Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 Ábendingar vegna ítölu í afréttinn Almenninga – að gefnu tilefni Nokkur blaðaskrif hafa orðið vegna ítölugerðar fyrir afréttinn Almenninga. Um þetta mál eru skiptar skoðanir og umræða því eðlileg. Því miður hafa villandi upplýsingar um okkar störf og niðurstöður einkennt umræðuna. Til að leiðrétta rangfærslur um ítölugerðina er best að vísa til hennar sjálfrar, en hana má finna á heimasíðu Bændasamtakanna (www.bondi.is). Þar eru einnig vistaðar tvær myndaskrár frá afréttinum sem tala sínu máli um ástand hans. Ítölugerð er í raun mat sem byggist á öllum tiltækum upplýsingum um viðkomandi land. Við vísum á bug ásökunum um að ekki hafi verið farið að lögum við ítölugerðina. Þvert á móti hefur þess verið gætt að vanda vinnubrögð og fara að gildandi afréttarlögum enda hafa tveir nefndarmanna, Ólafur R. Dýrmundsson og Sveinn Runólfsson, setið í flestum ítölunefndum sem skipaðar hafa verið undanfarin ár og Ólafur í öllum sem starfað hafa frá 1978. Grundvöllur ítölugerðar Í þessu sambandi er gott að rifja aðeins upp forsögu ítölugerðar á Íslandi. Frá miðri síðustu öld og fram undir aldamót var unnið mikið rannsóknastarf hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins á þessu sviði undir stjórn Ingva Þorsteinssonar, sérfræðings í gróður- og beitarfræðum, Gunnars Ólafssonar fóðurfræðings og fleiri. Með því starfi þeirra var reynt að nýta vísindalegar aðferðir til að meta beitilönd. Aðferðin fólst í því að meta gróðurþekju beitilanda og kortleggja einstök gróðursamfélög og mæla flatarmál þeirra. Uppskera og fóðurgildi beitargróðurs var einnig mælt. Þannig var hægt að reikna út heildargróðurþekju, gróðurþekju einstakra gróðursamfélaga, uppskeru á mismunandi svæðum og fóðurgildi uppskerunnar. Þetta er grundvallaratriði við mat á landi til beitar rétt eins og mat á stofnstærð fiskistofna er grundvallaratriði við mat á veiðiþoli þeirra. Þess utan er sjálfsagt að taka tillit til þátta svo sem ástands lands, jarðvegs, jarðvegsrofs, ójafnrar dreifingar fjár í beitilöndum o.s.frv. Slík viðbót á hins vegar ekki að útiloka grunnatriðin. Því miður var þessari nálgun Ingva og félaga ýtt til hliðar að frumkvæði Landgræðslu ríkisins árið 1999. Aðferðin var ekki fullkomin en það hefði mátt þróa hana og bæta og taka inn fleiri þætti. Ingvi og samstarfsmenn hans voru sjálfir byrjaður á slíkri vinnu. Þess má geta að umfangsmiklar beitartilraunir voru gerðar á 8. og 9. áratugum liðinnar aldar sem bættu miklu við hinn faglega grundvöll beitarþolsrannsókna. Með þessari aðgerð varð eldra beitarþolsmat fyrir Almenninga og aðra afrétti ógilt. Árið 1973 gerði Rannsóknar- stofnun land búnaðarins beitarþols- útreikninga fyrir Almenninga með þeirri aðferð sem að ofan er lýst. Þar var heildarflatarmál gróins lands á Almenningum gefið upp eins og það mældist á þessum tíma. Þessir útreikningar eru frumheimild um þekju gróðurlendis á Almenningum og því er vísað til hennar í ítölugerð okkar. Síðan þá hefur uppgræðsla verið stunduð á afréttinum og hann verið friðaður í rúm 20 ár. Gróðurþekja þar hefur því verið að aukast undanfarin ár og þar hefur hagstætt tíðarfar hjálpað mikið til auk friðunar afréttarins. Gróðurkortin sem nú eru notuð byggja þó enn á mælingum Ingva og félaga en nýjar loftmyndir hafa verið notaðar til að uppfæra kortin án vettvangsskoðunar. Einblínt á eina skýrslu Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri, sem skilaði séráliti í ítölunefndinni, hefur í sínu áliti lagt höfuðáherslu á skýrslu um Almenninga frá Landbúnaðarháskóla Íslands sem út kom árið 2011 og var gerð að beiðni Land græðslu ríkisins. Hann finnur að því að við notum þá skýrslu ekki nógu mikið. Við ætluðum ekki að gera þessa skýrslu sérstaklega að umtalsefni frekar en aðrar heimildir sem við notuðum. Það skal tekið fram að í skýrslunni er mikið af góðum upplýsingum. En vegna þessara aðfinnslna Sveins sjáum við okkur þó knúna til þess að nefna nokkur atriði sem við settum fyrir okkur. Í fyrsta lagi var skýrsla þessi gerð árið 2011, árið eftir gosið í Eyjafjallajökli. Á þessum tíma voru enn töluverð áhrif af öskufallinu undir Eyjafjöllum en landið hefur verið í stöðugri framför síðan. Í ferð okkar um afréttinn, í september 2012, sáum við að mikið hafði breyst miðað við lýsingar í skýrslunni. Það er í góðu samræmi við breytingar annars staðar undir Eyjafjöllum á þessum tíma. Í öðru lagi er í áðurgreindri skýrslu vitnað í mat Ingva og félaga á gróðurþekju Almenninga. Einhverra hluta vegna er ekki rétt vitnað í heimildina, heldur er í skýrslunni gefin mun minni gróðurþekja en í heimildinni stendur. Við göngum út frá því að þarna hafi orðið mistök en þessar tölur hafa eðlilega áhrif á það hvernig fjallað er um afréttinn í umræddri skýrslu frá 2011. Í þriðja lagi teljum við að of mikið sé horft til þess hvort land sé beitt eða ekki beitt. Við teljum að meira beri að líta til þess hvort beit sé mikil eða lítil. Afréttir víða um land hafa tekið miklum framförum undanfarin ár þrátt fyrir beit. Í skýrslunni segir að þarna megi engin kind ganga í sumarhögum og ekki heldur næstu áratugi. Þarf fólk ekki að hafa nokkuð sterkan faglegan grunn til að geta fullyrt svona nokkuð? En hvað þýðir það ef eftir þessu yrði farið? Jú, eftir nokkra áratugi verða flestir þeir sem þekkja afréttinn, kunna að smala hann og þekkja menninguna í kringum smalamennskurnar fallnir frá. Það er mikil þekking og menningararfur tengdur smalamennskum og fjallaferðum. Þá felur skýrslan frá 2011 ekki í sér beitarþolsmat eins og sums staðar hefur verið haldið fram. Skógur hefur verið að þéttast og breiða úr sér á Þórsmerkursvæðinu undanfarin ár. Við teljum það góða þróun en mjög þéttir birkiskógar eru nánast ófærir mönnum og skepnum. Við teljum farsælast ef hægt væri að halda landinu hæfilega opnu, þannig yrði til gott beitiland og útivistarsvæði. Skógurinn í Þórsmörk er t.d. víða farinn að hamla umferð um svæðið. Hófleg beit gæti hjálpað í þessu tilliti. Væg beit með vöktun Við ítölumatið reyndum við að taka tillit til sem flestra þátta er varða gróður, jarðveg og beit og vísum til innlendra og erlendra rannsókna. Við leggjum til mjög væga beit í upphafi, aðeins 50 tvílembur, með ýmsum skilyrðum. Meðal þeirra eru áframhaldandi uppgræðsla, vöktun á svæðinu og sérstök skilyrði um beitartíma og beitarfénað. Með vöktun á svæðinu er hægt að grípa inn í ef ástæða þykir til og fækka fénu eða friða aftur. Það má ekki gleymast að bændur á svæðinu eiga þarna beitarrétt og hafa unnið að uppbyggingu afréttarins með árangursríkri uppgræðslu og friðun í meira en 20 ár, tvöfalt lengur en samið var um. Guðni Þorvaldsson og Ólafur R. Dýrmundsson Úr Almenningum, uppgræðslusvæði fremst á mynd. Myndir / Guðni Þorvaldsson Almenningar hafa verið friðaðir í 20 ár. Frá Fergusonsafninu í Danmörku. Fergusonfélagsmenn: Fara víst til Danmerkur Umfjöllun um Fergusonfélagið á bls. 6 í síðasta Bændablaði og fundi þess í Króksfjarðarnesi vakti talsverða athygli. Var það ekki síst fyrir þá viðleitni félagsmanna að bjarga menn- ingarlegum verðmætum úr landbúnaðarsögu Íslendinga. Fergusonfélagið var reyndar stofnað 2007 og eru félagar nú rúmlega 180. Í greininni var sagt að hætt hefði verið við fyrirhugaða ferð félagsmanna til Danmerkur nú í maí vegna ónógrar þátttöku. Nýjustu fréttir herma hins vegar að nokkrir Fergusonfélagar, sennilega einir tíu talsins, hafi eftir allt saman haldið fast við fyrri áætlun og stefni ótrauðir í utanlandsferð til Danmerkur, hvað sem tautar og raular. Mun ætlunin að heimsækja þar stærsta Fergusonsafn í Norður- Evrópu. Þar prýða um 100 Ferguson-dráttarvélar sali safnsins svo eitthvað fá félagarnir að skoða. Fergusonsafnið var stofnað árið 2002. Í stórum sýningarsal er um helmingur þeirra 200 Ferguson-dráttarvéla sem eru í eigu safnsins. Þær spanna árgerðir frá 1940 til 1964 auk þess sem þar er að finna fjölmargar aðrar landbúnaðartengdar vélar. Á safninu kennir margra grasa. Þar má m.a. fræðast um það að Ferguson-dráttarvélar fóru að þjóna bændum eftir fyrri heimsstyrjöldina. Ferguson framleiddi þó ýmislegt fleira, m.a. fyrsta vélknúna farartækið sem komst á Suðurpólinn. Auk þess að skoða safnið geta íslenskir Fergusonfélagar notið matar og drykkjar í því sem Danirnir kalla „Gömlu hlöðuna“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.