Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 Kýrnar á Hvassafelli í Eyjafjarðar- sveit, þær Annabella, Kotasæla og Kolla (Kodla), örkuðu prúðbúnar um fjósið á dögunum, en konur úr Kvenfélögunum í Eyjafjarðarsveit eru ekki af baki dottnar. Þær tóku sig til og prjónuðu þessar líka fínu flíkur á kýrnar þrjár í tilefni af Handverkshátíð 2013 sem haldin verður að Hrafnagili dagana 9. til 13. ágúst í sumar. Fleiri karlar en áður Ester Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Handverkshátíðarinnar segir undirbúning hafa hafist í janúar og ganga vel. Fjöldi umsókna í ár var vel á annað hundrað og er það svipaður fjöldi og í fyrrasumar. „Við tökum eftir því að í hópi umsækjenda eru margir nýir sýnendur sem ekki hafa verið hér áður og það er líka ánægjulegt að á meðal umsækjenda eru fleiri karlmenn en áður,“ segir Ester. Á liðnu sumari var haldið upp á 20 ára afmæli hátíðarinnar með pompi og prakt og voru sýnendur þá 82 talsins og heimsóknir gesta voru um 20 þúsund. Góðar fyrirsætur Í fyrrasumar prjónuðu kvenfélags- konur í Eyjafjarðarsveit „klæði“ utan um dráttarvél en nú í sumar verða það kýrnar á Hvassafelli sem njóta góðs af prjónaáhuga þeirra. Þær nýta sama garnið og notað var utan um dráttarvélina en fengu að auki smá bút úr hinum fræga Siglufjarðar-, Héðinsfjarðar- og Ólafsfjarðartrefli. Bæði kýr og kvenfélagskonur voru ánægðar með árangurinn og tóku þær Annabella, Kotasæla og Kolla sig vel út í fyrirsætustörfunum. Þær munu svo spóka sig í nýju prjónaflíkunum á Handverkshátíðinni á komandi sumri. Á eftir var skálað í fíflavíni frá Þóru Hjörleifsdóttur og borðaður afar gómsætur heimagerður Hvassabrie frá þeim hjónum Guðrúnu og Tryggva í Hvassafelli. Að venju voru það kven félögin Hjálpin, Iðunn og Aldan-Voröld í Eyjafjarðar sveit sem stóðu fyrir uppákomunni í Hvassafells fjósinu ásamt framkvæmdastjóra Handverks- hátíðar, Ester Stefánsdóttur. /MÞÞ Undirbúningur fyrir Handverkshátíð 2013 þegar hafinn: Kýrnar á Hvassafelli prúðbúnar í nýjum prjónaflíkum – vel á annað hundrað umsóknir frá væntanlegum sýnendum Annabella, Kotasæla og Kolla, kýr frá bænum Hvassafelli í Eyjafjarðarsveit, hafa fengið nýjar prjónaflíkur sem þær frumsýndu í fjósinu heima á dögunum. Þær munu svo spóka sig í þessum nýja klæðnaði á Handverkshátíðinni í sumar. Hún er greinilega skrautleg, sumartíska eyfirskra kúa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.