Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 24.04.2013, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 Íslensk hönnun Edda Skúladóttir er fædd og uppalin í Reykjavík og ólst þar upp til átta ára aldurs. Þá flutti fjölskyldan búferlum að bænum Útey 1 í Laugardal þar sem foreldrar hennar ráku kúabú og síðar Reykhúsið í Útey þar sem þau selja reyktan silung og ferskan. Edda hefur aðstoðað foreldra sína við reksturinn eftir föngum en á unglings árum leitaði hugur hennar að námi í klæðskeraiðn og framleiðir hún nú vörur sínar undir nafninu Fluga. Upphaf: Ég útskrifaðist sem klæðskeri frá Iðnskólanum árið 1996 og flutti þá til Los Angeles, þar sem ég vann við sniðagerð hjá ýmsum fatahönnuðum í kvenfatnaði. Ég endaði síðan hjá stórri keðju sem er mjög þekkt í Bandaríkjunum og heitir Bebe. Það var í rauninni enginn glans yfir þessum bransa úti, þetta snýst svo mikið um markaðssetningu og er í raun stór iðnaður. Við komum, ég og fjölskyldan mín, aftur heim til Íslands árið 2005 því við vildum koma heim í fjölskylduvænni lífsgæði. Ég lærði að meta Ísland á annan hátt eftir dvölina úti. Ég tók mér pásu í klæðskerastarfinu þegar ég kom heim en fór þó fljótt að fikta heima hjá mér við ýmislegt og ákvað að kanna hvernig íslenski markaðurinn væri. Innblástur: Hann kemur víða að, ég skoða mikið það sem er í tísku og hvað er að koma á næsta tímabili svo ég er alltaf með augun opin. Það kemur hugmynd í kollinn á mér og ég vinn síðan út frá henni. Sterka hliðin mín, sniðagerðin, er minn bakgrunnur, þannig að hönnun mín byggist á að vera með klæðilegan og þægilegan fatnað fyrir konur á öllum aldri. Það er mikil hugsun á bak við hverja flík og ég geri allt sjálf nema að einstaka sinnum er ég með auka manneskju við saumaskapinn. Núna er ég til dæmis farin að hugsa hvað ég ætla að gera næsta vetur. Ég hugsa lengi um flíkurnar áður en ég geri þær svo þetta er langt ferli og það eru oft efnin sem ráða forminu. Efniviður: Vörulínan hefur stækkað mikið og ég vil hafa breidd í úrvali en ég geri kjóla, leggings, klúta, peysur og fleira. Ég vinn eingöngu með gæða- efni eins og bómull, „crepe“-silki, satínsilki og íslensku ullina en það er Glófi sem gerir voðina fyrir mig. Fram undan: Ég tek þátt í sýningunni Handverk og Hönnun í Ráðhúsinu 16.-20. maí næstkomandi og verð einnig hjá Fríðu skartgripahönnuði í Hafnarfirði á Björtum dögum í lok maí. Það skilar sér vel til viðskiptavina að fara á sýningar og það er líka fróðlegt að hitta aðra hönnuði. Ég er oft spurð að því hvort ég ætli ekki til útlanda með vörurnar mínar en ég vil það ekki endilega því það er mun stærra dæmi en að vera eingöngu hér heima. Það kallar á að fá góða fjárfesta í lið með sér og maður þarf að finna góðar verksmiðjur til að framleiða fyrir sig og þær eru ekki á hverju strái. Ég vil hafa þetta skemmtilegt og ég vil sjálf hafa puttana í öllu því sem ég geri. Ég er má segja handverkskona, það er hönnuður og klæðskeri, sem hentar mér vel og þannig vil ég vinna. /ehg Alltaf með eitthvað í höndunum Edda var ekki nema níu ára gömul þegar hún prjónaði sína fyrstu peysu. Í Héraðsskólanum á Laugarvatni var Edda með góðan kennara í fatasaumi, Öddu, sem kveikti áhuga hennar enn frekar á námi í klæðskeraiðn. Edda á vinnustofu sinni í Hamraborg í Kópavogi þar sem hún var í óðaönn að sníða nýja klúta þegar blaðamann Bændablaðsins bar að garði. Vörulína Eddu er fjölbreytt, en hún framleiðir meðal annars kjóla, klúta og peysur undir merkinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.