Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 28.12.1958, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 28.12.1958, Blaðsíða 30
146 LÆKNABLAUIÐ aðalfundi, til viðræðu við Tryggingastofnun ríkisins um misfellur á taxeringu. Nefndin skilaði svofelldu áliti: „Samkvæmt álvktun síðasta aðalfundar L. 1. (15)57) vorum við undirritaðir kosnir í nefnd til viðræðu við Tryggingastofn- un ríkisins um misfellur á tax- eringu héraðslækna eftir því sem tilefni gæfist. Höfum við tvívegis verið kvaddir til viðtals við Iieilsu- gæzlustjóra af slíku tilefni. Kynntum við okkur þar i hverju kvartanir samlaganna voru fólgnar og gengum úr skugga um, að um misfellur var að ræða. Einnig höfðum við til athug- unar í samráði við heilsugæzlu- stjóra að koma á föstu formi fyrir reikninga lækna til sjúkra- samlaga. Virðingarfyllst Torfi Bjarnason, Ólafur Björnsson.“ Ólafur gat þess, að nefndin hefði gert tillögur um samræmt reikningsform fyrir alla héraðs- lækna og lagði það fram á fund- inum. Eggert Einarsson lagði álierzlu á, að komið yrði á föstu reikningaformi. Samþykkt var, að nefdnin starfaði áfram. Þá gerði Eggert Einarsson grein fyrir starfi samninga- nefndar héraðslækna. Gerði hann ráð fyrir, að taxti yrði stighækkaður með lilliti til vax- andi dýrtíðar, líkt og verið hef- ur, þannig að grunntaxti yrði næst margfaldaður með 7 í stað 6. Samninganefnd var endur- kosin að því breyttu, að í stað Ragnars Ásgeirssonar kemur Kjartan Ólafsson, héraðslæknir í Keflavík. Fulltrúi svæðisfélags Vest- fjarða har fram eftirfarandi smþvkkt frá sínu svæðisfélagi: „Aðalfundur L. V. 15)58 vill ítreka þá áskorun, að taxti lækna verði samræmdur þann- ig, að sama greiðsla komi fvrir sömu vinnu hvar sem er á land- inu. Fundurinn telur nauðsyn hera til, að veruleg lagfæring sé gerð á samningi þeirra hér- aðslækna, sem vinna eftir föstu númeragjaldi og vill benda á eftirfarandi atriði til hreytinga á gildandi samningi: 1) Störf á sjúkrahúsi séu óvið- komandi þeim fastasamn- ingi, sem viðkomandi lækn- ar hafa við sjúkrasamlögin, og sé samið um greiðslur fyrir þau störf sérstaklega. 2) A 2. verðlagssvæði sé greitt aukalega fyrir börn til sam- ræmis við það, sem gert er í kaupstöðunum. Loks telur fundurinn eðli- legt, að læknar fái greitt fyrir meðlimatölu sam- kvæmt þjóðskrá.“ Þá har fulltrúi svæðisfélags Suðurlands fram eftirfarandi á- lyktun frá sínu félagi: „Aðalfundur L. S. 15)58 álvkt- ar að heina þeirri áskorun til

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.