Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 28.12.1958, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 28.12.1958, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 147 stjórnar L. I., að hún hlutist til um endurskoðun á gjaldskrá fyrir héraðslækna, bæði endur- mat einstakra liða og heildar- gjaldskrárhækkun til meira samræmis við gjaldskrá Reykja- víkurlækna fyrir samskonar verk.“ Samþykkt var að vísa þess- um ályktunum til samninga- nefndar héraðslækna. Þá var lögð fram svohljóð- andi ályktun frá svæðisfélagi Suðurlands: „Aðalfundur Læknafélags Suðurlands, haldinn í Heilsu- hæli Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði, mótmælir eindregið þeirri ósanngirni, sem fram kemur í lögum um almanna- tryggingar nr. 24. frá 29. marz 1956, þar sem greiðslum til lækna er skipt eftir verðlags- svæðum, þannig, að læknar á 1. verðlagssvæði fá 5 kr. frá sjúkl. á stofu og 10 kr. fyrir vitjun, en læknar á 2. verðlags- svæði mega ekki taka neinar greiðslur frá sjúklingum sínum. Selfossi, 8. júni 1958. Jón Gunnlaugsson.“ Álvktun þessari var vísað frá til betri undirbúnings. M. a. var hent á, að læknar á 1. verðlags- svæði fórnuðu 14% af fasta- gjöldum fyrir þessar auka- greiðslur. Næst var rætt um orlof hér- aðslækna. Eggert Einarsson reifaði mál- ið, Benti hann á, að samkvæmt reglugerð um orlof og veilcinda- forföll starfsmanna ríkisins, ættu héraðslæknar rétt á orlofi. — A síðasta aðalfundi L. I. liafi verið samþykkt tillaga þess efnis, að stjórn L. í. yrði falið að semja um það við heilbrigð- isstjórnina, að læknastúdentar úr síðasta hluta verði ráðnir til að gegna fyrir liéraðslækna í lögboðnu orlofi þeirra, þegar ekki er kostur að fá lækna eða kandidata. Síðan hefur skipazt svo, að stúdentar í síðasta hluta verða hundnari við nám en áð- ur hefur verið. Formaður kvaðst hafa skrif- að landlækni um ofangreinda samþykkt. Hafi liann taliðlækna eiga kröfu til orlofs frá em- bættisstörfum og skvlt að reyna að sjá þeim fyrir staðgöngu- mönnum í þau. Hins vegar væri praxis hér undanþeginn. Heil- hrigðisstjórnin hefði heimild til að ráða 6 menn sem orlofsstað- gengla. Benti formaður á, að reyna mætti að láta hvert svæð- isfélag ráða sér staðgöngumann og ráðstafa honum í samráði við landlækni. Páll Kolka réð til þess, að heilbrigðisyfirvöld ákvörðuðu samanlagðan orlofstíma allra embættislækna á hverju svæði og’ ákvæðu síðan ráðningartíma staðgöngumanns í samráði við stjórn viðkomandi svæðisfélags. Eggert Einarsson taldi tormerki á því, að liéraðslæknar gegndu liver fvrir annan. Ólafur Geirs- son vakti athvgli á upplýsing- um, er liann liefði frá land-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.