Bændablaðið - 24.04.2013, Side 55

Bændablaðið - 24.04.2013, Side 55
55Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 Það er eftirtektarvert að umræða um landbúnað i kosningabaráttunni hefur verið málefnaleg. Ég segi eftirtektarvert vegna þess að enginn stjórnmálaflokkur hefur talið sér það til framdráttar að berja á hagsmunum bænda og landbúnaðarins. Það er af sem áður var, er einstakir flokkar reyndu að fiska fylgi með því að kasta ryki í augu kjósenda með því að boða frjálsan innflutning sem bjargráð heimilanna. Þessum árangri hafa bændur sjálfir náð með ábyrgri framgöngu á undanförnum árum. Við höfum lagt ríka áherslu á að vinna með stjórnvöldum að hagsmunum landbúnaðarins. Með öllum stjórnmálaflokkum er hafa verið við völd á hverjum tíma. Við höfum lagt áherslu á að koma á framfæri réttum upplýsingum og bregðast við ómálefnalegri og óvæginni gagnrýni. Það tel ég vera grunninn að þeirri ríku sátt sem um landbúnaðinn ríkir. Þetta er mikið afrek og fjöregg okkar bænda. Ég tel, og er kannski ekki alveg hlutlaus í því mati, að sá árangur sem náðst hefur á undanförnum árum megi vera fyrirmynd annara til að vinna skynsamlega að bættu umhverfi okkar allra her a landi. Eg vil undirstrika að meðan ég var á vettvangi Bændasamtakanna átti ég gott samstarf við allar ríkisstjórnir, meira að segja þá sem stjórn sem hefur setið undanfarin ár. Hennar verkefni hafa verið mikil. Það er rétt sem atvinnuvegaráðherra segir í grein í Bændablaðinu fyrir skemmstu að bændur og stjórnvöld hafi fundið taktinn í góðu samstarfi. Þetta skulum við meta og virða. Alveg er nóg af sundurlyndisfjandanum. Hins vegar hefur ekki ríkt nægjanlegur skilningur á mikilvægum grunn- forsendum, sem þarf að laga. Og til að vinna að því þarf sterka ríkisstjórn sem getur og vill skilja grundvallarhagsmuni bænda. Þetta er ágætt að hafa í huga þegar skoðuð er barátta Samtaka verslunarinnar. Þar er ráðist fram með málflutning sem beinlínis er rangur. Enda hafa kannanir sýnt að neytendur hafa enga trú a málflutningi samtakanna. Umræðan er enda reist á vafasömum forsendum og skeytir engu um staðreyndir. Enn er reynt að halda því fram að lækkun tolla lækki matarverð og að innganga í ESB lækki verð á matvöru. Spyrja má hvers vegna ekki er sótt að lækkun tolla og gjalda á raftæki, föt eða skó? Það væri heldur betur kjarabót. Nýr samanburður a útgjöldum heimila á milli landa sýnir ekki slæma stöðu vegna matarkaupa. Samanburður i öðrum flokkum er mun verri. Spyrja má hvers vegna er ekki barátta þar? Það er líka athyglisvert að barátta þeirra nær ekki hljómgrunni. Enda hefur eins og áður sagði verið unnið af ábyrgð að hagsmunum landbúnaðarins. Bændasamtökin sjálf þurfa líka að gæta að sér, þannig að þau spilli ekki samstöðu. Ég veit að línan er fín og vegurinn vandrataður, en hann er vel fær. Á þessum grunni má vel reisa nýja tíma til betri afkomu og öflugri sveita. Sveitirnar og íbúar þeirra eiga ekki að draga af sér að láta til sín taka. Þar eru verkefnin mörg. Landsbyggðin og sveitirnar þurfa nauðsynlega á því að halda að um hagsmuni þeirra ríki góður skilningur og að fyrir þeim hagsmunum fari öflug sveit. Sú sveit þarf að vera sterk og öflug. Haraldur Benediktsson Til umhugsunar fyrir Framsóknarkjósendur Eystra var Framsókn á fullu ferlegum landspjöllum ullu. Í Lagarfljót þeir söfnuðu leir svo Ormurinn dó þar úr drullu. Nýjustu niðurstöður skoðana- kannana um fylgisaukningu Framsóknar eru ógnvekjandi. Sömu kannanir greina raunar einnig frá að sá hluti kjósenda sem er á þessum glapstigum sé einnig sá menntunarsnauðasti, en fyrr má nú vera sljóleikinn og skammtíma minnið. Getur verið að gamla spakmælið um að þangað leiti klárinn sem hann er kvaldastur sé enn að sanna sig. Virkjanaóður flokkur Í Kárahnjúkavirkjunar djöfulskapnum fóru þau fyrir Halldór Ásgrímsson, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra fyrst og fremst til að skara eld að sinni atkvæðaköku. Þau hundsuðu algerlega athugasemdir og niðurstöður Skipulagsstofnunar, álit og viðvaranir vísindamanna og fagstofnana sem að málinu komu, svo og víðtæk andmæli náttúruverndarsamtaka. Sif sagði að landið þar efra væri ljótt og bara grjót og engin eftirsjá hjá sér að sökkva því og einhverjir silungs tittir í Leginum skiptu sig engu máli. Nú standa því landsmenn frammi fyrir afleiðingunum og allt í boði Framsóknarflokksins. Ómetanlegri og óafturkræfri öræfadýrð var drekkt og jökulkorgurinn er að drepa allt líf í Lagarfljóti og trúlega langt á haf út. Díoxíðmengun hrellir Reyð- firðinga og auðhringurinn fær orkuna á gjafverði og smeygir sér framhjá tekjuskatti með framtalsbrellum. Virkjunin olli ofþenslu í hagkerfinu á versta tíma, eins og vel er tíundað í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, og átti þannig sinn drjúga þátt í Hruninu og síðan skuldavanda fjölda þeirra sem nú virðast ætla að verðlauna skaðvaldinn með atkvæði sínu. Síðan bætti Valgerður gráu ofan á svart með algerlega þarflausri skipulagsbreytingu í orkusölumálum sem hækkaði verð til heimila og fyrirtækja á landsbyggðinni um 20-30%. Iðrun eða eftirsjá er hvergi að sjá eða heyra hjá þessari þrenningu sem enn nýtur óskoraðrar velþóknunar og trausts nýrrar flokksforustu, enda báðar kvinnurnar í heiðurs sætum í sínum gömlu kjördæmum. Verði silfurskeiðabandalagið undir forsæti Sigmundar Davíðs niðurstaðan eftir kosningar mun stóriðjugeggjunin taka við á ný með virkjunum í Bjarnarflagi, neðri hluta Þjórsár og hvarvetna annars staðar eins og enginn sé morgundagurinn eða nýjar kynslóðir í þessu landi sem þurfi svigrúm og orku. Að ógleymdum rafsölusæstreng til Evrópu sem auðvitað myndi koma í bakið á okkur sjálfum í hækkuðu orkuverði. SÍS og Samvinnutryggingar Svo má minna sljóa kjósendur á fyrri „afrek“ mörg og stór sem Framsókn kom í kring í helmingaskipta- ríkisstjórnum sínum með Íhaldinu. Einkavinavæðing bankanna, förgun Lánasjóðs landbúnaðarins, samþykki Halldórs fyrir innrásinni í Írak, samvinnuhugsjónin gefin upp á bátinn, en gróðaóðum siðblindingjum hampað sem gullkistuvörðum flokksins og þar sitja þeir enn. Hvar eru fjármunir Samvinnu- trygginga sem áttu að skiptast á milli 40.000 tryggingataka en hurfu síðan viku áður en það skyldi ske, inn í reykfyllt bak herbergi Framsóknarhöfðingjanna? Væri ekki ráð að bíða með að kjósa þennan flokk þangað til þessum fjármunum hefur verið skilað í réttar hendur? Töfrabragðaformaður En þetta eru nú gamlar yfirsjónir segir Framsóknarfólk. Flokkurinn er búinn að kasta þeim öllum á bak við sig og kominn með syndlaust snilldarmenni sem formann. Svo er hann líka sterkefnaður. Það kann að vera að einhverjir beri lotningu fyrir moldríkum stjórnmálamanni og telji það jafnvel ávinning að hann skuli aldrei hafa þurft að dýfa hendinni í kalt vatn eða migið í saltan sjó. Gunnlaugur faðir hans, sem er Strandamaður, var þingmaður okkar Vestfirðinga 1995-1999 en var síðan ýtt til hliðar og var í sára- bætur gerður framkvæmdastjóri hermangsfyrirtækisins Kögunar. Að sögn Guðna Ágústssonar í ævisögu sinni var Gunnlaugur fjölmenntaður og margreyndur úr stjórnsýslu og rekstri og fórst því þetta starf vel úr hendi. Námsskuldir eru því ekki að sliga soninn, sem hefur því líkt og fræg sjónvarpsstjarna 5 háskólagráður og er metinn á milljarð. Ef fer sem horfir getum við því bráðum státað af auðugasta forsætisráðherra í Evrópu. Og hann er eflaust syndlaus, að minnsta kosti ef borið er saman við suma fyrirrennara hans. En um snilldina gegnir öðru máli. Framsókn er áður þekkt fyrir glæsileg töfrabrögð og hugmyndaauðgi í kosningabaráttu. Hver man t.d. ekki eftir vímulausu Íslandi árið 2000? Sigmundur Davíð hefur greinilega aflað sér háskólagráðu í töfrabrögðum, svo vel sem hókus pókus hans um skuldaafskriftir og afnám verðtryggingar gengur í kjósendur. Að ná 240 milljörðum af kröfuhöfum föllnu bankanna til skulda afskrifta eru með öllu óraunhæfar hugmyndir, brjóta fyrir það fyrsta í bága við eignarréttarákvæði stjórnar- skrárinnar og ef og þegar hægt væri að komast yfir þá hindrun hlytu þessir fjármunir að ganga fyrst til að vinna á snjóhengjuvandanum. Þetta fé verður því ekki notað tvisvar og barnalegt af kjósendum að ímynda sér að þeir fái ávísanir frá Sigmundi strax og hann kemst til valda, nema þá hann taki fjármuni úr eigin sjóðum. Enn er því við að bæta að almenn skuldaleiðrétting Sigmundar kemur afar óréttlátlega niður, fólk með háar tekjur og miklar eignir nyti þeirra helst, auðmenn meira en fátæklingar, Reykjavíkursvæðið langtum meira en landsbyggðin og á endanum borguðu svo skattgreiðendur auðvitað Framsóknarvíxilinn. Varðandi verðtrygginguna var það Framsókn fyrir atbeina Ólafs Jóhannessonar sem lögleiddi hana. Er ekki frekar órökrétt af kjósendum að treysta Framsókn helst til að farga þessu afkvæmi sínu? Því finnst mér tímabært að villuráfandi Framsóknarsauðir fari að átta sig á að Sigmundur keisari þeirra er ekki í neinum fötum. Kosningavíxlar hans eru blekkingar og töfrabrögð sem skuldug heimili mega ekki falla fyrir. Jón Bjarnason á þing Síðast en ekki síst er hér í Bænda- blaðinu rík ástæða til að minna á flöktandi afstöðu Framsóknar til ESB og aðildarviðræðnanna. Halldór, Valgerður og Siv voru öll annaðhvort aðildarsinnar eða hlynnt aðildarviðræðum. Í opnuviðtali við Sigmund Davíð í Mbl. 13. apríl sl. minnist hann ekki einu orði á ESB eða aðildarviðræðurnar. Hann vill greinilega engan styggja. Þetta segir mér að Framsókn er tvístígandi eins og eru hennar ær og kýr og viðræðuslit eru ekki hin opinbera stefna lengur – bara þjóðaratkvæði einhvern tímann. Nú vill svo til að bændafólk þarf ekki að kjósa einhverja vafagemlinga í þessu stórmáli. Við Regnbogafólk bjóðum fram J-lista um allt land og efst á okkar stefnuskrá eru tafarlaus viðræðuslit og afturköllun ESB- umsóknar. Í síðasta Bændablaði var greint frá þakkarviðurkenningu sem aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Strandasýslu veitti Jóni Bjarnasyni, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, fyrir vel unnin störf í þágu bænda og auðsýnda staðfestu gegn aðild að Evrópusambandinu. Látum þessa viðurkenningu gefa tóninn 27. apríl næstkomandi. Við tryggjum nefnilega ekki eftir á. Indriði Aðalsteinsson Skjaldfönn Indriði Aðalsteinsson Sterk og öflug VÆNGJAHLIÐ Úr ryðfríu stáli POLERUÐ, tilbúin til uppsetningar, 3 metra breið. Uppl. S. 477 1286 - 897 7930 Haraldur Benediktsson Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.