Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 28.12.1958, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 28.12.1958, Blaðsíða 20
140 LÆKNABLAÐIÐ landi eru gefin út allmörg tíma- rit, sem velja sér efni af svipuðu tagi eins og söguna um Thor- valdsen og Oehlenschláger. Ef sagan er í meginatriðum sönn, er enginn vafi á, að V. J. hefði fengið hana birta í tímaritinu „Satt“, og myndi stílmáti V. J. vera því tímariti til nokkurrar prýði. Ef sannleiksgildi sögunn- ar er ekki trvggt, og hún ef til vill verulega rangfærð eða upp- spuni að mestu leyti, þá eru hér á landi gefin út nokkur tímarit, önnur en Læknablaðið, sem myndu samt hafa tekið hana til birtingar, og þar hefði hún verið í meira samræmi við ann- að efni og fallið í gljúpari jarð- veg meðal lesenda heldur en í fagtímariti íslenzkra lækna. All- stór hópur siðavandra manna telur tímarit, sem hirta efni af þessu tagi, vansæmandi fyrir lesendur, jafnvel skaðleg og ætti að banna útgáfu þeirra. Vera má, að þau séu óþörf fvrir les- endur, en ekki verður betur séð en að þau séu hráðnauðsvnleg fyrir suma „rithöfunda“ okkar. Það er engin furða, þótt V. J. finni þörf hjá sér til þess að létta byrði af samvizku sinni. Hitt vekur meiri undrun, á hvern liátt liann gerir það. Hann reynir að sannfæra lesendur Læknablaðsins um andlegt getu- leysi stéttarbræðra sinna og beitir til þess allri ritkænsku sinni og vílar ekki fvrir sér að óvirða dána menn og grafna læknastéttinni og hennar mál- um óviðkomandi, eingöngu i þeirri von að gera frásöguna áhrifameiri. Því miður er það algerlega út í bláinn hjá V. J. að líkja tælcnigetu íslenzkra lækna við snilli Tliorvaldsens. Það er sérstaklega á tæknilega sviðinu, sem islenzka lækna- stéttin stendur ekki ennþá jafn- fætis erlendum læknum. Hins vegar er það rétt, að V. .1. lík- ist mjög þeim Oehlenschláger, sem hann lýsir í grein sinni, fullum af hroka og yfirlæti, og virðist V. J. telja sig eins konar Oehlenschláger meðal lækna, með fullum rétti til þess að „létta .... af samvizku“ sinni á þann hátt og taka sér í munn drjúga gúlsopa af óvirðingu um stéttarbræður sína. Nauðsynlegt er að hrýna fyrir þeim lesendum Læknablaðsins, nú og þó einkum síðar, sem ekki þekkja V. .1. nægilega, að með sínum sérstöku verknaðar- tökum á íslenzku ritmáli, getur hann auðveldlega villt mönnum sýn, þannig að þeim yfirsjáist verulegir gallar á meðferð efnis og geri sér ekki nægilega ljós- an tilgang ritsmíðarinnar. Með glæstum stílsmáta er unnt að leiða athygli og dómgreind les- enda á villigötur líkt og skraut- legar umhúðir geta blekkt grandalausan lcaupanda. Sú athugun, sem hér hefur verið gerð á greininni Thorvald- sen og Oehlenschláger gefur til-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.