Bændablaðið - 24.04.2013, Qupperneq 57
57Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013
Ausa T144:
Lítill og afar lipur fjölnota lyftari
Vélabásinn
hlj@bondi.is
Hjörtur L. Jónsson
Sem betur fer eru alltaf forvitni-
legar nýjungar sem létta mönnum
verk og vinnu að detta í sölu hér á
landi og fyrir nokkru var Klettur
með sýningu á sniðugum fjölnota
smályfturum á athafnasvæði sínu
Klettagörðum 8-10. Á sýningunni
gafst mönnum kostur á að prófa
lítillega litla fjölnota lyftarana
sem Klettur hefur nýverið hafið
sölu á.
Ég skellti mér á sýninguna og
fékk að prófa gripinn í smá stund.
Lyftarinn heitir Ausa T144 og er
skotbómulyftari með fjögurra
strokka dísilvél frá Kubota og á að
skila 30,8 hestöflum. Ausa T144
er skráð sem vinnuvél og þarf
J-vinnuvélaréttindi til að keyra hann
(litla lyftaraprófið).
Lyftihæð nærri fjórir metrar
Hámarkshraðinn er ekki nema 17
km/klst. og er hægt að lyfta upp í
3.990 millimetra hæð, þyngdin er
ekki nema 2.400 kg, breidd er 141
cm og hæðin er ekki nema 195 cm
(hæðina er hægt að lækka aðeins
með því að fella vinnuljósið sem er á
lömum aftur fyrir stýrishúsið). Þessi
litla hæð ætti að gagnast mörgum
til að moka út úr haughúsum,
kjöllurum og fleira.
Hjólbarðarnir eru á 12 tommu
felgum með þokkalega grófu
dráttarvéla munstri. Aukaúrtak er
fyrir glussatengingu framan á lyftar-
anum þar sem hægt væri að tengja
við klemmukló og fleira.
Afar lipur í snúningum
Það fyrsta sem ég tók eftir var
hversu lipur lyftarinn var í öllum
hreifingum. Beygjuradíusinn var
bara nokkrir metrar á heilum hring.
Lyftugetan er yfir tonn upp í fjög-
urra metra hæð, en hámarkslyftigeta
næst tækinu er 1.150 kg.
Ágætur í mokstur
Að moka möl og slétta úr hlassi er
mjög auðvelt ef maður bakdregur
hrúguna. Það var aðeins tvennt sem
ég var ekki sáttur við (sem ætti að
vera auðvelt að leysa); á böggla-
grjótinu fannst mér hann frekar stíf-
ur, en ég er viss um að það sé í lagi
að hleypa aðeins úr dekkjunum til
að mýkja hann (var með tæp 60 psi
í dekkjunum). Hitt var hávaðinn inni
í stýrishúsinu frá útblæstrinum, en
pústið er út undir lyftaranum hægra
megin. Persónulega myndi ég fá mér
pústbarka og leiða hann aftur fyrir
lyftarann til að minnka hljóðið utan
frá inn í stýrishúsið.
Margs konar notkunarmöguleikar
Það litla sem ég ók lyftaranum sá
ég fyrir mér margs konar notkunar-
möguleika sem liðlétting til ýmissa
smærri verka, s.s. alls moksturs við
þröngar aðstæður, snjómoksturs og
rúllubaggavinnu hvers konar.
Þrjár gerðir eru í boði af Ausa-
lyfturum hjá Kletti en sá sem ég prófaði
var sá smæsti og er verðið er mjög
nálægt 5 milljónum fyrir utan vsk.
Beygjuradíusinn er afar lítill.
Þrjár gerðir eru í boði af Ausa-lyfturum hjá Kletti.
Hjólbarðarnir eru á 12 tommu felgum með þokkalega grófu dráttarvéla-
munstri.
Að moka möl og slétta úr hlassi er mjög auðvelt ef maður bakdregur hrúguna.
Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100
Hafðu
samband!
568 0100
Gámurinn
er þarfaþing!
Gistigámar Geymslugámar Salernishús
» Til sölu og/eða leigu
» Margir möguleikar í stærðum og útfærslum
» Hagkvæm og ódýr lausn
» Stuttur afhendingartími
www.stolpiehf.is
AT
H
YG
LI
E
H
F.
-0
1-
13
PL 01 Svart PL 45 Silfur-
metallic
PL 20 Dökk Grá PL 22 Dökk Rauð PL 56 Dökk brún PL 42 Rauðbrún PL 80 Hvítt PL 55 Kopar -
metallic
Aluzink Kopar
BLIKKÁS –
Smiðjuvegi 74 – 200 Kópavogi – Sími 515 8700
www.funi.is – www.blikkas.is
Fr
u
m
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
Litir í miklu úrvali
Það er engin ástæða til að horfa á heiminn í
svarthvítu. SIBA–ÞAKRENNUKERFI í fjölda lita