Bændablaðið - 24.04.2013, Qupperneq 44
44 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013
Utan úr heimi
Þó svo að Færeyjar séu skammt
suðaustan við Ísland eru þeir
líklega margir hér á landi sem
þekkja lítið til landbúnaðar hjá
þessari frændþjóð okkar. Það
sem meira er þá er þarlendur
landbúnaður verulega háður
íslenskum landbúnaði, enda er
færeyskur landbúnaður ekki
sjálfbær hvað snertir gróffóður og
stærsti hluti innflutts gróffóðurs
til Færeyja kemur einmitt frá
íslenskum bændum.
Almennt um Færeyjar
Alls eru 18 stórar eyjar í Færeyjum, þar
sem 17 eru í byggð, en auk þess eru
margar smáeyjar og sker. Heildarlengd
eyjaklasans er 113 km og heildarbreidd
75 km og heildarflatarmál eyjanna
1.399 km². Stærstar eru Straumey,
Austurey, Vogar, Suðurey, Sandey,
Borðey og Svíney. Á vetrum er
töluvert hlýrra í Færeyjum en hér
á landi en sumrin í báðum löndum
eru áþekk hvað hitastig snertir. Hins
vegar rignir mun meira í Færeyjum
en á Íslandi, raunar svo mikið að
það veldur töluverðum vandræðum
í færeyskum landbúnaði þar sem tún
þola illa umferð. Auk þess er víða mjög
erfitt að endurrækta tún vegna úrkomu
og einnig jarðvegsleysis, en afar stutt
er niður á basalt í Færeyjum.
Mikilvægasta atvinnugreinin
er fiskveiðar og -vinnsla, en 97%
útflutningstekna landsins koma úr þeim
atvinnugeira. Landbúnaðurinn, sem
skiptir Færeyjar verulegu máli, vegur
þó ekki þungt þegar horft er til vergra
þjóðartekna, en um 1% þeirra stafa
frá landbúnaði. Þar bera nautgripa- og
sauðfjárrækt af en lítillega er einnig
framleitt af grænmeti.
Stór hluti lands í eigu ríkisins
Um helmingur alls lands sem notað
er til landbúnaðar er í opinberri eigu
og greiða bændur leigu fyrir það land.
Sérstakur landbúnaðarsjóður sér um að
rukka leiguna, sem og að selja land úr
hinni opinberu eigu, og þær tekjur sem
þannig skapast mynda grunn til útlána
í færeyskum landbúnaði. Líkt og hér
á landi er svo til almenningur þar sem
fé gengur að sumarlagi og geta margir
fjáreigendur nýtt sér það land.
Stærri kúabú en hér á landi
Í Færeyjum eru nú 28 starfandi kúabú
með um 950 mjólkurkýr eða 34 kýr
að jafnaði. Enginn mjólkurkvóti er
í landinu en þess í stað eru í gildi
framleiðslusamningar bændanna
við afurðastöð landsins og þessir
framleiðslusamningar gefa nú réttindi
til framleiðslu á 7,5 milljón lítrum
mjólkur. Meðalframleiðsla hvers
bús er því um 268 þúsund lítrar,
sem er töluvert meiri framleiðsla en
meðalkúabús hér á landi.
Í dag búa færeyskir kúabændur
með mörg kúakyn í raun, en engar
hömlur eru á sæðisnotkun í landinu.
Flestir hafa þó einhvers konar
blöndu af hinum norsku NRF-kúm
og dönskum svartskjöldóttum kúm,
en notkun þeirra síðarnefndu hefur
farið vaxandi á liðnum árum enda
afurðasemin töluvert meiri en hjá
þeim norsku.
Ekki sjálfbjarga með gróffóður
Það sem vekur einna mesta athygli
þegar mjólkurframleiðslan í Færeyjum
er skoðuð er sú staðreynd að flytja
þarf inn töluvert mikið magn þess
gróffóðurs sem nautgripirnir éta og
kemur þorri þess fóðurs frá íslenskum
bændum en einnig er dálítið flutt inn
af vélþurrkuðu grasi frá Danmörku.
Annað fóður sem er gefið er frekar
blautt vothey úr stæðum og rúllum,
en hending er ef tekst að forþurrka
með sama hætti og þekkist hér á
landi.
Tvö kúabú með mjaltaþjóna
Rétt eins og var áður fyrr hér á landi
hafa básafjós verið allsráðandi í
Færeyjum en þau hopa nú jafnt og
þétt fyrir legubásafjósum. Nú eru
einnig komnir þrír mjaltaþjónar af
DeLaval-gerð, þar af tveir í sama
fjósið, og ber það því af í stærð meðal
færeyskra fjósa. Flest kúabúin eru í
einkarekstri en nokkur þó rekin sem
félagsbú.
MBM eina afurðastöðin
Meginfelag Búnaðarmanna (MBM)
er eina afurðastöðin í Færeyjum og
er hún rekin með sama rekstarformi
og Auðhumla hér á landi, þ.e.
samvinnufélag kúabænda landsins.
MBM framleiðir nánast allar
mjólkurvörur sem kalla má ferskvöru,
s.s. mjólk, jógúrt, súrmjólk, smjör
og rjóma, en flestir ostar eru fluttir
inn til landsins. Lítillega er þó
Að áliti Alþjóða vatnsrannsókna-
stofnunarinnar (IVF) býr
fjórðungur jarðar búa á land-
svæðum þar sem skortur er á
hreinu vatni. Sjötti hluti þeirra, um
einn milljarður manna, býr hins
vegar þar sem nægur aðgangur
er að hreinu vatni en of dýrt er að
afla þess. Á stórum landsvæðum,
einkum í Asíu og Norður-Afríku, er
notkun vatns meiri en endurnýjun
þess. Um 10% af kornuppskeru í
heiminum koma af landsvæðum
þar sem aðgangur að vatni er á
undanhaldi, segir í grein í blaðinu
Landsbygdens Folk.
Næstum öll vatnakerfi heims eru
orðin áhyggjuefni, þar af vekur um
helmingur þeirra verulegar áhyggjur.
Um 80% sjúkdóma í þróunarlöndum
má rekja beint eða óbeint til skorts á
hreinu vatni. Í Kína búa nú þegar um
300 milljónir manns við óhreint vatn.
Sameinuðu þjóðirnar vara við því
að ef veðurfarsbreytingar haldiáfram
með óbreyttum hætti muni um
helmingur jarðarbúa árið 2030
búa á landsvæðum með ótryggan
aðgang að vatni. Síðustu hundrað
árin þrefaldaðist fjöldi jarðarbúa en
vatnsnotkun þeirra sexfaldaðist á
sama tíma.
Framkvæmdastjóri IVF, Frank
Rijsberman, hefur vakið athygli á að
vistkerfi jarðar, þróun samfélagsins
og matvælaframleiðslan valdi ekki
verkefni sínu án þess að gripið verði
til ráðstafana.
Bæði þróunarlönd og iðnríki
jarðar hafa vissulega fjárfest í
auknum aðgangi að vatni en þó ekki
nægilega mikið. Í þróunarlöndunum
hafa aðeins um 5-6% af fjárfestingum
þessara landa farið í aukna öflun
neysluvatns á sama tíma og hlutfallið
hefði þurft að vera 50%. Þessi lönd
hafa hins vegar ekki ráð á dýrum
fjárfestingum og hafa snúið sér til
einkageirans um aðstoð og samstarf.
Nefna má að Bólivía framseldi
vatnsréttindi í landinu til tveggja
vestrænna einkafyrirtækja til 40
ára. Í kjölfarið hækkaði verð á vatni
til neytenda um 200% og fátækir
íbúar landsins neyddust til að
greiða fimmtung tekna sinna fyrir
neysluvatn. Í kjölfarið fylgdu hörð
mótmæli og ríkisstjórnin neyddist
til að ógilda samninginn. Hið sama
gerðist í fleiri heimsálfum.
Á hinn bóginn hafa mörg lönd,
t.d. Finnland, leyst mál varðandi
vatnsöflun sína í góðu samstarfi
sveitarfélaga, svæðisbundinna félaga
almennings og einstaklingsfyrirtækja
en þá verða stjórn og öll fjármál að
vera „uppi á borðinu“.
Árið 2000 var gerð alþjóðleg
„þúsaldamótasamþykkt“ um að
árið 2015 hefði fækkað um helming
fólki sem væri án hreins vatns. Sú
samþykkt skilaði miklum árangri.
Á hinn bóginn náðist ekki jafn
mikill árangur með áætlun um að
bæta salernisaðstöðu, sem er víða
ábótavant. Árið 2015 mun því trúlega
jafnstór hluti fólks og hingað til vera
án klósetts, eða um 2,4 milljarðar
manna. Hugmynd er uppi um að
leggja megináherslu á þurrklósett,
sem eru mun ódýrari en vatnsklósett.
Matvælaframleiðsla tekur til
sín um 70% af vatnsnotkun íbúa í
þróunarlöndum, jafnvel 80-90%. Þar
sem vatn fer um skurði en er ekki
leitt í pípum tapast oft um helmingur
þess.
Vatnsnotkun heimila er afar
breytileg. Þannig er hún um 100
lítrar á dag í Hollandi, Bretlandi
og Úrúgvæ, en í Kanada og Nýja-
Sjálandi er hún 700 lítrar á dag.
Aðgangur þjóða að vatni segir
ekki endilega til um efnahag þeirra.
Dæmi eru um að fátæk lönd með
takmarkaðan aðgang að vatni sjái
íbúum sínum fyrir hreinu vatni
til eldamennsku. Það eykur vonir
manna um að vatnsöflun jarðarbúa
standi til bóta.
Er unnt að sjá öllum jarðar-
búum fyrir hreinu vatni?
Alþjóðasamtökin Avaaz –
The World in Action hafa að
undanförnu vakið athygli á
ítrekaðri viðleitni bandaríska
líftæknirisans Monsanto til
að sölsa undir sig einkaleyfi á
matjurtum af ýmsum toga.
Þekkt er að Monsanto hefur
orðið vel ágengt í að fá einkaleyfi
á kornafbrigðum sem hafa þol gegn
margs konar gróðureyðingarefnum
sem Monsanto og dótturfélög þess
hafa þróað. Það nýjasta í þessari
sókn Monsanto er að sögn Avaaz að
fyrirtækið reyni nú að nýta sér glufur
í evrópsku lagaumhverfi til að sölsa
undir sig einkarétti á margvíslegum
ávöxtum og grænmetistegundum eins
og gúrkum, brokkólí og melónum.
Segja samtökin að búast megi við
að ræktendur verði þá þvingaðir til
að greiða Monsanto þóknun undir
hótunum um að verða annars stefnt.
„Við getum komið í veg fyrir að
þeir kaupi upp móður jörð. Fyrirtæki
eins og Monsanto hafa fundið göt
í evrópskum lögum sem gera þeim
kleift að komast upp með þetta. Við
verðum bara að loka þessum götum
áður en þessum fyrirtækjum tekst að
skapa sér alþjóðlegt fordæmi.
Til að ná þessu markmiði þurfum
við að fá lönd eins og Þýskaland,
Frakkland og Holland, þar sem
mótspyrnan fer vaxandi, til að kalla
eftir atkvæðagreiðslu til að stöðva
áætlanir Monsanto. Avaaz hefur
áður tekist að snúa ríkisstjórnum og
okkur mun takast það aftur,“ segir í
yfirlýsingu á vefsíðunni Avaaz.org.
„Fjölmargir bændur og
stjórnmálamenn eru þegar andsnúnir
áformum þessara fyrirtækja. Það eina
sem við þurfum að gera er að draga
fram vald fólksins til að þvinga þessi
ríki til að taka krumlur Monsanto af
matvælunum okkar.“
Avaaz-samtökin voru stofnuð
2007, en nafnið merkir rödd á ýmsum
evrópskum tungumálum. Þau eru með
starfsemi í sex heimsálfum og starfa
með liðsstyrk þúsunda sjálfboðaliða.
Þau hafa beitt sér í ýmsum málum, m.a.
gegn bankaleynd og greiðslu ofurbónusa
í bankakerfinu. Fögnuðu samtökin
því í febrúar sl. að Evrópusambandið
hefði ákveðið að taka upp strangari
löggjöf um vaxtagagnsæi og setja
þak á bónusgreiðslur til bankamanna.
Samtökin hafa líka barist gegn notkun
á eiturefnum í landbúnaði sem hafa
stórskaðað býflugnastofna í Evrópu.
Í janúar hófu samtökin síðan
harða baráttu á alnetinu gegn því að
bandarísk yfirvöld samþykktu ræktun
á erfðabreyttum laxi sem talinn er geta
stórskaðað villta náttúrulega laxastofna.
Nálgast má frekari upplýsingar um
þessi samtök á vefsíðunni avaaz.org.
Alþjóðasamtökin Avaaz:
Snúast til varnar gegn einkaleyfis-
baráttu Monsanto á matvælum
Háðir heyi frá Íslandi!
Avaaz óttast að líftæknirisar fái