Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 28.12.1958, Síða 37

Læknablaðið - 28.12.1958, Síða 37
LÆKNABLAÐIÐ 153 ur fyrir andlegri heilbrigði? Ofmetnaður er breyskleiki, sem aðallega gætir meðal við- urkenndra sérfræðinga.*) Hann lýsir sér einkum í illa dulinni fyrirlitningu á almennum starf- andi -læknum, ríkri tilhneigingu til sjálfbirgingslegra fullyrðinga með vísun til eiginnar reynslu (oft ófullkomlega festrar í minni) og meiri eða minni daufheyrn við skoðunum ann- arra. Þeim er gjarnt að hrapa að ótímabærum ályktunum og að sama skapi ósýnt um að við- urkenna, að þeim geti skjátlazt. Sj úkdómsgreiningarvillur eru því tíðar, en venjulega liaglega duldar, sj úklingarnir blekktir með óprúttnustu merkilegheit- um og ryki slegið i augu lieim- ilislækna með lævíslegum vífi- lengjum og hálfum sannleika. Vitaskuld sér aðstoðarlæknir hins mikla manns rakleitt í gegnum allt saman, en þorir ekki að mjamta kjafti, fyrr en hann er sjálfur viðurkenndiir sérfræðingur. Skortur hógværðar lækna lýs- ir sér einnig á annan hátt. Tök- um til dæmis lækni, sem hefur ofþroskaða tilfinningu fyrir læknisköllun sinni. Hann lítur á sig, ef til vill án þess að gera sér sjálfur grein fvrir því, sem *) Höf. talar um „senior consul- tants", sem eru meira háttar sjúkra- húslæknar í Bretlandi og við eigum ekki samsvarandi. Auðvitað eru þeir viðurkenndir sérfræðingar. Höf. sjálfur er „senior consultant". sérstakan guðsnáðarlækni. Eng- inn mun dirfast að neita því, að hæfilega rík tilfinning fyrir köllun sinni prýði hvern lækni. En þessir Grímar græðarar kunna sér ekkert hóf. Að sjálf- sögðu er hér um að ræða menn með sefasýkisskapgerð, en slik- um er það lífsins balsam, að mikill fyrirgangur sé í kringum þá, helzt háspenna og lífsliætta. Svo mikið gengur á í kringum sjúklingana, að þeim er bókstaf- lega „þveitt“ á sjúkrahús við hvert tækifæri, og þeir verða jafnvel að gangast undir ónauð- svnlegar handlæknisaðgerðir, því að læknir þeirra verður að finna til þess, að hann geri eitt- livað að marki fvrir þá. Tíðast ber á kjarkleysi lækna í sambandi við það, hvernig hag- að er meðferð sjúklinga, og leið- ir annars vegar til ofstundunar og hins vegar til vanlækningar. Dæmi um ofstundun er það, þegar sjúklingur með aðkenn- ingu af kransæðastíflu er látinn liggja þrjá mánuði í rúminu og honum síðan fyrirboðið að reykja, dreypa á víni og hreyfa sig sér til hressingar að venju sinni — allt að óþörfu. Börn eru stundum parrökuð í rúminuvik- um saman með „snert af liða- gigt“, þegar ekkert er í raun og veru að þeim, einungis fvrir það, að lækni þeirra skortir kjark og skapsmuni til að hafa skoðun á málinu. Kjarklaus læknir get- ur auðveldlega og unnvörpum gert úr skjólstæðingum sínum

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.