Bændablaðið - 24.04.2013, Page 52

Bændablaðið - 24.04.2013, Page 52
52 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 Lesendabás Ljós í fjós Það er grundvallaratriði í stefnu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að öll atvinnuuppbygging fari fram í sátt við umhverfið og í anda sjálfbærrar þróunnar. Það þýðir ekki að Vinstri græn séu á móti atvinnuuppbyggingu. Á þessu kjörtímabili hafa stjórnvöld að stuðlað að uppbyggingu nýfjárfestingarverkefna á landsbyggðinni. Lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga frá 2010 eru byggð upp út frá svo kölluðu byggðakorti ESA þar sem tilgreind eru þau svæði á Íslandi sem heimilt er að styrkja nýfjárfestingarverkefni, en það eru landsbyggðarkjördæmin þrjú. Sams konar ívilnanir eru ekki í boði fyrir fyrirtæki í orkusækinni starfsemi sem kjósa að staðsetja sig innan höfuðborgarsvæðisins. Garðyrkjan – græn stóriðja Málefni garðyrkjubænda hafa komið upp í sambandi við orkusækna starfsemi á undaförnum árum. Bent hefur verið á hátt raforkuverð og háan dreifikostnaði. Stjórnvöld hafa undanfarin ár átt reglulega fundi með Sambandi garðyrkjubænda og hlustað á þeirra sjónarmið um lausnir í málum þeirra. Komið var í veg fyrir stórkostlega lækkaðar niðurgreiðslur á dreifikostnaði rafmagns þegar niður- skurður vegna hrunsins stóð sem hæst. Breyting var gerð á reglugerð frá 2005 um framkvæmd raforkulaga sem kom ekki eingöngu fjölda garðyrkjubænda til góða heldur einnig annarri orku- sækinni starfsemi á landsbyggðinni. Aðlögunarsamningur var endurnýj- aður árið 2012 og breytt í samstarfs- samning ríkis og garðyrkjubænda. Stórnotendur á rafmagni eða ekki? Samkvæmt skilgreiningu laga teljast garðyrkjubændur ekki til stórnotenda á rafmagni, en slíkir notendur njóta lægri taxta á gjaldskrá RARIK. Ríkið niðurgreiðir dreifikostnað rafmagns til ólíkra atvinnugreina og jafnvel þó að garðyrkjubændur séu ekki skilgreindir sem stórnotendur samkvæmt lögum er ljóst, á samanburði slíkra niðurgreiðslna milli atvinnugreina, að þeir hafa notið skilnings stjórnvalda á yfirstandandi kjörtímabili á aðstæðum þeirra. Augljóst er þó að garðyrkjubændur vilja ekki eiga sitt undir því að stjórnvöld hverju sinni hafi skilning á aðstæðum þeirra heldur að þeir séu skilgreindir sem stórnotendur samkvæmt lögum. Arndís Soffía Sigurðardóttir Er í 1. sæti á lista Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs á Suðurlandi. Orkusækin starfsemi á landsbyggðinni Á undanförnum mánuðum höfum við framsóknarmenn verið að skoða hvernig grunnþjónusta um allt land verði tryggð, m.a. afhend- ingaröryggi raforku og fjarskipti. Þar er mikið verk að vinna. Forsvarsmenn fyrirtækisins Mílu hafa í vetur kynnt mjög áhugaverðar hugmyndir um hvernig hægt væri að ljósleiðaravæða allt landið fyrir mun lægri upphæðir en áður hefur verið talað um. Þær hugmyndir byggjast á að nýta alla ljósleiðara sem fyrir eru í landinu. Eins og komið hefur fram eru fjarskiptafyrirtækin að setja upp svokallað ljósnet í þorp og bæi. Sú tækni nýtist ekki í dreifbýli vegna fjarlægða. Því þarf að leggja ljósleiðara heim að hverjum bæ. Kostnaður við það er áætlaður ca. 1 milljón kr. á hvert heimili. Eða um 4,5 milljarðar fyrir allt landið. Vissulega eru það miklar fjárhæðir. Til að lækka kostnaðinn þarf að skoða aðkomu svokallaðs Alþjónustusjóðs – sem er ætlað að skilgreina þá grunnþjónustu sem heimili lands og fyrirtæki eiga að hafa. Einnig myndi Fjarskiptasjóður – sem við framsóknarmenn viljum að virki sem jöfnunarsjóður – koma að málinu. Þá hafa mörg sveitarfélög sýnt þessu framfaramáli mikinn áhuga. Aðkoma ríkisins Ríkisstjórnin ætti að hafa frumkvæði að því að kalla saman fjarskiptafyrirtækin og leggja áherslur á að nýta Fjarskiptasjóð í slíkt verkefni. Einnig þarf framkvæmdavaldið að skoða skilgreiningar Alþjónustusjóðs með það markmið að beita honum til að tryggja öllum landsmönnum sömu grunnþjónustuna á sama verði. Þá þarf ríkisvaldið að skoða hvort upp bygging RÚV á útvarps- og sjónvarpssendum ætti að einhverju leyti að færast í ljósleiðarastrengi. Við það myndu sparast hundruð milljóna sem hægt væri að nota í fjarskiptaverkefnið. Það er nokkurt áhyggjuefni ef menn ætla sér að nota örbylgju eða loftsendingar áfram sem aðal- dreifileiðina í dreifbýli. Við sjáum nú þegar að miklar truflanir eru á útsendingum mjög víða og víða næst sjónvarp alls ekki. Því er mikil- vægt að skoða þennan kost. Þá mun ljósleiðari í sveitum mynda öruggt flutningskerfi fyrir 4G- farkerfið. Framkvæmdin Að mati Mílu þarf að gera nákvæma áætlun fyrir einstök svæði. Sjálf framkvæmdin er mjög áþekk sjálf- virknivæðingu símans fyrir 30 árum. Stofnkostnaðurinn er hvað dýrastur en rekstrarkostnaðurinn er mjög lágur – verkefnið snýst fyrst og fremst um að greiða niður fjármögnunina á einhverju árabili. Rekstrarkostnaður mun lækka því nú er tap á rekstri núverandi sam- skiptakerfis koparstrengjanna u.þ.b. 200-300 milljónir. Allir fjarskiptaaðilar geta veitt þjónustu á kerfinu. Mikilvægt er að allir landsmenn geti fengið jafna og góða þjónustu á sama verði. – Fyrir þessu höfum við framsóknarmenn talað. Með samstarfi allra aðila ásamt sveitarfélögunum væri hægt að ljós- leiðaravæða landið á nokkrum árum. Míla hefur talað um 4-5 ár eftir hálfs árs undirbúningstímabil. Hægt væri að forgangsraða verkefninu þannig að þau landsvæði sem erfiðast standa séu fyrst í röðinni. Ávinningurinn Að mati okkar framsóknarmanna er þetta eitt mikilvægasta byggðamálið. Ávinningurinn verður margþættur. Framkvæmdin er atvinnuskapandi í sjálfu sér. Hún mun minnka aðstöðu- mun íbúa landsins og gefur gríðarleg tækifæri til menntunar og atvinnu- sköpunar. Með aðkomu RÚV getur það loksins orðið raunverulegur fjöl- miðill í almannaþágu – en tæknileg vandamál hafa komið í veg fyrir það hingað til. Aðrir ljósvakamiðlar geta að sjálfsögðu einnig nýtt sér þessa tækni. Ný heildstæð byggðastefna er nauðsynleg. Framsóknarflokkurinn leggur mikla áherslu á að um hana ríki víðtæk sátt. Við erum fámenn þjóð í stóru landi. Eitt fyrsta skrefið ætti að vera ljósleiðaravæðing alls landsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins Gunnar Bragi Sveinsson formaður þingflokks Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Sigurður Ingi Jóhannsson Gunnar Bragi Sveinsson Arna Soffía Sigurðardóttir Þegar ríkisstjórnin kynnti helstu áherslumál sín á liðnum vetri taldi hún að minnsta kosti 177 mál brýnni en að lækka hús- hitunarkostnaðinn. Lagður var fram listi yfir 177 þingmál sem ríkisstjórnin vildi fá afgreiðslu á. Húshitunarmálin voru ekki á meðal þeirra. Hins vegar var ákveðið í fjár- lagaafgreiðslunni að innheimta 60 milljónir í sérstakar arðgreiðslur frá Orkubúinu og 310 milljónir frá RARIK. Þessar arðgreiðslur munu svo birtast okkur í hærri rafmagns- reikningum á þessu ári. Þetta kemur ofan í það að á þessu kjörtímabili hefur verið dregið úr niðurgreiðslum til húshitunar um heilar 600 milljónir króna, sem aftur hefur mætt okkur í formi hærri raf- magnsreikninga á landsbyggðinni. Þetta tvennt, mikill niður skurður á niðurgreiðslum og arðgreiðslu- kröfur á hendur orku fyrirtækjunum af hendi ríkisins, hefur skilað sér í því að venjulegur íbúi á Vestfjörðum til dæmis greiðir væntanlega sem svarar 14 til 15 mánuðum í hús- hitunarkostnað á ári, sé staðan borin saman við það sem var áður en þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hófust. Því miður kaus ríkisstjórnin að gera sem minnst með tillögur sem voru lagðar fram af stjórnskipaðri nefnd um jöfnun húshitunarkostn- aðar. Þær tillögur fólu í sér fjár- mögnun á aðgerðunum og voru unnar í sátt við fulltrúa þeirra svæða á landinu sem búa við mikinn hús- hitunarkostnað. Þessar aðgerðir bíða næsta kjörtímabils. Mesta ógnin við innanlandsflugið Stjórnvöld hafa hegðað sér með líkum hætti þegar hefur komið að innanlandsfluginu. Látlausar hækk- anir hafa orðið á álögum á innan- landsflugið. Gjaldahækkanir ríkisins í þessum efnum nema um 130% á kjörtímabilinu. Þetta kemur ofan í erfiðar rekstrar aðstæður innan- landsflugsins að öðru leyti; svo sem vegna hærra eldneytisverðs, erlendra aðfanga á borð við trygg- ingar og varahluti. Þessi gjaldastefna ríkisins er núna helsta ógnin við innanlands- flugið. Því miður fer farþegum sem geta nýtt sér flugið fækkandi. Með sama áframhaldi er hætt við að draga verði úr þjónustu við lands- byggðina. Kostnaður við innanlands- flugið lendir í raun allur á lands- byggðinni. Þeir sem veita þjónustu við landsbyggðina og nota innan- landsflugið senda fyrirtækjum úti á landi reikning inn. Ferðamönnum sem nota flugið fækkar, sem veikir ferðaþjónustuna úti á landi. Og kostnaður almenn ings og fyrirtækja á lands byggðinni eykst af því að nota flugið. Þetta eru tvö dæmi um tilteknar áherslur í byggðamálum. Þetta er í rauninni meðvituð stefna, sem birtist okkur í þessari mynd. Hvoru tveggja eru einstaklega neikvæðar fyrir landsbyggðarfólk, rýra lífs- kjörin á landsbyggðinni og veikja stöðu atvinnulífsins utan höfuð- borgarsvæðisins. Með öðrum orðum, meðvituð landsbyggðar- fjandsamleg stefna. Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður Landsbyggðinni sendur tónninn REYKJAVÍK - AKUREYRI ÞÓR HF Grjót - og malarvagn Marshall grjót- og malarvagnar. 12 tonna. ÞÓR HF | Reykjavík: Krókhálsi 16 | Sími 568-1500 | www.thor.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.