Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 Ungir bændur Ljós í glugga Á ferð um landið horfi ég oft heim að bæjum, tel bæi með ljós í glugga og hugsa um hve margir búi í héraðinu sem ég ek um. Þá fer ég að hugsa um hvers konar samfélag við viljum hafa í kringum okkur. Hversu langt eigi að ganga í hagræðingu og stækkun eininga. Hvert viljum við stefna? Viðvarandi fólksfækkun er í byggðum landsins. Jafnframt er byggðin að verða einsleitari, þar sem aðeins örfáar atvinnugreinar bera uppi fámenna byggð. Það eru mannréttindi að geta búið á t.d. sínum heimaslóðum og stundað þar atvinnu við sitt hæfi, út frá menntun og reynslu. Það er skylda samfélagsins að skerða ekki þessi réttindi. Grunnstoðir byggðar í landinu eru samgöngur, heilbrigðisþjónusta og menntun. Einnig má nefna þætti eins og jöfnun flutningskostnaðar. Þegar grunnþættir þjónustu eru til staðar skapast aðstæður fyrir fólk að byggja upp fjölbreytta þjónustu og atvinnu. Hægt er að horfa til þess að ef aldursskipting sveitarfélags er orðin á þá leið að stór hluti íbúa er yfir miðjum aldri þá getur orðið erfitt og nánast sligandi fyrir sveitarfélög að halda úti grunnskóla. Það getur orðið til þess að fjölskyldufólk veigrar sér við að flytja í dreifbýli vegna þess hve langt þarf að sækja þjónustu. Ákjósanlegt væri að stjórnvöld beittu sér við að efla grunnþjónustu (samgöngur, heilbrigðisþjónusta og menntun) í byggðum landsins og skapa þar með tækifæri fyrir þá sem vilja skapa sér atvinnu út frá menntun sinni og getu. Það er ekki æskilegt að stjórnvöld grípi inn með beinum hætti og byggi upp atvinnu- starfsemi sem á að draga fólk að til að búa utan höfuðborgarsvæðisins. Nauðsyn legt er að stjórnvöld móti sér alvöru byggðastefnur sem miða að uppbyggingu allra byggða landsins, ekki einvörðungu ,,einnar landsbyggðar“ utan höfuðborgar- svæðisins. Það eru augljós sannindi að maðurinn er félagsvera. Því er ekki úr vegi að enda þetta á vísu úr Hávamálum: Ungur var eg forðum, fór eg einn saman: þá varð eg villur vega. Auðigur þóttumst er eg annan fann: Maður er manns gaman. Jóna Björg Hlöðversdóttir varaformaður SUB Jóna Björg Hlöðversdóttir Í aðgerðaáætlun fjarskipta- áætlunar stjórnvalda til fjögurra ára, 2011-2014, koma fram almenn fjarskiptaverkefni sem unnið skuli að á árinum 2011 til og með 2014. Í lögum um fjarskipti nr. 81/2003 segir um þessa aðgerðaáætlun: ,,Í fjarskiptaáætlun skal jafnframt mörkuð aðgerðaáætlun til næstu fjögurra ára, og leggur ráðherra fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um slíka áætlun. Aðgerðaáætlun skal endurskoðuð á tveggja ára fresti og má þá leggja nýja þingsályktunartillögu fyrir Alþingi, en það skal gert eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Í fjögurra ára áætlun skal gera grein fyrir fjáröflun og útgjöldum eftir einstökum verkefnum eins og við á.“ Í sömu lögum segir jafnframt að ,,íslenska ríkið [skuli] tryggja eftir því sem unnt er að öllum landsmönnum bjóðist aðgangur að fjarskiptaþjónustu“. Dálkahöfundi fannst rétt að gera lauslega úttekt á stöðu aðgerðaáætlunarinnar nú þegar eitt og hálft ár er eftir af gildistíma hennar. Aðgerðaáætluninni er skipt í fjóra kafla: 1. Markmið um aðgengileg og greið fjarskipti, 2. Markmið um hagkvæm og skilverk fjarskipti, 3. Markmið um örugg fjarskipti og loks 4. Markmið um umhverfisvæn fjarskipti. Á heimasíðu innanríkisráðuneytisins voru engar upplýsingar um framgang áætlunarinnar en samkvæmt fjarskiptalögum er það fjarskiptasjóður ríkisins sem heldur utan um verkefnisstjórn fjarskiptaáætlunar. Formaður fjarskiptasjóðs er Gunnar Svavarsson, sem ræddi einmitt stöðuna á fjarskiptum í dreifbýli við nefndarmenn á Búnaðarþingi í síðasta mánuði. Innanríkisráðuneytð hefur lagt reglulega fyrir Alþingi stöðuskýrslu um framgang fjarskiptaáætlunar. Engin skýrsla liggur fyrir vegna núgildandi fjarskiptaáætlunar en rétt er að taka fram að aðeins nokkrir mánuðir eru síðan fjarskiptaáætlun fyrir 2011- 2014 var samþykkt af Alþingi þann 29. nóvember 2012. Reynt verður að fylgjast reglulega með stöðu fjarskiptaáætlunar hér í Bændablaðinu, og ákveðnir þættir hennar teknir sérstaklega til umfjöllunar, enda um mjög brýnt hagsmunamál íbúa á landsbyggðinni að ræða. Hér að neðan er listi yfir aðgerðir í 1. og 2. kafla fjarskiptaáætlunarinnar sem stjórnvöldum ber að hrinda í framkvæmd. Ekki náðist í starfsfólk innanríkisráðuneytisins til að fá nánari upplýsingar um stöðu þessara verkefna, en á næstunni verður betur gerð grein fyrir þeim hér í upplýsingatækni- og fjarskiptadálkinum, og fyllt í eyðurnar. Fjögurra ára aðgerðaáætlun stjórnvalda í fjarskiptum Upplýsingatæknibásinn sviðsstjóri tölvudeildar Bændasamtaka Íslands jbl@bondi.is Jón Baldur Lorange 1. Markmið um aðgengileg og greið fjarskipti Verk hafið Verki lokið Lýsing á stöðu verkefnis Skilgreindir verði þjóðfélagslega mikilvægir fjarskiptastaðir, og kröfur til þeirra, sem nauðsynlegir eru til að ná markmiðum um öryggi fjarskiptakerfa á landsvísu sem og útbreiðslu og afköst. Já Samstarfsvettvangur hagsmunaaðila móti tillögur að úrbótum sem greiði fyrir endurnýjun og uppbyggingu ljósleiðarastofn- og aðgangsneta um land allt. Skilgreindur verði markaðsbrestur í fjar- skiptum og leiðir stjórnvalda til úrbóta. Fjarskiptasjóður vinni stöðumat, þarfa- greiningu og forgangsröðun núverandi og mögulegra verkefna. Já Tryggt verði jafnt aðgengi fjarskipta- fyrirtækja að sendistöðum utan þétt býlis og stuðlað að hóflegri verðlagningu. Settar verði fram myndrænar upplýsingar um fjarskiptastaði, fjarskiptakerfi og þjónustusvæði þeirra. Yfirfærslu hliðrænnar útsendingar sjónvarps yfir á stafrænt form verði lokið fyrir árslok 2014. Þjóðskrá, skipaskrá, ökutækjaskrá og fleiri skrár verði samþættar/sameinaðar í sam- vinnu við nýja upplýsingatæknimiðstöð. Innleidd verði rafræn viðskipti hjá innanríkisráðuneytinu þar sem það er tæknilega mögulegt og hagkvæmt. Innleidd verði eftir þörfum tilskipun ESB varðandi opnun póstmarkaða. Opnað verði fyrir aðgang að skjölum og samskiptum einstaklinga og lögaðila við opinbera aðila á island.is. Tryggt verði aðgengi að einni hljóðvarps- rás á helstu stofnvegum. 2. Markmið um hagkvæm og skilvirk fjarskipti. Evrópuregluverk verði innleitt eftir þörfum árið 2012. Já Vinnuhópur geri tillögur að hagræðingu í opinberum innkaupum á fjarskipta- þjónustu. Úttekt verði gerð á tækni og verði net- tenginga opinberra stofnana utan helstu þéttbýlissvæða. Opinberir aðilar horfi til samnýtingar á nettengingum í opinberum innkaupum. Lagaumhverfi verði endurskoðað með tilliti til aukins hvata til fjárfestinga í fjarskiptainnviðum auk þess sem stuðlað verði að samnýtingu og samstarfi. Gjaldskrá tíðna verði endurskoðuð með tilliti til aukinnar útbreiðslu fjarskipta í dreifbýli. Auðlindagjald fyrir tíðnir verði útfært og innleitt. Já Reiknivélar á netinu nái yfir helstu fjarskiptaþjónustu á hverjum tíma. Já Fjarskiptafyrirtæki setji fram upplýsingar um verð á fjarskiptaþjónustu á saman- burðarhæfan hátt. Verkefnahópur geri tillögur að útfærslu á alþjónustukvöð í fjarskiptum sem verði endurskoðuð á fjögurra ára fresti, fyrst árið 2014. Lög verði sett um íslenska landslénið .is sem tryggi örugga og skilvirka stjórnar- hætti landslénsins. Já Stjórnunarhættir internetsins innan stjórnsýslunnar verði metnir og nauðsyn- legar úrbætur gerðar. Tilskipun 2008/6/EB um póstmarkaði verði innleidd eftir þörfum með hliðsjón af íslenskum aðstæðum. Reglur um póstflutninga og vöruflutninga verði samræmdar eins og við á. Skilgreining á alþjónustu í pósti verði endurskoðuð og hagkvæm lausn fundin á fjármögnun. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.