Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 28.12.1958, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 28.12.1958, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 135 þjálfun. Stundum víkur hann frá skýrgreiningu sinni á menntamanni og ræðir um illa talandi og illa skrifandi mennta- menn, einnig er þar minnzt á óvalda menntamenn, og er þeim í náð gefin undanþága frá því, „að vera neinir kunnáttumenn á mál og stíl“. Það er rétt, sem V. J. segir, að lágmarkskröfur verður að gera um meðferð máls og stils, því „fyrir neðan lágmarkstök á einhverju tungumáli, er mönn- um meinað að geta hugsað á viðhlítandi hátt“, en hið rétta mun vera: meinað að tjá öðr- um hugsanir sínar á viðhlítandi hátt. Nú er alkunna, að næstum allir íslendingar — þeir, sem eru með.réttu ráði — fullnægja lág- markskröfum í þessu efni, og jafnvel allmargir þeirra, sem ekki teljast með fullu viti. Tal- ið er, að lslendingar skari fram úr öðrum þjóðum í þessu efni, og sú kvnslóð, sem nú byggir landið, er á þessu sviði, eins og mörgum öðrum, fremri þeim kynslóðum, sem á undan eru gengnar. Þetta er aðeins einn liður í þeirri alhliða þróun, sem við eigum að veita athygli og gleðjast vfir. V. Ekki telur V. J. nauðsynlegt, vegna læknisstarfsins, að lækn- ar hugsi. Gagnvart fólkinu í landinu álítur liann fullnægj- andi um lækna, að þeir „hafi það í lúkunum“, sem sjúkur al- menningur á undir þá að sækja. Læknar þurfi aðeins að liugsa, vegna þess að þeir hafa numið fræði sín í háskóla. Stingur V. J. upp á því, að flytja mætti læknisfræðinám í Iðnskólann eða Landssmiðjuna og þá væru læknar leystir undan þeirri kvöð að tala, skrifa og hugsa. Þessa sérstæðu hugaróra sína endar V. J. eins og refsiglaður dómari, með hnitmiðuðum hrakspám, hlakkandi yfir nið- urlægingu fórnardýrsins þann- ig: „Og þróunin er einsýn, þó að hún sé ekki alls kostar hugn- anleg. Hin margsérgreinda læknastétt hlýtur að koma sér upp einni sérgreininni enn, og sérfræðingur þeirrar greinar verður að fvlgja hverjum þeim lækni annarra sérgreina, sem einhverju hefur að miðla ... til að tala fyrir hann, skrifa fyr- ir hann og hugsa“!!! Hér kem- ur skýrt fram, að V. J. gerir ráð fyrir, að innan slcamms, eða um það leyti sem hann fellur frá, nnmi hérlendir læknar ekki framar geta skrifað, talað eða hugsað. Þó álítur hann, að sum- ir þeirra muni geta aflað sér svo mikillar þekkingar, að þeir hafi öðrum einhverju að miðla, en sú miðlun verði að sjálfsögðu að fara fram með aðstoð „sér- fræðings“, sem talar, skrifar og hugsar fyrir lækninn. Á einum stað í grein sinni segir V. .1.: „sérmenntun ísl.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.