Bændablaðið - 24.04.2013, Side 30
30 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013
Kýrnar á Hvassafelli í Eyjafjarðar-
sveit, þær Annabella, Kotasæla og
Kolla (Kodla), örkuðu prúðbúnar
um fjósið á dögunum, en konur úr
Kvenfélögunum í Eyjafjarðarsveit
eru ekki af baki dottnar. Þær tóku
sig til og prjónuðu þessar líka fínu
flíkur á kýrnar þrjár í tilefni af
Handverkshátíð 2013 sem haldin
verður að Hrafnagili dagana 9. til
13. ágúst í sumar.
Fleiri karlar en áður
Ester Stefánsdóttir framkvæmdastjóri
Handverkshátíðarinnar segir
undirbúning hafa hafist í janúar og
ganga vel. Fjöldi umsókna í ár var vel
á annað hundrað og er það svipaður
fjöldi og í fyrrasumar.
„Við tökum eftir því að í hópi
umsækjenda eru margir nýir
sýnendur sem ekki hafa verið hér
áður og það er líka ánægjulegt
að á meðal umsækjenda eru fleiri
karlmenn en áður,“ segir Ester.
Á liðnu sumari var haldið upp
á 20 ára afmæli hátíðarinnar með
pompi og prakt og voru sýnendur þá
82 talsins og heimsóknir gesta voru
um 20 þúsund.
Góðar fyrirsætur
Í fyrrasumar prjónuðu kvenfélags-
konur í Eyjafjarðarsveit „klæði“
utan um dráttarvél en nú í sumar
verða það kýrnar á Hvassafelli sem
njóta góðs af prjónaáhuga þeirra.
Þær nýta sama garnið og notað
var utan um dráttarvélina en fengu
að auki smá bút úr hinum fræga
Siglufjarðar-, Héðinsfjarðar- og
Ólafsfjarðartrefli. Bæði kýr og
kvenfélagskonur voru ánægðar með
árangurinn og tóku þær Annabella,
Kotasæla og Kolla sig vel út í
fyrirsætustörfunum. Þær munu svo
spóka sig í nýju prjónaflíkunum
á Handverkshátíðinni á komandi
sumri.
Á eftir var skálað í fíflavíni frá
Þóru Hjörleifsdóttur og borðaður afar
gómsætur heimagerður Hvassabrie
frá þeim hjónum Guðrúnu og
Tryggva í Hvassafelli. Að venju
voru það kven félögin Hjálpin, Iðunn
og Aldan-Voröld í Eyjafjarðar sveit
sem stóðu fyrir uppákomunni
í Hvassafells fjósinu ásamt
framkvæmdastjóra Handverks-
hátíðar, Ester Stefánsdóttur.
/MÞÞ
Undirbúningur fyrir Handverkshátíð 2013 þegar hafinn:
Kýrnar á Hvassafelli prúðbúnar í nýjum prjónaflíkum
– vel á annað hundrað umsóknir frá væntanlegum sýnendum
Annabella, Kotasæla og Kolla, kýr frá bænum Hvassafelli í Eyjafjarðarsveit, hafa fengið nýjar prjónaflíkur sem þær
frumsýndu í fjósinu heima á dögunum. Þær munu svo spóka sig í þessum nýja klæðnaði á Handverkshátíðinni í sumar.
Hún er greinilega skrautleg, sumartíska eyfirskra kúa.