Bændablaðið - 24.04.2013, Side 45

Bændablaðið - 24.04.2013, Side 45
45Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 Hinn 26. febrúar sl. varð Alþjóða fræbankinn á Svalbarða fimm ára. Þar eru núna geymdar um 750 þúsund fræprufur í sífrera djúpt inni í fjalli í grennd við þéttbýlið Longyearbyen. Fræbankar eru engin síðari tíma fyrirbæri. Söfnun og geymsla fræs hefur fylgt ræktunarsögu mannkyns síðustu 10-15 þúsund árin. Varðveisla fræs til að nýta það í landbúnaði, og við rannsóknir og þróunarstarf í landbúnaði, hófst með starfi rússneska jurtakynbótamannsins Nikolai Vavilov skömmu eftir aldamótin 1900. Þar með hófst alþjóðlegt björgunarstarf við söfnun og varðveislu erfðaefnis jurtaríkisins í svokölluðum „genabönkum“. Alþjóða Fræbankinn á Svalbarða hóf starfsemi sína árið 2008 með það að markmiði að vera öryggisgeymsla á fræi frá öllum heimshornum. Margir fræbankar eru til um víða veröld. Þeir búa hins vegar margir við óöryggi þar sem þeir eru staðsettir á átakasvæðum. Fræbankinn á Svalbarða nýtur hins vegar víðtæks alþjóðlegs trausts og stuðnings. Þar eru núna, á fimm ára starfsafmælinu, varðveitt fræ af þriðjungi allra skilgreindra tegunda og stofna nytjajurta, að áliti FAO, matvæla- og lanbúnaðarstofnunar SÞ. Hvað varðar mikilvægar korntegundir, m.a. hrísgrjón og hveiti, er meira en helmingur allra afbrigða (stofna) þeirra vel geymdur á Svalbarða. Erfðaauðlindir í landbúnaði eru grundvöllur að framtíð landbúnaðarins. Fáir gera sér gren fyrir því að jafnvel í Noregi, þar sem fátt ógnar náttúrunni, í samanburði við hlýviðrasamari ræktunarsvæði, er ræktun korns sífellt að taka breytingum og endingartími einstakra stofna er að jafnaði aðeins um fimm ár, en það er sá tími sem það tekur jurtasjúkdóma að ná undirtökunum í baráttunni við nytjastofnana. Jurtakynbótamenn eiga því töluvert verk að vinna að viðhalda erfðafjölbreytni nytjajurta í þeirri baráttu. Þá verða nytjastofnarnir jafnt og þétt að aðlagast breytingum á veðurfari og breyttum kröfum markaðarins. Það eru til stofnar af byggi sem þrífast vel á hásléttum Eþíópíu og aðrir sem hafa lagað sig að löngum birtutíma framan af sumri en stuttum sumrum, svo sem á Íslandi. Nokkur afbrigði af hrísgrjónum, sem vaxa á óshólmum Mekong í Austur- Asíu, þrífast í tveggja metra djúpu vatni en stofnar hrísgrjóna sem ræktaðir eru á hásléttum Eþíópíu þola bæði þurran og saltan jarðveg. Í mörgum suðrænum löndum dreifa bændur áhættunni í kornrækt með því að rækta samtímis marga og mismunandi stofna korns. Uppruni og útbreiðsla korns hefur kallað á erfðabreytileika sem upprunninn er á fjarlægum stöðum frá ræktunarstaðnum. Norsku kartöflustofnarnir Beate og Pimpernell eiga, eins og aðrir stofnar kartaflna, uppruna sinn í Andesfjöllum í Suður-Ameríku og flestar korntegundir okkar og stofnar þeirra eiga uppruna sinn í Mið-Austurlöndum, austan við botn Miðjarðarhafsins. Erfðaefni jurta hefur þannig verið álitið sameign jarðarbúa, sem sameiginlegur náttúru- og menningararfur. Á síðustu áratugum hefur hins vegar komið til sögunnar mikil hagsmunabarátta um að nýta þessi náttúruverðmæti og krafa um einkarétt á þessum náttúruverðmætum. Upp hafa komið deilur og átök stórfyrirtækja við bændur og samtök þeirra, m.a. um einkarétt fyrirtækjanna til að nýta þekkingu og kynbætur sem orðið hafa til við rannsóknir þeirra. Einkaleyfi stórfyrirtækja og nýting þekkingarinnar eru meðal atriða sem þjóðir heims takast á um. Matvælastofnun SÞ, FAO, hefur kynnt nýjar starfsreglur sem eiga að tryggja varðveislu og not af erfðaauðlindinni á réttlátan hátt. Þessi samningur, hinn svokallaði Nytjajurtasáttmáli SÞ (N. Plantekontrakt), er sá pólitíski rammi sem Fræbankinn á Svalbarða starfar eftir. Genabankar um víða veröld hafa gerst aðilar að verkefninu með því að senda fræ til Fræbankans á Svalbarða. Samstarfið fer fram þvert á hefðbundið samstarf landa. Þannig geymir Fræbankinn fræ bæði frá Norður- og Suður-Kóreu. Þar sem varðveislan fylgir inn- og útlánsreglum bankans, þ.e. að einungis sá sem sendir inn fræ til varðveislu getur tekið það út aftur, er litið svo á að safnið sé pólitískt hlutlaust. Það mat er forsenda þess að öll lönd eru reiðubúin að taka þátt í þessu samstarfi. Norðurlöndin hafa alla tíð átt gott samstarf um verndun og varðveislu erfðaefnis nytjajurta. Norræna Erfðamiðstöðin (Nord Gen) heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og ber ábyrgð á Fræbankanum á Svalbarða. Vafalítið er að staðsetning fræbankans á Svalbarða hefur stuðlað að þeirri víðtæku athygli sem hann hefur áunnið sér. Hið sérstaka náttúrufar sem ríkir þar og næmni þess fyrir breytingum í umhverfinu vekur alþjóðlega athygli og hefur dregið að fjölda framámanna víða að úr heiminum. Þá hafa margir rithöfundar og blaðamenn lagt þangað leið sína og kynnt starfsemina þar og umhverfi þess úti við ysta haf. Einnig hefur verið fjallað um Fræbankann í skáldsögum, teiknimyndaseríum og kvikmyndum. Allt stuðlar það að því að styrkja stöðu landbúnaðarins á alþjóðavettvangi. Nationen, 21. febr. 2013. Úr grein eftir Árna Bragason og Ola Tveitereid Westengen, Miðstöð þróunar- og umhverfismála í Noregi, stytt / ME. Alþjóða fræbankinn á Svalbarða fimm ára framleitt af sérostum í dag, mest fetaostum og þá fyrst og fremst í heimahúsum. MBM er jafnframt helsti söluaðili búrekstrarvara í Færeyjum og sér um innflutning á áburði, kjarnfóðri og öllum helstu rekstrarvörum bænda ásamt því að vera umboðs- og þjónustuaðili fyrir bæði mjaltatækjafyrirtækin SAC og DeLaval. Þarlendir bændur þurfa því vart að versla annars staðar. 70 þúsund kindur Sauðfé hefur verið í Færeyjum í rúm þúsund ár og er nafn landsins dregið af því, sem gefur ágætis vísbendingu um mikilvægi kindanna. Alls er talið að um 70 þúsund kindur séu í Færeyjum og fjöldi fjáreigenda um 520, þ.e. 135 kindur að jafnaði á hvern. Þetta meðaltal gefur þó ekki rétta mynd þar sem óvenjulega hátt hlutfall fólks í þéttbýli á nokkrar kindur en hins vegar eru til allstór bú sem eru með um 500 kindur. Það er einnig óvenjulegt, sé miðað við Ísland, að kindurnar í Færeyjum eru úti allt árið enda eru veturnir hlýir og snjólitlir. Féð nær því að vera á beit allt árið um kring enda helst láglendisgróður í vexti á veturna einnig. Harðgert fé Fjárkynið sem er nú í Færeyjum er svokallað stuttrófufé og svipar að mörgu leyti til íslenskra kinda, en þó verulega minna ræktað og ærnar töluvert léttari en hér á landi. Kindur þessar eru þó afar harðgerðar og sökum léttrar vetrarbeitar er frjósemin oftast undir 1,0. Þar sem ærnar eru úti allt árið er vinnan við þær frekar lítil enda bera þær hjálparlaust. Oft er ekki smalað nema þrisvar yfir árið, þegar unnið er við árstíðabundnar gegningar s.s. slátrun, bólusetningu, merkingar og þess háttar. Heimaslátrun á hverjum bæ Færeyskir bændur sjá landsmönnum fyrir um 40% af því kjöti sem snætt er, en hinn hluti þess er innfluttur. Færeyskt nautakjöt er sér í lagi af skornum skammti, en nánast engin naut eru sett á, þar sem ala þarf þau með ærnum tilkostnaði að stórum hluta á innfluttu fóðri. Þarlent nautgripakjöt stafar því frá kúm og kvígum, en langstærsti hluti þess kjöts, ef ekki allt, er selt beint frá býli. Þó svo að margir myndu vafalítið vilja senda gripi í sláturhús er það ekki í boði í Færeyjum, þ.e. ef viðkomandi á nautgripi. Ekkert sláturhús tekur við kúm í slátrun og því verða bændurnir að slátra heima. Þetta gerir því hver einasti kúabóndi og selur svo óstimplað kjötið beint til neytenda og fá færri en vilja! Þeir bændur sem eiga sauðfé, sem eru m.a. allir kúabændurnir, slátra einnig flestir sínum lömbum heima, en árlega er um 40 þúsund lömbum slátrað. Bændurnir selja síðan afurðirnar beint. Þó er hægt að senda lömb í sláturhús til tveggja vottaðra aðila en þessi þjónusta er lítið notuð. Skýringin felst trúlega í þeirri ríku hefð að verka sitt eigið kjöt, en ætla má að þorri Færeyinga búi til sitt eigið skerpukjöt og ræst kjöt, sem byggir á þurrkun kjötsins. Erfið skilyrði Af framansögðu má hverju vera ljóst að landbúnaðarframleiðsla í Færeyjum er erfið og er staða mjólkurframleiðslunnar sérlega slæm nú um stundir þrátt fyrir að afurðastöðvaverð þar sé líklega það hæsta sem þekkist í Evrópu og afurðasemi kúnna áþekk því sem best þekkist í Evrópu. Skýringin felst í gríðarlegum kostnaði við aðfangakaup, en auk gróffóðurs frá Íslandi kaupa bændur að sjálfsögðu kjarnfóður og áburð að utan á afar háu verði. Bændurnir geta þó ekki bætt upp tapið með því að hækka verð mjólkurvaranna, þar sem töluverður er flutt inn af staðgönguvörum frá útlöndum. Ferskmjólk er til að mynda flutt inn frá Danmörku og ákvarðar verð hennar í færeyskum verslunum það verð sem færeyskir kúabændur geta fengið fyrir sína mjólk. Líklega staða sem gæti hæglega komið upp hér á landi ef til óhefts innflutnings landbúnaðarvara kæmi. Snorri Sigurðsson sns@vfl.dk Nautgriparæktarsviði Þekkingarsetri landbúnaðarins í Danmörku

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.