Læknablaðið - 28.12.1958, Blaðsíða 19
L Æ K N A B L A Ð I Ð
139
livað menntunarhroka snertir.
Má í því sambandi enn minna
á, að Y. J. segir um lækna, að
innan tíðar geti þeir hvorki tal-
að, skrifað né hugsað.
Augsýnilegt er, að V. .1. vill
setja Oehlenschláger á bekk með
sér og telur liann sannan sálu-
félaga sinn. Má vel vera, að svo
sé. Sögukornið um Thorvaldsen
og Oehlenscliláger endar V. J.
á óþýddri tilvitnun í orð
Oehlenschláger, og kemur þá í
ljós að Oehlenschláger er orðinn
svo líkur V. J., að honum skjátl-
ast í einföldustu stafsetningar-
atriðum danskrar tungu. Ein-
iiver liefur þó bent V. J. á, að
hér myndi gengið feti of langt,
og á síðustu stundu hefur
dönskukunnátta Oehlenschlá-
gers verið endurbætt með því að
skafa hvert eintak Læknablaðs-
ins með beittu eggjárni á við-
eigandi hátt, áður en það var
sent til kaupenda. Saga þessi
er stórlega niðrandi bæði fyrir
Thorvaldsen og Oehlenschláger,
og má vart á milli sjá, hvorum
er meiri óvirðing gerð. Um
hæfileika Tiiorvaldsen skal með
öllu ósagt látið, en tæplega get-
ur það staðizt, sem V. J. vill
vera láta, að Oehlenschláger
hafi verið svo skyni skroppinn,
að liann liafi ekki umsvifalaust
skilið, að Thorvaldsen var lista-
smiður, en ekki listfræðingur.
Saga sem þessi á alls ekki heima
í Læknablaðinu. Það er ekki
vettvangur fvrir nið um einn
eða neinn og allra sízt látna
sæmdarmenn, læknastéttinni ó-
viðkomandi. Þetta mun stærsti
hletturinn, sem settur hefur ver-
ið á Læknablaðið, og er það því
að nokkru levti rétt, sem V. J.
vill segja um það, „að hafi hin
fyrsta ganga þess verið ill, þá
er hin síðari verri“.
Það er gott dæmi um árvekni
og skarpskyggni íslenzkra
blaðamanna, að þeir sáu strax,
að saga þessi álti ekki heima í
Læknahlaðinu, heldur gat hún
verið fýsilegt lestrarefni í al-
menningsblaði, enda birti eitt
af dagblöðum bæjarins söguna
heint upp úr Læknablaðinu, áð-
ur en það liafði verið borið út
til kaupenda.
VIII.
í Læknablaðinu 37. árg. 1.
tbl. 1952 spáir V. J. á furðu-
framsýnan hátt um ritverk sín
á þá leið, að þess verði ekki
langt að biða að einhver „blað-
purkan taki að snudda þar
eftir drafi“. Nú hefur spádóm-
urinn rætzt á vissan hátt, því
miður vegna skrifa V. J. í
Læknablaðið 39. árg. 8.—9. tbl.
í greininni í Læknabl., 37.
árg., 1. thl. 1952, víkur V. J.
nokkuð að blaðamönnum og
nefnir þá ýmist „blaðapurk-
ur“ eða „blaðasnápa“. Það
væri sannarleg ástæða til þess
að biðjaokkarágætu blaðamenn
afsökunar á þessum illkvittnis-
legu ónefnum landlæknis. Hér á