Bændablaðið - 24.04.2013, Qupperneq 34
34 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013
1. Hver er afstaða framboðsins til
tolla og innflutningsgjalda á innfluttar
landbúnaðar vörur sem eru í samkeppni
við innlenda búvöru?
Stuðla skal að lækkun tolla með gagn-
kvæmum fríverslunarsamningum, en gæta
jafnframt að stöðu innlendrar landbúnaðar-
framleiðslu.
2. Hver er afstaða framboðsins gagn-
vart hugsanlegum innflutningi á lifandi
dýrum og/eða hráum, ómeðhöndluðum
dýraafurðum?
Flokkur heimilanna hafnar slíkum inn-
flutningi.
3. Telur framboðið nauðsynlegt að tryggja
fæðu- og matvælaöryggi landsins? Ef svo,
með hvaða hætti verður það best gert?
Já. Með því að koma til móts við heimili
bænda og fyrirtæki þeirra með því að stöðva
yfirtöku fjármálastofnana og afborganir af
gengis- og verðtryggðum neytendalánum
uns dómsniðurstaða fæst um lögmæti
lánanna. Á meðan séu samningsvextir
greiddir af lánum. Dæmist lánin ólögleg
þurfa fjármálastofnanir að greiða oftekna
vexti og verðbætur ásamt skaðabótum til
þeirra sem hraktir hafa verið frá jörðum
sínum og eignum.
Garðrækt er að takast á við nýja tíma
með stórkostlegum aukningu framleiðslu
á innanlandsmarkað, þrátt fyrir samkeppni
við tollfrjálsan innflutning og hyggur á
útflutning. Það hefur verið gert með því að
koma til móts við markaðinn með verulega
bættri framleiðslu.
Kornrækt með repju- og nepjurækt býður
upp á mikla möguleika, sem þegar er búið
að sýna fram á að getur verið hagkvæm og
tengist fæðu- og matvælaöryggi landsins.
Byggja þarf upp fóður- og þurrkunarstöðvar
með úrvinnslumöguleikum, sem tryggi
verslunarmöguleika á landsvísu með
stuðningi ríkisins. Rafmagnsframleiðslu
heimarafstöðva á að gera hagkvæma
með lagfæringu á rafmagnsverðinu,
þannig að greiðslur fyrir orkuna hækki,
en flutningsverðið lækki samsvarandi
af þessari framleiðslu, sem myndi
leggja grunn að betri fjárhagsafkomu
þeirra bænda, sem myndi nýtast til
landbúnaðarframleiðslunnar.
4. Hvaða leið vill framboðið fara
varðandi aðildarviðræður Íslands við
Evrópu sambandið? Er framboðið fylgj-
andi eða andvígt aðild að sambandinu?
Láta kjósa um framhald viðræðna. Flokkur
heimilanna er andvígur aðild.
1. Hver er afstaða framboðsins til tolla
og innflutningsgjalda á innfluttar land-
búnaðarvörur sem eru í samkeppni við
innlenda búvöru?
Húmanistaflokkurinn telur að tollar og
innflutningsgjöld séu eðlileg með það að
markmiði að verja íslenskan landbúnað.
2. Hver er afstaða framboðsins gagn-
vart hugsanlegum innflutningi á lifandi
dýrum og/eða hráum, ómeðhöndluðum
dýraafurðum?
Við teljum að landbúnaðurinn eigi að njóta
góðs af vafanum varðandi þá áhættu sem
fylgir innflutningi dýra og innflutning á
hráu kjöti.
3.Telur framboðið nauðsynlegt að tryggja
fæðu- og matvælaöryggi landsins? Ef svo,
með hvaða hætti verður það best gert?
Húmanistaflokkurinn telur það vera grund-
vallarmál að tryggja fæðu- og matvæla-
öryggi í landinu. Það verður gert með því
að vera í góðu samstarfi við framleiðendur
í landbúnaði og á öðrum sviðum þar sem
matvæli eru framleidd og og búa þessum
aðilum góð starfsskilyrði.
4. Hvaða leið vill framboðið fara
varðandi aðildarviðræður Íslands við
Evrópusambandið? Er framboðið fylgj-
andi eða andvígt aðild að sambandinu?
Húmanistaflokkurinn er andvígur inn-
göngu Íslands í Evrópusambandið og vill
að hætt verði viðræðum um aðild að því.
Hins vegar teljum við að það ætti að setja
spurninguna um áframhaldandi viðræður
í þjóðaratkvæðagreiðslu því það er mikil-
vægt að þjóðarsátt ríki um þá stefnu sem
tekin verður. Þessa þjóðaratkvæðagreiðslu
ætti að hafa við fyrsta tækifæri eftir að þing
kemur saman.
HúmanistaflokkurinnFlokkur heimilanna
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
Ný lög um búfjárhald og velferð dýra:
Skilvirkari viðbrögð við illri meðferð á dýrum
– allt eftirlit með velferð dýra nú hjá Matvælastofnun
Undir lok þinghalds á Alþingi á
dögunum voru ný lög um velferð
dýra samþykkt og sömuleiðis voru
þá samþykkt ný lög um búfjárhald.
Með þessum nýju lögum hefur
allt eftirlit með velferð dýra verið
fært til Matvælastofnunar (MAST)
og sömuleiðis heyrir málaflokkur
dýravelferðar nú allur undir
eitt ráðuneyti; atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneyti. Áður var
dýraverndin hjá Umhverfisstofnun –
undir umhverfisráðuneytinu. Lögin
taka gildi um næstu áramót, en
fimmtudaginn 16. maí nk. mun verða
efnt til kynningarráðstefnu um þessi
nýju heildarlög og verður hún auglýst
nánar með dagskrá er nær dregur.
Sigurborg Daðadóttir er
yfirdýralæknir hjá MAST og mun
bera ábyrgð á eftirliti með þessum
málaflokkum með gildistöku nýju
laganna. „Með nýjum lögum verður
stjórnsýslan einfölduð til muna, öll
stjórnsýsla um málefni dýravelferðar
verður undir einu ráðuneyti og einni
stofnun. Þetta mun hraða afgreiðslu
mála og viðbrögð við illri meðferð
dýra ættu að verða skilvirkari. Fyrra
fyrirkomulag fól í sér aðkomu tveggja
ráðuneyta, tveggja stofnana, allra
sveitarfélaga og allra lögregluumdæma
landsins. Sveitarfélög munu með nýjum
lögum ekki hafa neina aðkomu að
dýravelferðar málum nema sem eigandi
villtra og hálfvilltra dýra (ómerkt dýr
sem ganga laus) – auk þess að taka týnd
dýr í vörslu sína. Lögreglan mun áfram
gegna hlutverki varðandi tilkynningar
um neyðartilvik og þar sem beita þarf
þvingunum við aðgerðir. Núverandi
búfjáreftirlit verður samtvinnað öðru
eftirliti Matvælastofnunar, bændur fá
þá aðeins einn eftirlitsaðila varðandi
fóður, fjölda gripa, merkingar,
heilbrigði og velferð dýra – auk
úttekta vegna matvælaframleiðslu.
Langur aðdragandi
að betri lögum
Aðdragandi nýrra laga er langur, að
sögn Sigurborgar. Í kjölfar áskorana
sem komu frá Dýraverndarráði, árið
2006, og Dýralæknafélagi Íslands,
árið 2007, samþykkti þáverandi
umhverfisráðherra að skipa nefnd til
að endurskoða lög varðandi velferð
dýra. Fljótlega varð nefndin sammála
um að eftirlitið ætti að færast á
eina hendi, til Matvælastofnunar,
sem hefði bestu fagþekkingu á
málaflokknum. Þetta tafði vinnu
nefndarinnar nokkuð því ráðuneytin
(umhverfisráðuneyti og landbúnaðar-
og sjávarútvegsráðuneyti) þurftu
að ganga frá samkomulagi þessa
efnis og nefndin var endurskipuð í
kjölfarið. Nefndin leitaði fyrirmynda
í nágrannalöndum okkar. Noregur
var með ný lög – og er EFTA-ríki
eins og Ísland – og því var ákveðið
að hafa norsku lögin sem fyrirmynd
enda fannst nefndarmönnum margt
mjög gott í þeim. Nefndin skilaði
einróma tillögum að frumvarpi
sumarið 2011, það fór í opna umsögn
þá um sumarið. Ráðuneytið lagði
frumvarpið fram nokkuð breytt
haustið 2011, breytingarnar vöktu
sterk viðbrögð í samfélaginu og var
frumvarpið lagt aftur fram 2012 og þá
að mestu búið að taka út breytingarnar
sem gerðar höfðu verið á tillögum
nefndarinnar. Í meðförum Alþingis
var tekið tillit til fjölmargra umsagna
sem bárust, m.a. var hætt við að
krefjast leyfisveitingar til dýrahalds
en í stað þess kom skylda til standast
úttekt Matvælastofnunar áður en
starfsemi hæfist í umfangsmiklu og
tæknivæddu dýrahaldi. Einnig voru
gerðar breytingar á greinum sem fjalla
um aðgerðir stjórnvalda, þær gerðar
skýrari, þannig að dýraeigendum væri
ljóst við hverju þeir mættu búast ef
lögin yrðu brotin og ákæruvaldinu
gerð vinnan einfaldari. Einnig var
tekið út ákvæði í frumvarpinu þess
efnis að skerða mætti opinberar
greiðslur til þeirra bænda sem ítrekað
brjóta lögin. Í heildina er ég sátt við
nýju lögin, fjölmörg nýmæli eru í
þeim – dýrum til bóta.“
Dýr eru skyni gæddar verur
„Stærsta efnislega breytingin á
lögunum er að í þeim er viðurkennt
að dýr séu skyni gæddar verur, það
þýðir að dýr finna til bæði líkamlega
og andlega, þess vegna setjum við
reglur um umgengni okkar við dýr.
Með þeim er skýrt hver ber ábyrgð
á dýrunum; að hugsað sé vel um
þau og þeim komið til hjálpar, hvort
heldur þau séu gæludýr, eldisdýr eða
villt dýr – og bannað verður að fara
illa með dýr. Grasbítar skulu fá að
bíta gras, dýr skulu fá tilhlýðilega
umönnun við sjúkdómum eða slysum
m.a. er dýraeigendum gert skylt að
koma upp útbúnaði svo hægt sé að
annast um dýr og meðhöndla þau.
Bannað verður að hafa samræði
eða önnur kynferðismök við dýr,
ekki má nota lifandi dýr sem fóður,
agn eða skotmark við æfingar og
dýraat verður bannað. Skýrt verður
hvað má ekki gera við dýr og hvað
má gera við dýr og með hvaða
skilyrðum. Einnig verður skýrt hver
má gera hvað. Það verður því t.d.
refsivert að bóndi taki upp á því að
gefa nýfæddum lömbum og kálfum
sprengitöflur sem gömul frænka
átti. Drekking dýra verður bönnuð
en þó með þeirri undantekningu að
heimilt verður að drekkja minkum í
skipulögðum aðgerðum stjórnvalda.
Þá verður bannað að aflífa dýr sem
skemmtiatriði eða í keppni. Bannað
verður að sleppa dýrum sem alist
hafa upp hjá mönnum út á guð og
gaddinn, svo einhver efnisleg nýmæli
séu nefnd.“
Sigurborg segir að nýju lögin setji
rammann og reglugerðum sé síðan
ætlað að útfæra nánar, t.d. í sambandi
við það að grasbítum sé tryggð beit.
„Í reglugerð yrði t.d. kveðið á um
aldur, svo sem að kálfar yngri en
x-mánaða í upphafi beitartímabils og
graðnaut þurfi ekki að setja út á beit.
Einnig yrði þar ákvæði um tímalengd
beitar að lágmarki og þá ekki síst
með keppnis- eða hestaleiguhross
í huga.“
Betri þvingunarúrræði gagnvart
vanrækslu
Á undanförnum misserum hafa
komið upp nokkur erfið mál þar
sem sannarlega hefur átt sér stað ill
meðferð á dýrum og búfé. Erfiðlega
hefur gengið að taka á slíkum málum
með viðunandi úrræðum en að sögn
Sigurborgar verða Matvælastofnun
færð verkfæri með nýjum lögum til
að taka skipulega á slíkum málum,
sem séu þó afar breytileg að efni og
umfangi. „Þessi mál geta spannað allt
frá illri meðferð eins gæludýrs upp í
viðvarandi illa meðferð á þúsundum
dýra. Áhrifamesta verkfærið er án
efa sektir, það er bæði gömul saga
og ný að peningar skipta miklu máli
til að ná fram breyttri hegðun fólks.
Matvælastofnun mun geta sektað
fyrir brot sem átt hefur sér stað
og uppgötvast t.d. ekki fyrr en við
slátrun. Það er jú of seint að krefjast
úrbóta þegar dýrin eru dauð, dæmi um
þetta er ef of þétt hefur verið á dýrum
eða þegar dýr hafa liðið þjáningar,
t.d. þegar lambhrútar og kálfar eru
geltir án deyfingar – að ógleymdum
grísunum. Þá er sekt áhrifarík refsing
að mínu mati. Þar sem er viðvarandi
vanræksla á dýrum, t.d. í nokkrum
málum sem komið hafa upp á síðustu
misserum, er stjórnsýslan einfölduð
með nýjum lögum. Málin verða
alfarið á hendi Matvælastofnunar
og hún getur beitt dagsektum eða
látið vinna verk á kostnað eiganda.
Síðasta úrræðið er svo að taka dýrin
af fólki, það verður alfarið á hendi
Matvælastofnunar, ekki þarf að
leggja það fyrir lögreglustjóra til
ákvörðunar eins og nú er.“ /smh