Læknablaðið - 28.12.1958, Blaðsíða 11
L Æ K N A B L A Ð I Ð
131
liann líka í söngfélaginu á Akra-
nesi. Auk þess var hann heið-
ursfélagi i Stúdentafélagi Akra-
ness og Stúdentafélagi Suð-Yest-
urlands. En vænst mun honum
líklega hafa þótt um að vera
útnefndur heiðursborgari kaup-
staðarins. Og öllum þótti sjálf-
sagt, að svona ætti þetta að
vera og hann ætti þetta skilið.
Ég kynntist ekki Ólafi Finsen
fyrr en á seinni árum, en sér-
staklega kynntist ég honum
sumarið 1955, þegar ég var
bráðabirgðalæknir við sjúkra-
húsið á Akranesi. Það var hans
óskabarn og þangað kom hann
nær þvi daglegá, en þó sérstak-
lega ef eitthvað sérlegt var um
að vera. Þá var honum gert að-
vart og hann lét ekki á sér
standa og fylgdist með aðgerð-
unum af miklum áhuga. Á eft-
ir drakk hann með okkur kaffi
og gekk svo stofugang og heils-
aði upp á sjúklingana. Flestir
voru þeir kunningjar hans eða
af kunnugum komnir.
Ólafur Finsen var tæplega
meðalmaður á hæð og svaraði
sér vel, gekk teinréttur og liafði
áður verið snar i snúningum og'
léttur á fæti. Hann mun lengst
af hafa verið heilsugóður og það
var ekki fyrr en seinustu árin,
að ellin var farin að segja veru-
lega til sín. Hann varð fyrir því
mótlæti að fá glaucoma í annað
augað og var hann blindur á
því í nokkur ár. Seinna fékk
liann cataracta i hitt augað svo
ekki varð að gert, og alblindur
var liann orðinn áður en liann
varð níræður. Enn var hann þó
liress og glaður ef gest bar að
garði, enda var gestrisni lion-
um i hlóð borin og heimili hans
löngum rómað fyrir góðar og
alúðlegar móttökur. Hann hafði
lengst af ferlivist, en að lokum
sigraði þó ellin hann. Með hon-
um er ljúfmenni til moldar
gengið.
(Ólafur Finsen var kvæntur
Ingibjörgu Isleifsdóttur prests í
Arnarbæli, sem var honum
mjög samhent. Hún andaðist
árið 1936. Þau eignuðust 4 syni
og 4 dætur, og lifa 2 synir og
3 dætur föður sinn.
Guðm. Thoroddsen.
------•------
IVORRÆNT
LÆKKAMÓT
Hið sjöunda norræna læknamót í
klíniskri lífeðlis- og efnafræði verð-
ur haldið dagana 21.—25. júní 1959
í Helsingör, Danmörku.
Meðal annars verða þar fluttir
fyrirlestrar með umræðum um:
Vökva- og elektrólýtadreifingu,
geislavirk efni til sjúkdóma-
greiningar, lípóíð og lípóprótein,
nýlegar aðferðir til blóðleysis-
greiningar o. m. fl.
Þeir læknar, sem áhuga hafa fyrir
þessu þingi, geta fengið nánari upp-
lýsingar hjá Bjarna Konráðssyni.