Bændablaðið - 24.04.2013, Side 31

Bændablaðið - 24.04.2013, Side 31
31Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 1. Hver er afstaða framboðsins til tolla og innflutningsgjalda á innfluttar landbúnaðar- vörur sem eru í samkeppni við innlenda búvöru? Dögun hefur ekki mótað sér stefnu varðandi þetta. Þó er hægt að fullyrða í samræmi við landbúnaðarstefnu okkar að endurskoðun á tollum eigi að taka mið af framtíðarsýn og fæðuöryggi þjóðarinnar. 2. Hver er afstaða framboðsins gagnvart hugsanlegum innflutningi á lifandi dýrum og/eða hráum, ómeðhöndluðum dýra- afurðum? Dögun hefur ekki beint mótað stefnu um þetta. Dögun er þó mjög umhverfissinnað stjórnmálaafl sem vill fara mjög varlega í allar breytingar á lífríki. Dögun tekur skýra afstöðu gegn erfða- breyttum eða klónuðum dýrum eða fóstur- vísum ásamt því að vilja setja skýrar reglur um innihald lyfja og eiturefna í dýrum og innfluttum afurðum. 3. Telur framboðið nauðsynlegt að tryggja fæðu- og matvælaöryggi landsins? Ef svo, með hvaða hætti verður það best gert? Í landbúnaðarstefnu Dögunar segir: „Dögun vill efla dreifbýlið og leggur áherslu á að búsetuskilyrði verði bætt á lands- byggðinni. Allir eiga rétt á að lifa verðugu lífi án tillits til búsetu, enda er blómleg byggð og innlend framleiðsla ein af grunnstoðum íslensks samfélags.“ Þá vill Dögun efla nýliðun og frelsi bænda til athafna, fara frá eininga- og fram- leiðslutengdu styrkjakerfi yfir í landnytja- og búsetustyrki, draga úr miðstýringu með einfaldara regluverki og færri milliliðum. Slíkar breytingar stuðla að auknu frelsi bænda til athafna og að ákveða sjálfir hvað þeir framleiða. Dögun vill stuðla að lífrænni ræktun sem gefur færi á markaðssókn með hágæðavörur, stórefla ylrækt og kornrækt með því að nýta umframorku frá virkjunum og endurskoða heildsöluverð á raforku til bænda og íbúa kaldra svæða. Einnig að aldagamall nytjaréttur bænda til sjósóknar verði virtur. Dögun leggur sérstaka áherslu á að grund- vallar fæðuöryggi þjóðarinnar verði aldrei sett í fjötra einkaleyfa fjölþjóðafyrirtækja á einn né neinn hátt. 4. Hvaða leið vill framboðið fara varð- andi aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið? Er framboðið fylgjandi eða andvígt aðild að sambandinu? Við leggjum áherslu á opið og lýðræðislegt ferli, óháða upplýsingagjöf og fræðslu og treystum þjóðinni til að ráða niðurstöðunni. Ef aðildarviðræðum verður ekki lokið fyrir sam- þykkt nýrrar stjórnarskrár og þjóðin ákveður að hætta aðildar viðræðum í samræmi við 66. grein frumvarps Stjórnlagaráðs munum við styðja þá niðurstöðu. Að öðrum kosti verði aðildarviðræður við Evrópusambandið kláraðar og niðurstaðan borin undir þjóðar- atkvæði. Hver er afstaða framboðanna til landbúnaðarmála? Nokkrar spurningar lagðar fyrir öll framboðin Bændablaðið sendi öllum þeim framboðum sem bjóða fram lista vegna alþingiskosninganna 2013 fjórar spurningar er varða afstöðu þeirra til landbúnaðarmála. Öll framboðin voru spurð sömu spurninganna og óskað var eftir hnitmiðuðum svörum í stuttu máli. Einnig var öllum framboðunum gefinn sami frestur til að svara. Svör bárust frá öllum framboðum nema flokknum Sturlu Jónssyni. Vonast er til að að lesendur verði einhverju nær um afstöðu þessara framboða varðandi þau mál er spurt var um. Í svörum framboðanna kemur vissulega fram ólík afstaða til sumra spurninganna. Það kemur samt ekki í ljós fyrr en búið verður að telja upp úr kjörkössunum eftir kosningarnar laugardaginn 27. apríl hvaða slagkraft framboðin munu hafa til að koma sínum sjónar- miðum áfram í sölum Alþingis. 1. Hver er afstaða framboðsins til tolla og innflutningsgjalda á innfluttar land- búnaðarvörur sem eru í samkeppni við innlenda búvöru? Í stefnuskrá Lýðræðisvaktarinnar kemur þetta fram: „Markmiðið er að hér verði rekinn markaðsvænn landbúnaður. Miða skal að því landbúnaðurinn fullnægi innanlandsmarkaði.“ Landbúnaður í öllum samkeppnis- löndum nýtur verulegra styrkja eða tolla- verndar. Íslenskur landbúnaður verður að búa við sömu kjör. Hvort stuðningur verður í formi beinna styrkja og eða tolla fer m.a. eftir því hvort Ísland gengur í Evrópusambandið. Íslenskur landbúnaður verður að byggja á að framleiða gæðavörur. Okkar trú er að gæði og að varan sé af heimslóð verði það sem íslenskir neytendur leggi aðal- áherslu á. 2. Hver er afstaða framboðsins gagn- vart hugsanlegum innflutningi á lifandi dýrum og/eða hráum, ómeðhöndluðum dýraafurðum? Nauðsynlegt er að tryggja að hingað berist ekki sjúkdómar eða veirur. Lýðræðisvaktin telur að í þessum efnum eigi að fara eftir faglegri og vísindalegri þekkingu og rökum, og að varúðarregla eigi að vera í gildi. Í því getur einnig falist það mat, að óhætt sé t.d. að flytja inn t.d. gæludýr, sem staðfest er að hafi verið rannsökuð og bólusett erlendis. Sama getur gilt um dýraafurðir, en fyllsta aðgæsla verður að vera í heiðri höfð. 3. Telur framboðið nauðsynlegt að tryggja fæðu- og matvælaöryggi landsins? Ef svo, með hvaða hætti verður það best gert? Já, fæðu- og matvælaöryggi á að tryggja. Það verður best gert með því að framleiðsla á hverjum tíma fullnægi innanlandsamarkaði. Stuðningur þarf því að vera við greinina þannig að þetta markmið sé tryggt. Mikið vantar á að þetta sé uppfyllt t.d. hvað varðar framleiðslu á grænmeti og ávöxtum, sem flutt er inn í stórum stíl. Hátt raforkuverð háir ylrækt á sama tíma og niðurgreitt rafmagn er selt til stóriðju. Lýðræðisvaktin vill beina raforku framleiðslu framtíðarinnar til nota á innanlandsmarkaði. 4. Hvaða leið vill framboðið fara varðandi aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið? Er framboðið fylgj- andi eða andvígt aðild að sambandinu? Lýðræðisvaktin vill að ákvörðun um inngöngu í ESB verði ekki tekin nema í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu í samræmi við ákvæði nýrrar stjórnarskrár. Við viljum ljúka yfirstandi viðræðum og leggja þann samning fyrir þjóðina. Einstaklingar innan okkar raða hafa mismunandi afstöðu til aðildar en við erum fullkomlega sammála um þessa leið. Dögun ALÞINGISKOSNINGAR 2013

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.