Bændablaðið - 24.04.2013, Page 59

Bændablaðið - 24.04.2013, Page 59
59Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 Lovísa Ýr Héðinsdóttir er 15 ára gamall nemandi við Hlíðarskóla á Akureyri. Hún æfir söng og hefur gaman af landafræði í skólanum. Í sumar ætlar hún meðal annars að fara til útlanda í sumarfríinu. Nafn: Lovísa Ýr Héðinsdóttir. Aldur: 15 ára. Stjörnumerki: Ljón. Búseta: Akureyri. Skóli: Hlíðarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Landafræði. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Kettir. Uppáhaldsmatur? Pasta. Uppáhaldshljómsveit? Ég á enga uppáhaldshljómsveit. Uppáhaldskvikmynd? The Hunger Games. Fyrsta minningin þín? Þegar litli bróðir minn fæddist. Æfir þú íþróttir eða spilar þú á hljóðfæri? Ég æfi söng. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Að fara á Facebook, Youtube og Tumblr. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Kennari eða sál- fræðingur. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Raka af mér allt hárið. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Skólasund. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar? Já, fara til útlanda. /ehg Hvolpainniskór PRJÓNAHORNIÐ Stærð: 23/25-26/28-29/31-32/34-35/37. Lengd á fæti: 15-17-18-20-22 cm. Efni: Nepal frá Drops nr. 4311, 150 g. Svart í eyru og auga- hvítt og rautt í tunguna. Heklunál nr. 4,5 Heklað er í hring til að byrja með en síðan fram og til baka. Byrjun á tá og eyra. Snúið garninu einu sinni um vinstri vísifingur til að mynda lykkju, haldið í lykkjuna með vinstri þumalfingri og löngutöng, leggið þráðinn yfir vinstri vísifingur. Stingið heklunálinni gegnum lykkjurnar, sláið upp á garnið og dragið það gegnum lykkjuna, heklið l loftlykkju. Síðan eru heklaðar fastalykkjur kringum hringinn sem myndast. Þá á að vera hægt að draga saman opið í miðjunni. 1. umf. heklið 7-7-7-8-8 fastalykkjur utan um hringinn tengið í hring. 2. umf. Heklið 2 fastalykkjur í hverja fastalykkju. =14-14-14-16-16 fl. 3 umf. Heklið fastalykkju í fastalykkju en aukið í um 4-6-8-8-8 = 18-20-22-24-2 fastal. 4.umf. Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju. 5. umf. Heklið 1 fastal í hverja fastal. En aukið um 8 l allan hringinn 16-18-30-32-32 fl. 6. umf. Heklið 1 fastal í hverja fastal. 7. umf. Heklið 1 fastal í hverja fastal. Aukið um leið um 4 fl. jafnt yfir = 30-32-34-36-36 fl. Heklið nú 1 fl í hverja fl í hring þar til skórinn mælist um 7,5-8,5-9,10,11 cm. Þegar lokið er síðustu fl í síðustu umferðinni haldið þá áfram næstu 10-10-11-12-12 fl. Fyrsta röð frá réttu. Snúið nú skónum og heklið 1 fl í hverja af næstu 20-20-22-24-24 fl frá röngu, (= 10-12-12-12-12 fl.) til baka á miðju framan á skónum. Nú er heklaður sólinn undir skónum. Heklið fram og til baka þessar 20-20-22-24-24 fl. þar til skórinn mælist 14,5-16,5-17,5-19,5- 21,5 cm þá er næsta röð frá réttu hekluð þannig. 1. röð heklið 6-6-7-8-8 fl. Takið saman 2 fl þannig: stingið nálinni gengum 1 fl dragið þráðinn í gegn stingið svo í gegn um næstu fl dragið þráðinn í gegn, dragið svo þráðinn gegnum þessar 3 l. Endurtakið þetta 4 sinnum= 8-8-9-10-10 fl. Snúið 10-10-11-12-12 fl eiga þá að verða eftir hinum megin. 2. röð Takið saman á sama hátt og áður 2 fl, 4 sinnum. 1 fl í hverja fl út umferðina. =6-6-7-8-8 fl snúið. 3. Röð heklið 2-2-3-4-4 fl takið 2 fl saman síðustu 4 fl= 4-4-5-6-6 fl. 4. Röð takið 1-1-1-2-2 fl saman yfir fyrstu 2-2-2- 4-4 fl, 1fl í hverja fl út umf. 0 3-3-4-4-4 fl. Klippið og gangið frá endanum. Heklið nú yfir hinar 10-10-11-12-12 fl hinum megin. 1. röð Takið saman 2 fl yfir fyrstu 4 fl síðan 1 fl i hverja fl út umferðina =8-8-9-10-10 fl snú 2. röð Heklið 4-4-5-6-6 fl og takið saman 2fl og 2 fl yfir síðustu 4 fl.= 6-6-7-8-8 snú. 3. Röð takið saman 2 fl og 2 fl yfir fyrstu 4 fl, 1 fl í hverja fl út umferðina=4-4-5-6-6 fl 4. röð takið úr 1-1-1-2-2 fl yfir síðustu 2-2-2-4-4 fl.= 3-3-4-4-4 fl. Klippið og gangið frá endanum. Saumið skóinn saman á miðjum hæl. Byrjið á miðjum hæl og heklið eina umferð fastalykkjur allan hringinn. Heklið í hornunum þannig að stungið er heklunálinni gegnum 1 fm. dragið þráðinn í gegn stingið í næstu fl og dragið þráðinn í gegn sláið upp á og dragið gegnum allar 3 lykkjurnar. Heklið aðra umferð fastalykkjur allan hringinn dragið þráðinn í gegn um síðustu lykkjuna og gangið frá. Eyru: Heklað í hring. Byrjið að hekla samkvæmt leiðbeiningunum í byrjun með svörtu. 1.umf. Heklið 4 fl utan um byrjunarhringinn. 2. umf. heklið 2 fl í hverja fl. 3. umf. 1 fl í næstu fl 2 fl í næstu fl endurtakið.= 12 fl 4. umf.1 fl í næstu 5 fl, 2 fl í næstu fl endurtakið = 14 fl 5.-6. umf. Fastalykkju í fastalykkju allan hringinn. 7. umf 1 fl í næstu 5 fl 2 fl saman (úrtaka) endurtakið = 12 fl 8.umf Heklið fl í fl allan hringinn. 9 umf 1 fl í næstu fl hekla 2 fl saman endur- taka= 8 fl klippið og gangið frá endanum. Hekla annað eyra eins. Auga: Hekla í hring með svörtu Byrjað á sama hátt og á skónum og eyrunum. Heklið 6 fl í hringinn. Heklið 2 fl í hverja fl = 12 fl. Klippið þráðinn og gangið frá. Tunga: Hekluð fram og til baka fastahekl. Fitjað upp 2 loftlykkjur með rauðu. 3 fl í aðra loftlykkju frá nálinni. Heklað 2 fastalykkju umferðir með 3 fastalykkjur í hverri umferð. Klippið og gangið frá þræðinum. Rófa: Heklið 9 loftlykkjur með svörtu. Síðan 1 fl í 2 loftlykkju frá nálinni, þá l loftlykkju og 1fl endurtekið út umferðina. Endað á 1 fl í síðustu loftlykkjuna. Klippa frá og ganga frá endanum. Frágangur: Saumið eyrun á sitt hvoru megin til hliðar á skónum.. Saumið heklaða augað á með hvítum krossi og saumið hitt augað með svörtum krossi á móti. Saumið út munninn og trýnið. Saumið tunguna og rófuna á FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Rakaði eitt sinn allt hárið af 2 9 6 7 3 8 5 1 8 6 1 4 7 6 9 4 8 7 8 1 3 4 3 2 4 1 2 5 4 1 6 9 5 9 6 4 3 7 6 1 8 9 8 6 9 4 1 6 2 5 1 4 6 9 2 5 7 8 5 6 7 8 3 6 7 9 6 2 829 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautir á vefsíðunni www. sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. 6 Rakel Ýr ætlar að verða kennari eða sálfræðingur þegar hún verður full- orðin. Heklað, prjónað og saumað út Litríkar lykkjur úr garðinum eftir Arne og Carlos sem gáfu út hina eftirminnilegu Jólakúlubók á síðasta ári er komin út en hér bregða höfundarnir á leik með fjölmörg skemmtileg verkefni og sækja innblástur í garðinn sinn. hitaplatta, sessur og aðra heklaða eða og blómabörn birtast sem prjónuð leikföng og stjúpurnar í garðinum verða fyrirmyndir að útsaumuðum púðum. Hlýleg teppi, hekluð eða prjónuð úr garnafgöngum, er algjör nauðsyn utan- sem og innandyra og gleðja augað. Litríkar lykkjur úr garðinum er falleg bók fyrir hannyrðafólk og aðra fagurkera. Verkefnin eru fjölbreytt – bæði stór og smá – og henta byrjendum jafnt sem lengra komnum. Kvennakór Kópavogs leggur land undir fót Á sumardaginn fyrsta mun Kvennakór Kópavogs leggja land undir fót. Fyrst er förinni heitið vestur í Dali, nánar tiltekið í Búðardal, þar sem áð verður í Leifsbúð og sungið um kl. 13.00 við opnun Jörfagleði. Leiðin liggur síðan alla leið til Ísafjarðar þar sem kórkonur munu dveljast dagana 25.-28. apríl og taka þátt í kóramóti í boði Kvennakórs Ísafjarðar. Aðrir kórar þar verða Kvennakór Öldutúns úr Hafnarfirði og norski kórinn Corevi. Allir kórarnir munu syngja á tónleikum í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 27. apríl kl. 17.00. Vortónleikar kórsins verða síðan haldnir í Digraneskirkju miðvikudags kvöldið 1. maí kl. 20.00. Boðið verður upp á takfasta tóna og suðræna sveiflu en þar koma fram ásamt kórnum þau Kristjana Stefánsdóttir og Sigurður Guðmundsson, sem mun syngja lög af plötunni Okkar menn í Havana. Helga Laufey Finnbogadóttir leikur á píanó, Axel Haraldsson á trommur og Þorgrímur Jónsson á bassa. Stjórnandi kórsins er að vanda Gróa Hreinsdóttir. Eftir vortónleika verður síðan skipt um takt. Þá ætlar hópur úr kórnum að taka þátt í mótorhjólamessu, sem er árlegur viðburður í Digraneskirkju á annan í hvítasunnu, 20. maí. Verður messan í ár með sveitahljómi og gospelsniði. Vonast Kópavogskonur til að sjá sem flesta á þessum stöðum í vor.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.