Bændablaðið - 24.04.2013, Side 48

Bændablaðið - 24.04.2013, Side 48
48 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 Í síðustu blöðum hafa starfs- menn Ráðgjafarmiðstöðvar land- búnaðarins verið kynntir. Að þessu sinni eru það starfsmenn á sviði rekstrar og nýsköpunar sem eru þjónustuhópurinn og starfsmenn á sviði rekstrar, bútækni og hlunn- inda. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu RML, www.rml.is. Fagsvið rekstrar og nýsköpunar Fagsvið rekstrar saman stendur af rekstrarráðgjöf og áætlanagerð, hlunninda- og nýsköpunarráðgjöf auk ráðgjafar á sviði bútækni og orkumála. Auk þess tilheyra sviðinu ráðunautar sem vinna þvert á fagsvið einstakra búgreina, svo kallaðir þjónusturáðunautar. Þá er notendaþjónustu við dkBúbót samkvæmt samningi við Bændasamtök Íslands sinnt af starfsmönnum sviðsins. Meginverkefni sviðsins er að veita heildstæða ráðgjöf þvert á önnur fagsvið og í samstarfi við starfsmenn annarra sviða. Markmið starfsins er að greina og meta stöðu núverandi reksturs viðkomandi rekstraraðila og benda á styrkleika og veikleika í rekstri og jafnframt að veita heildstæða ráðgjöf til að ná enn betri árangri í núverandi rekstri. Á sama hátt er markmiðið að benda á nýja möguleika ef vilji er til þess að takast á við nýja atvinnustarf- semi eða þróa aðra atvinnustarfsemi samhliða þeim rekstri sem fyrir er á viðkomandi lögbýli. Nafn: Runólfur Sigursveinsson. Starfsheiti: Fagstjóri rekstrar og nýsköpunar. Starfsstöð: Selfoss. Uppruni og búseta: Fæddur 1958, ólst upp á Norður-Fossi í Mýrdal við hefðbundin bússtörf. Foreldrar; Sigursveinn Sveinsson og Sólveig Ólafsdóttir sem voru bændur á Norður-Fossi. Búsettur á Hvanneyri frá 1981 til 1993, eftir það á Selfossi. Menntun og fyrri störf: Rekstrar- og viðskiptanám frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2005. Lauk námi til kennsluréttinda frá HÍ 1984 og búfræðikandídat, BSc frá Hvanneyri 1981. Starfaði við kennslu- og stjórnunarstörf við Bændaskólann á Hvanneyri frá árinu 1981 til 1993. Frá þeim tíma, eða síðustu 20 ár sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands á Selfossi. Starfssvið hjá Búnaðarsambandinu var til að byrja með á sviði nautgriparæktar en seinni árin alhliða fjármálaráðgjöf. Þjónustuhópur Meginverkefni þjónusturáðunauta er að veita heildstæða ráðgjöf þvert á önnur fagsvið og í sam- starfi við starfsmenn annarra sviða. Þjónusturáðunautar starfa víðs vegar um landið og veita stað- bundna ráðgjöf samhliða ráðgjöf í einstökum búgreinum eftir fagsv- iðum. Þjónusturáðunautar munu einnig verða tengiliðir bænda innan fyrirtækisins, hafa yfirsýn yfir vinnu unna fyrir þá og sjá um eftirfylgni verkefna. Nafn: Guðfinna Harpa Árnadóttir. Starfsheiti: Ráðunautur, ábyrgðar- maður þjónustu. Starfsstöð: Egilsstaðir. Uppruni og búseta: Fædd 1982 á Egilsstöðum og uppalin á sauðfjárbúinu Straumi á Fljótsdalshéraði og býr þar með sambýlismanni sínum, Helga Hauki Haukssyni, og tveimur börnum. Rekur sauðfjárbú með fjölskyldunni. Menntun og fyrri störf: Lauk BSc í búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands 2007 og stundaði nám þar veturinn 2007-08 við ráðunauta- fræði á mastersstigi en því námi er ólokið. Stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum 2002. Stundaði fjöl- breytt störf á námsárunum og milli skólastiga og má þar nefna kennslu, verslunarstörf, kjötvinnslu, rækju- vinnslu og brauðgerð svo eitthvað sé nefnt. Hóf störf hjá Búnaðarsambandi Austurlands sumarið 2006 og starf- aði þar með skóla fram að útskrift og síðan sem héraðsráðunautur og seinna framkvæmdastjóri (frá mars 2011). Nafn: Anna Margrét Jónsdóttir. Starfsheiti: Ráðunautur. Starfsstöð: Blönduós. Uppruni og búseta: Fædd og uppal- in á Sölvabakka í Refasveit. Býr þar með sauðfé og hross ásamt manni sínum Sævari Sigurðssyni og tveimur dætrum. Menntun og fyrri störf: BSc. í búvís- indum frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri 2001. Búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1997. Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1996. Hefur starfað sem ráðu- nautur á Blönduósi frá útskrift. Fyrst hjá Búnaðarsambandi A.-Húnavatnssýslu, þá Búnaðarsambandi Húnaþings og Stranda og loks Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Starfaði auk þess hjá Landgræðslu ríkisins sumarið 2000 og við ýmis sumarstörf í gegnum tíðina. Nafn: Anna Lóa Sveinsdóttir. Starfsheiti: Ráðunautur. Starfsstöð: Egilsstaðir. Uppruni og búseta: Fædd í Reykjavík en hefur búið víðs vegar um landið frá Reykjanesi vestur og norður um og býr núna, með sauð- fjárbú og hross, á Arnhólsstöðum í Skriðdal á Héraði. Menntun og fyrri störf: MSc- gráða í ráðunautafræðum frá Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2010 með ritgerðinni „Aðbúnaður og fóðrun nautgripa til kjötframleiðslu,“ BSc-gráða frá LbhÍ árið 2007 og búfræðingur frá Hvanneyri árið 2003. Stúdent frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla árið 2000 og lauk grunnskóla í Njarðvík í Reykjanesbæ árið 1996. Var við nám í 25 ár en hefur á seinni árum unnið m.a. ýmis bústörf yfir sumartímann og með skóla. Hóf störf hjá Búnaðarsambandi Austurlands 1. ágúst 2010 og fluttist þaðan yfir til RML 1. janúar 2013 í um 80% starfshlutfalli. Nafn: Guðný Harðardóttir. Starfsheiti: Ráðunautur. Starfsstöð: Egilsstaðir. Uppruni og búseta: Uppalin á Refsmýri, Fellum, þar sem stundaður er sauðfjárbúskapur. Bjó tímabundið á Fljótsbakka í Eiðaþinghá og stundaði þar kúabúskap. Er komin aftur heim á Refsmýri og tekur þar þátt í sauðfjárbúskapnum. Menntun og fyrri störf: Lauk BSc- 90 námi í búvísindum frá Hvanneyri vorið 2010 og sinnti almennum bústörfum á Fljótsbakka samhliða síð- asta námsárinu þar. Fyrir sameiningu starfsmaður hjá Búnaðarsambandi Austurlands sem nautgriparæktar- ráðunautur frá haustinu 2010. Sinnti því sem viðkom nautgriparækt á Austurlandi, s.s. skýrsluhaldi, fóður- og ræktunaráætlanagerð og fræðslu, ásamt verkefnum innan sauðfjár- ræktarinnar og almennum skrif- stofustörfum. Er í fæðingarorlofi út árið 2013. Nafn: Kristján Óttar Eymundsson. Starfsheiti: Ráðunautur. Starfsstöð: Sauðárkrókur. Uppruni og búseta: Fæddur í Reykjavík en uppalinn í Árgerði í Skagafirði. Býr þar nú með fé og hross, ásamt sambýliskonu sinni, Lindu Jónsdóttur, og tveimur dætrum. Menntun og fyrri störf: Lauk búvísinda námi, BSc frá Hvanneyri árið 1999 og búfræðinámi frá Hólum árið 1994. Stúdent frá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki. Kom til RML frá Búnaðarsambandi Húnaþings og Stranda þar sem starfssviðið hafði verið fjölbreytt en tengdist þó helst sauðfé, jarðrækt, áætlanagerð og forðagæslu. Nafn: Lena Johanna Reiher. Starfsheiti: Ráðunautur. Starfsstöð: Hvanneyri. Uppruni: Fædd í Oldenburg í Þýskalandi og uppalin í Lübeck, Schleswig-Holstein í Norður- Þýskalandi. Býr á Hvanneyri með Finni Kristjánssyni og eiga þau 3 börn. Menntun og fyrri störf: Mastersnám í búfjárfræði í Þýskalandi árið 2006. Lauk BSc-90 námi í búvísindum frá Hvanneyri árið 2004. Stúdentsprófi í Þýskalandi árið 1999. Hefur starfað við ýmis (landbúnaðar)störf áður en starfið hófst hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands sem héraðsráðunautur árið 2007, að mestu í nautgriparækt og hrossarækt. Er í fæðingarorlofi til loka árs 2013. Nafn: María Svanþrúður Jónsdóttir. Starfsheiti: Ráðunautur. Starfsstöð: Húsavík. Uppruni og búseta: Er frá Hánefsstöðum í Seyðisfirði, búsett í Reykjahverfi. Menntun og fyrri störf: BSc-120 frá Hvanneyri vorið 1995 og búfræðingur árið 1992. Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1991. Héraðsráðunautur í Þingeyjarsýslum og síðar einnig í Eyjafirði frá áramótum1995/96. Fyrri störf eru tengd búskap og afgreiðslu í verslun. Nafn: Sigurður Þór Guðmundsson. Starfsheiti: Ráðunautur. Starfsstöð: Þórshöfn. Uppruni og búseta: Frá Hvammstanga, núna búsettur í Holti í Þistilfirði. Menntun og fyrri störf: MSc frá Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2007. BSc-90 frá LbhÍ 2004. Búfræðingur frá Hvanneyri árið 2000 og sveinspróf í húsasmíði árið 1997, sveitadrengur á Breiðavaði frá 1987-1989. Vinnumaður á Ytra-Bjargi 1990-1991. Brúarsmíði með brúarflokknum á Hvammstanga öll sumur og nokkra vetur 1992-2001. Smíðavinna með námi áfram til 2005. Ýmis verkefni á vegum Búgarðs og Bændasamtaka Íslands eftir það. Ráðunautur hjá BÍ 2007, hjá Búgarði frá ársbyrjun 2008. Nafn: Svanhildur Ósk Ketilsdóttir. Starfsheiti: Ráðunautur. Starfsstöð: Akureyri. Uppruni og búseta: Uppalin á Finnastöðum í Eyjafjarðarsveit. Núverandi búseta er Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit. Menntun og fyrri störf: MSc próf árið 2010 frá Landbúnaðarháskóla Íslands sem var að hluta til tekið í Noregi, BSc nám í Búvísindum frá LbhÍ árið 2007. Lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri árið 2002. Hefur unnið við ýmis störf í gegnum tíðina, mörg þeirra landbúnaðartengd. Nú síðast hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar við ýmis skrifstofustörf. Rekstrarráðgjöf Helstu verkefni eru söfnun rekstrar- gagna, úrvinnsla þeirra og birting, rekstrargreiningar og áætlanagerð. Framsetning rekstrartalna í sam- starfi við fagsvið og búgreinafélög til nota við einstaklingsráðgjöf, rekstrarviðmið og í kjarabaráttu. Samræming áætlanagerðar og nýt- ingu rekstrargagna við markmið- asetningu í búrekstri. Samskipti við fjármálastofnanir og söfnun gagna um lánakjör og fleira er varðar fjármál bænda. Einstaklingsmiðuð rekstrar- og fjármálaráðgjöf til bænda í öllum búgreinum sem byggð er á þverfaglegum grunni. Nafn: Jóhanna Lind Elíasdóttir. Starfsheiti: Ráðunautur, ábyrgðar- maður rekstrar. Starfsstöð: Reykjavík. Uppruni og búseta: Fædd og uppalin í Reykjavík og búsett þar, en dvalið tímabundið við leik og störf í ýmsum landshlutum. Menntun og fyrri störf: BSc í viðskiptafræði, fjármálabraut, frá Háskólanum á Akureyri 2006, iðn- hönnun frá Iðnskólanum í Hafnarfirði 1996, stúdent frá MR 1988. Er í meistaranámi í fjármálum fyrir- tækja við Háskóla Íslands samhliða starfi. Var rekstrarráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands frá 2007, eftir að hafa starfað í landbúnaðar- Starfsmenn RML á sviði rekstrar og nýsköpunar Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.