Læknablaðið - 28.12.1958, Blaðsíða 14
134
LÆKNABLAÐIR
grundvallar, þó gefur hann í
skyn á fleiri en einum stað,
að getuleysi og skortur á eðlis-
greind sé meginorsökin.
V. J. telur, að markmið há-
skólafræðslu, þ. e. kennslu í
Læknadeild, eigi að vera það,
að læknar skrifi sæmilega vand-
að ritmál á hans vísu. Þetta er
að sjálfsögðu alger misskilning-
ur, og ætti V. J. að vera ljóst,
að i Læknadeild fer engin ís-
lenzkukennsla fram. Ivennarar
deildarinnar sjá naumast skrif-
aða setningu eftir nemendur
sína, að undanteknum tveim
stuttum ritgerðum á kandidats-
prófi. Það er því bersýnilegt, að
Læknadeild Háskólans hvorki
getur haft né her að liafa nokk-
ur sérstök markmið varðandi
leikni lækna í meðferð íslenzks
ritmáls. V. J. ætti að vera kunn-
ugt, að fræðsla i þessari grein
er læknaefnum veitt i mennta-
skóla.
IV.
Þegar dæma á um raunveru-
lega getu lækna í meðferð móð-
urmálsins eða þegar hera skal
saman einstaka lækna innbyrð-
is á þessu sviði, mætti ætla að
rétt væri að liverfa til þess tíma,
er aðstaða þeirra var jöfn og
áhugi á þessum málum svipað-
ur, þ. e. í menntaskóla og þá
einkum við stúdentspróf. Að
visu er slikt mat ekki óskeik-
ult, en þó má fullvíst telja,
að það sé reist á þekkingu og
sanngirni. Niðurstöður, sem
byggjast á slikri athugun,
myndu V. J. næsta óhagstæðar,
því að í Ijós kæmi, að geta lians
í íslenzku eftir mati stúdents-
prófs hefur verið mun minni
en þeirra lækna, sem nú rita
einna lélegast mál að dómi V.
J. sjálfs, og ekki skal dregið i
efa, að sá dómur sé réttur. Þeir,
sem nú eru síztir í meðferð ís-
lenzks ritmáls, liafa því um eilt
skeið sýnt meiri hæfni en V. J.,
og er þá augljóst, að sú lilgáta
hans fær tæplega staðizt, að
getuleysi og almennur skortur
á eðlisgreind sé meginsök
þeirra vankanta, sem finna má
í ritmáli lækna. Það er fyrst
og fremst æfing og áhugi, sem
þarf til Jæss, að menn nái góðu
valdi á ísl. ritmáli. Þannig er
það fyrir töframátt æfingarinn-
ar, sem V. J. hefur öðlazt fim-
leg verknaðartök á meðferð ís-
lenzkra orða, hæði livað snertir
niðurröðun þeirra og nýsmíð,
enda má hann með fullum rétti
teljast þjóðhagi í nýyrðasmíð.
Höfundur gerir grein fvrir
liugmyndum sínum um mennt-
un og tæknilega þjálfun, og eru
þær næsta einstrengingslegar.
Virðist hann telja orðsins mennt
— niðurröðun orða í setningar
— það eina, sem nefna beri
menntun, að kunna góð skil á
þessari grein sé frumskilyrði
þess að geta talizt menntamað-
ur, en þekking á öðrum sviðum
reiknar hann aðallega tæknilega