Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 28.12.1958, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 28.12.1958, Blaðsíða 16
136 LÆKNABLAÐIÐ lækna fleygir fram og þeir verða, hver í sinni grein . .. leiknari i að leysa af hendi æ vandasamari læknisverk“. Af þessu, og öðru í grein landlækn- is, er ljóst, að hann telur: a) að læknar geti leyst af hendi æ vandasamari læknisverk, enda þótt hæfileika og getu þeirra til þess að tala, skrifa og hugsa hraki stöðugt eða hverfi með öllu, h) að þeir geti án hugsun- ar aflað sér þekkingar til að miðla öðrum, c) að meira máli skipti, á hvern hátt þekkingunni er miðlað heldur en hvernig hennar er aflað, liver hún er og hvernig henni er heitt. Hér að framan hefur verið tekin tvlft af línum úr hinni stílhreinu og formföstu grein v. J. og dregnar fram í dags- Ijósið nokkrar reginvillur, sem lágu þar í leyni, kirfilega vafð- ar í sjöfalt silki hins glæsta mál- skrúðs, sem lesendum liættir svo mjög til að ofmeta. Sumir láta hlekkjast af fögrum um- húðum og telja allt satt og rétt, sem hak við þær býr. Þessi liætta verður þcim mun meiri, sem höfundur hefur oftar gefið í skyn, að liann sé sérfræðingur í því, hvernig koma á íslenzkum orðum að „samfelldri rökvísri hugsun“! VI. Þótt kynlegt megi virðast, þá hentar V. J. miklu betur að fást við einstök orð en samfellt mál. Sérstaka leikni i meðferð máls og stíls notar liann því miður alltof oft eingöngu til að van- virða samborgara sína og stund- um, þegar verst lætur, einnig þá e’ iil moldar eru gengnir. Óþarrt er að rekja þetta nánar liér, nægir að henda mönnum á að kynna sér snjalla grein í Morgunblaðinu 27. maí 1955 eft- ir dr. phil Halldór Halldórsson prófessor. Greinin nefnist Árás landlæknis á orðabókarnefnd. Þar er varpað skýru ljósi á rit- mennsku landlæknis, vfirdreps- skap hans, að hógværð lians er uppgerð, en hrokinn eðli, að miklu getur munað í kenningu og framkvæmd, að V. J. hefur ríka þörf til þess að ráðast á samborgara sína og þá helzt úr launsátri. T. d. kemur i ljós, að V. J. hefur ritað grein i Frjálsa þjóð 7. maí 1955, sem hann hef- ur fært í sauðargæru og sakleys- islega nefnt Vörn fyrir veiru, en veira, sem merkir „vírus“, er framleiðsla úr nývrðasmiðju hans. I greininni verður lionum á að segja, að sér sé nákvæm- lega sama um þetta afkvæmi sitt, enda kemur í ljós við nán- ari athugun, að greinin er fyrst og fremst liarkaleg árás á nokkra ágæta málfx-æðinga og störf þeirra. í grein dr. Halldórs Halldórs- sonar er frá því skýrt, að þeg- ar V. J. ræðir við málfræðinga, er hann þeirrar slcoðunar, að kjánar eða hálfvitar tali manna

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.