir hann, en m.a. hafa farþegar af skemmtiferðaskipum sem leggjast að á Austfjarðahöfnum viðkomu á Skriðuklaustri í hópferðum sem þeim standa til boða. Tvær klausturreglur störfuðu á Íslandi á miðöldum, Benediktsregla og Ágústínusarregla og er talið að alls hafi 9 klaustur verið starfrækt hér á landi en Skriðuklaustur var síð- asta klaustrið sem efnt var til á kaþ- ólskum tíma árið 1493. Grunnform klausturbygginga og kirkju voru í samráði við Fornleifavernd ríkisins (nú Minjastofnun Íslands) hlaðin upp í kjölfar uppgraftrar. Búið er að tyrfa veggi og ganga frá umhverfi með stígum úr viðarkurli. Þannig að hægt er að feta í fótspor þeirra sem dvöldu í klaustrinu fyrir 500 árum. Eins hefur útsýnispalli verið komið fyrir ofan við svæðið og fræðsluskiltum á íslensku og ensku. Minjasvæðið hefur aðdráttarafl „Við eigum von á að nýja minjasvæðið hafi mikið aðdráttarafl og laði að sér gesti. Margir hafa komið hér og fylgst með uppgreftrinum, en á meðan á honum stóð var boðið upp á leiðsögn um svæðið sem margir þáðu og höfðu gagn og gaman að. Nú geta gestir gengið um rústir hins forna klausturs sem hér var starfrækt á tímabilinu 1493-1554, gert sér í hugarlund hvernig daglegt líf var hér á staðnum og upplifað stemmninguna,“ segir Skúli Björn. „Þetta er stærsta frágengna fornleifasvæði á landinu og frá því gengið með öðrum hætti en fólk á að venjast. Við hlökkum til að sýna gestum svæðið næsta sumar.“ Í tengslum við opnun minja- svæðisins kom út bókin Sagan af klaustrinu á Skriðu eftir dr. Steinunni Kristjánsdóttur fornleifafræðing, en hún stýrði uppgreftrinum sem eins og áður segir var sá viðamesti sem ráðist hefur verið í um árabil. Skúli Björn segir að bókin hafi vakið verðskuldaða athygli, en í henni er saga staðarins rakin, sagt frá leitinni að klaustrinu og óvæntum niðurstöðum sem uppgröftur leiddi í ljós. Meðal þess sem í ljós kom við rannsóknina er að á Skriðu var ekki aðeins aðsetur munka með helgihald og heitum bænum, heldur var þar einnig skjól fyrir sjúka og dauðvona. „Bókin hefur fengið góðar viðtökur og hún vekur óneitanlega athygli á staðnum.“ Margt við að vera Skúli Björn bendir á að þó hið glæsilega minjasvæði hafi mikið aðdráttarafl sé ýmislegt fleira áhugavert að skoða á staðnum auk þess sem um hann fari ferðamenn sem leið eigi að Kárahnjúkum, inn að Snæfelli eða á aðra staði á hálendinu á austanverðu landinu. Skriðuklaustur í Fljótsdal liggur á milli hinna fornu höfuðbóla Valþjófsstaðar og Bessastaða. Þar reisti Gunnar Gunnarsson skáld stórhýsi sitt árið 1939 þegar hann sneri heim eftir rúmlega 30 ára dvöl í Danmörku. Hann dreymdi um að reka stórbúskap á Skriðuklaustri líkt og hann hafði kynnst á megin- landinu, en Gunnar hafði alla tíð mikla trú á íslenskum landbúnaði. Réðst hann í jarðabætur og beitti sér fyrir stofnun ræktunarsambands á Héraði. Búrekstur varð þó aldrei stór í sniðum, mest um 360 fjár, 10 hestar, 5 kýr, nokkrir nautgripir, svín og fiðurfénaður. Fjölskyldan flutti búferlum frá Skriðuklastri 1948 og gáfu Gunnar og Franzisca kona hans íslensku þjóðinni jörðina árið 1948. Margrétarsaga austur Gunnarsstofnun hefur frá árinu 2000 rekið menningar- og fræðasetur á Skriðuklaustri. Skúli Björn segir að áhersla sé lögð á að starfsemin sé lifandi og í boði eru sýningar af margvíslegu tagi, þar eru haldnir fyrirlestrar, tónleikar og aðrir viðburðir. „Aðsetur stofnunarinnar er hér á Skriðuklaustri, en starfs- vettvangurinn er allt Austurlandi og í raun allur heimurinn því að við erum m.a. að höndla með höfundarrétt að bókum Gunnars og í samskiptum við erlenda útgefendur,“ segir hann. Skúli Björn segir að í vor hefjist samstarf á milli Gunnarsstofnunar og Árnastofnunar og bindur miklar vonir við það. Skriðuklaustur verði einn af þeim stöðum sem fóstrar handrit í sumar í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar. Margrétarsaga, sem gæti hafa verið skrifuð í klaustrinu á Skriðu á sínum tíma verður þá til sýnis fyrir gesti. „Við hlökkum mjög til að sýna Margrétarsögu, það er verulegur fengur að því fyrir okkur að fá það austur til okkar, og mun falla vel að stórri sýningu sem við erum með um klaustrið og rannsóknina á því,“ segir hann. Veitingar úr héraði Skúli Björn segir að eins og vera ber á svo fjölsóttum ferðamannastað geti gestir notið veitinga, en á neðri hæð Gunnarshúss er veitingastaðurinn Klausturkaffi. Íslensk matargerð er þar í hávegum höfð og áhersla lögð á að nota hráefni úr heimabyggð, lambakjöt, hreindýrakjöt, hrútaber og lerkisveppi svo eitthvað sé nefnt. Allt sem á boðstólum er er heimabakað. Þá má nefna að Klausturkaffi framleiðir og selur matarminjagripi eins og fíflahunang, hvannarsultu og hrútaberjahlaup. Gamla borðstofan í Gunnarshúsi og sólstofan undir svölunum taka um 50 manns í sæti en á góðviðrisdögum er hægt að setjast út á suðurstétt og sleikja sólskinið með heimagerðum ís. Þá má nefna að á vegum Gunnarsstofnunar er rekin gesta íbúð á Skriðuklaustri, sem nefnist Klaustrið og er fyrir lista- og fræðimenn Mynd / Steingrímur Karlsson Mynd / SBG náttúrunnar.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.