Bændablaðið - 24.04.2013, Qupperneq 48

Bændablaðið - 24.04.2013, Qupperneq 48
48 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 Í síðustu blöðum hafa starfs- menn Ráðgjafarmiðstöðvar land- búnaðarins verið kynntir. Að þessu sinni eru það starfsmenn á sviði rekstrar og nýsköpunar sem eru þjónustuhópurinn og starfsmenn á sviði rekstrar, bútækni og hlunn- inda. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu RML, www.rml.is. Fagsvið rekstrar og nýsköpunar Fagsvið rekstrar saman stendur af rekstrarráðgjöf og áætlanagerð, hlunninda- og nýsköpunarráðgjöf auk ráðgjafar á sviði bútækni og orkumála. Auk þess tilheyra sviðinu ráðunautar sem vinna þvert á fagsvið einstakra búgreina, svo kallaðir þjónusturáðunautar. Þá er notendaþjónustu við dkBúbót samkvæmt samningi við Bændasamtök Íslands sinnt af starfsmönnum sviðsins. Meginverkefni sviðsins er að veita heildstæða ráðgjöf þvert á önnur fagsvið og í samstarfi við starfsmenn annarra sviða. Markmið starfsins er að greina og meta stöðu núverandi reksturs viðkomandi rekstraraðila og benda á styrkleika og veikleika í rekstri og jafnframt að veita heildstæða ráðgjöf til að ná enn betri árangri í núverandi rekstri. Á sama hátt er markmiðið að benda á nýja möguleika ef vilji er til þess að takast á við nýja atvinnustarf- semi eða þróa aðra atvinnustarfsemi samhliða þeim rekstri sem fyrir er á viðkomandi lögbýli. Nafn: Runólfur Sigursveinsson. Starfsheiti: Fagstjóri rekstrar og nýsköpunar. Starfsstöð: Selfoss. Uppruni og búseta: Fæddur 1958, ólst upp á Norður-Fossi í Mýrdal við hefðbundin bússtörf. Foreldrar; Sigursveinn Sveinsson og Sólveig Ólafsdóttir sem voru bændur á Norður-Fossi. Búsettur á Hvanneyri frá 1981 til 1993, eftir það á Selfossi. Menntun og fyrri störf: Rekstrar- og viðskiptanám frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2005. Lauk námi til kennsluréttinda frá HÍ 1984 og búfræðikandídat, BSc frá Hvanneyri 1981. Starfaði við kennslu- og stjórnunarstörf við Bændaskólann á Hvanneyri frá árinu 1981 til 1993. Frá þeim tíma, eða síðustu 20 ár sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands á Selfossi. Starfssvið hjá Búnaðarsambandinu var til að byrja með á sviði nautgriparæktar en seinni árin alhliða fjármálaráðgjöf. Þjónustuhópur Meginverkefni þjónusturáðunauta er að veita heildstæða ráðgjöf þvert á önnur fagsvið og í sam- starfi við starfsmenn annarra sviða. Þjónusturáðunautar starfa víðs vegar um landið og veita stað- bundna ráðgjöf samhliða ráðgjöf í einstökum búgreinum eftir fagsv- iðum. Þjónusturáðunautar munu einnig verða tengiliðir bænda innan fyrirtækisins, hafa yfirsýn yfir vinnu unna fyrir þá og sjá um eftirfylgni verkefna. Nafn: Guðfinna Harpa Árnadóttir. Starfsheiti: Ráðunautur, ábyrgðar- maður þjónustu. Starfsstöð: Egilsstaðir. Uppruni og búseta: Fædd 1982 á Egilsstöðum og uppalin á sauðfjárbúinu Straumi á Fljótsdalshéraði og býr þar með sambýlismanni sínum, Helga Hauki Haukssyni, og tveimur börnum. Rekur sauðfjárbú með fjölskyldunni. Menntun og fyrri störf: Lauk BSc í búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands 2007 og stundaði nám þar veturinn 2007-08 við ráðunauta- fræði á mastersstigi en því námi er ólokið. Stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum 2002. Stundaði fjöl- breytt störf á námsárunum og milli skólastiga og má þar nefna kennslu, verslunarstörf, kjötvinnslu, rækju- vinnslu og brauðgerð svo eitthvað sé nefnt. Hóf störf hjá Búnaðarsambandi Austurlands sumarið 2006 og starf- aði þar með skóla fram að útskrift og síðan sem héraðsráðunautur og seinna framkvæmdastjóri (frá mars 2011). Nafn: Anna Margrét Jónsdóttir. Starfsheiti: Ráðunautur. Starfsstöð: Blönduós. Uppruni og búseta: Fædd og uppal- in á Sölvabakka í Refasveit. Býr þar með sauðfé og hross ásamt manni sínum Sævari Sigurðssyni og tveimur dætrum. Menntun og fyrri störf: BSc. í búvís- indum frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri 2001. Búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1997. Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1996. Hefur starfað sem ráðu- nautur á Blönduósi frá útskrift. Fyrst hjá Búnaðarsambandi A.-Húnavatnssýslu, þá Búnaðarsambandi Húnaþings og Stranda og loks Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Starfaði auk þess hjá Landgræðslu ríkisins sumarið 2000 og við ýmis sumarstörf í gegnum tíðina. Nafn: Anna Lóa Sveinsdóttir. Starfsheiti: Ráðunautur. Starfsstöð: Egilsstaðir. Uppruni og búseta: Fædd í Reykjavík en hefur búið víðs vegar um landið frá Reykjanesi vestur og norður um og býr núna, með sauð- fjárbú og hross, á Arnhólsstöðum í Skriðdal á Héraði. Menntun og fyrri störf: MSc- gráða í ráðunautafræðum frá Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2010 með ritgerðinni „Aðbúnaður og fóðrun nautgripa til kjötframleiðslu,“ BSc-gráða frá LbhÍ árið 2007 og búfræðingur frá Hvanneyri árið 2003. Stúdent frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla árið 2000 og lauk grunnskóla í Njarðvík í Reykjanesbæ árið 1996. Var við nám í 25 ár en hefur á seinni árum unnið m.a. ýmis bústörf yfir sumartímann og með skóla. Hóf störf hjá Búnaðarsambandi Austurlands 1. ágúst 2010 og fluttist þaðan yfir til RML 1. janúar 2013 í um 80% starfshlutfalli. Nafn: Guðný Harðardóttir. Starfsheiti: Ráðunautur. Starfsstöð: Egilsstaðir. Uppruni og búseta: Uppalin á Refsmýri, Fellum, þar sem stundaður er sauðfjárbúskapur. Bjó tímabundið á Fljótsbakka í Eiðaþinghá og stundaði þar kúabúskap. Er komin aftur heim á Refsmýri og tekur þar þátt í sauðfjárbúskapnum. Menntun og fyrri störf: Lauk BSc- 90 námi í búvísindum frá Hvanneyri vorið 2010 og sinnti almennum bústörfum á Fljótsbakka samhliða síð- asta námsárinu þar. Fyrir sameiningu starfsmaður hjá Búnaðarsambandi Austurlands sem nautgriparæktar- ráðunautur frá haustinu 2010. Sinnti því sem viðkom nautgriparækt á Austurlandi, s.s. skýrsluhaldi, fóður- og ræktunaráætlanagerð og fræðslu, ásamt verkefnum innan sauðfjár- ræktarinnar og almennum skrif- stofustörfum. Er í fæðingarorlofi út árið 2013. Nafn: Kristján Óttar Eymundsson. Starfsheiti: Ráðunautur. Starfsstöð: Sauðárkrókur. Uppruni og búseta: Fæddur í Reykjavík en uppalinn í Árgerði í Skagafirði. Býr þar nú með fé og hross, ásamt sambýliskonu sinni, Lindu Jónsdóttur, og tveimur dætrum. Menntun og fyrri störf: Lauk búvísinda námi, BSc frá Hvanneyri árið 1999 og búfræðinámi frá Hólum árið 1994. Stúdent frá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki. Kom til RML frá Búnaðarsambandi Húnaþings og Stranda þar sem starfssviðið hafði verið fjölbreytt en tengdist þó helst sauðfé, jarðrækt, áætlanagerð og forðagæslu. Nafn: Lena Johanna Reiher. Starfsheiti: Ráðunautur. Starfsstöð: Hvanneyri. Uppruni: Fædd í Oldenburg í Þýskalandi og uppalin í Lübeck, Schleswig-Holstein í Norður- Þýskalandi. Býr á Hvanneyri með Finni Kristjánssyni og eiga þau 3 börn. Menntun og fyrri störf: Mastersnám í búfjárfræði í Þýskalandi árið 2006. Lauk BSc-90 námi í búvísindum frá Hvanneyri árið 2004. Stúdentsprófi í Þýskalandi árið 1999. Hefur starfað við ýmis (landbúnaðar)störf áður en starfið hófst hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands sem héraðsráðunautur árið 2007, að mestu í nautgriparækt og hrossarækt. Er í fæðingarorlofi til loka árs 2013. Nafn: María Svanþrúður Jónsdóttir. Starfsheiti: Ráðunautur. Starfsstöð: Húsavík. Uppruni og búseta: Er frá Hánefsstöðum í Seyðisfirði, búsett í Reykjahverfi. Menntun og fyrri störf: BSc-120 frá Hvanneyri vorið 1995 og búfræðingur árið 1992. Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1991. Héraðsráðunautur í Þingeyjarsýslum og síðar einnig í Eyjafirði frá áramótum1995/96. Fyrri störf eru tengd búskap og afgreiðslu í verslun. Nafn: Sigurður Þór Guðmundsson. Starfsheiti: Ráðunautur. Starfsstöð: Þórshöfn. Uppruni og búseta: Frá Hvammstanga, núna búsettur í Holti í Þistilfirði. Menntun og fyrri störf: MSc frá Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2007. BSc-90 frá LbhÍ 2004. Búfræðingur frá Hvanneyri árið 2000 og sveinspróf í húsasmíði árið 1997, sveitadrengur á Breiðavaði frá 1987-1989. Vinnumaður á Ytra-Bjargi 1990-1991. Brúarsmíði með brúarflokknum á Hvammstanga öll sumur og nokkra vetur 1992-2001. Smíðavinna með námi áfram til 2005. Ýmis verkefni á vegum Búgarðs og Bændasamtaka Íslands eftir það. Ráðunautur hjá BÍ 2007, hjá Búgarði frá ársbyrjun 2008. Nafn: Svanhildur Ósk Ketilsdóttir. Starfsheiti: Ráðunautur. Starfsstöð: Akureyri. Uppruni og búseta: Uppalin á Finnastöðum í Eyjafjarðarsveit. Núverandi búseta er Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit. Menntun og fyrri störf: MSc próf árið 2010 frá Landbúnaðarháskóla Íslands sem var að hluta til tekið í Noregi, BSc nám í Búvísindum frá LbhÍ árið 2007. Lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri árið 2002. Hefur unnið við ýmis störf í gegnum tíðina, mörg þeirra landbúnaðartengd. Nú síðast hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar við ýmis skrifstofustörf. Rekstrarráðgjöf Helstu verkefni eru söfnun rekstrar- gagna, úrvinnsla þeirra og birting, rekstrargreiningar og áætlanagerð. Framsetning rekstrartalna í sam- starfi við fagsvið og búgreinafélög til nota við einstaklingsráðgjöf, rekstrarviðmið og í kjarabaráttu. Samræming áætlanagerðar og nýt- ingu rekstrargagna við markmið- asetningu í búrekstri. Samskipti við fjármálastofnanir og söfnun gagna um lánakjör og fleira er varðar fjármál bænda. Einstaklingsmiðuð rekstrar- og fjármálaráðgjöf til bænda í öllum búgreinum sem byggð er á þverfaglegum grunni. Nafn: Jóhanna Lind Elíasdóttir. Starfsheiti: Ráðunautur, ábyrgðar- maður rekstrar. Starfsstöð: Reykjavík. Uppruni og búseta: Fædd og uppalin í Reykjavík og búsett þar, en dvalið tímabundið við leik og störf í ýmsum landshlutum. Menntun og fyrri störf: BSc í viðskiptafræði, fjármálabraut, frá Háskólanum á Akureyri 2006, iðn- hönnun frá Iðnskólanum í Hafnarfirði 1996, stúdent frá MR 1988. Er í meistaranámi í fjármálum fyrir- tækja við Háskóla Íslands samhliða starfi. Var rekstrarráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands frá 2007, eftir að hafa starfað í landbúnaðar- Starfsmenn RML á sviði rekstrar og nýsköpunar Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.