Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 28.12.1958, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 28.12.1958, Blaðsíða 40
156 LÆKNABLAÐIB þeir héldu um það, ef íslenzkur prestur liefði rekizt á þvílíka ádrepu til prestastéttarinnar, livort sá mundi hafa labhað með hana upp á biskupsskrifstofu og mælzt til þess, að hiskup snar- aði henni á íslenzku lil birting- ar í Kirkjuritinu. Eða hvort biskup mundi þá verða við til- mælunum — eða ef hann yrði það, hvort Kirkjuritið mundi þá hirta þýðinguna. Einhvern veg- inn lágu málvinunum ekki svör- in á tungu, sem þeim skal ekki láð, en það kann að hafa verið missýning þýðanda, að þeir Iiafi orðið hálfundirfurðulegir við að hugleiða þetta. Varla er efamál, að meðlimum fjölda annarra stétta og starfsgreina mundi fara svipað,ef þeirra væri freist- að með liliðstæðum nærgöngul- um spurningum, nema vera kynni, að viðbrögðin yrðu stund- um stórum ófriðsamlegri. Nú er það fjarri allri sann- girni að gera mannjöfnuð stétt- armeðlima með tilliti til mis- munandi gagnrýninnar afstöðu stéttanna til sjálfra sín. Stétt, sem stendur rígföstum fótum í meðvitund samfélagsins og sæt- ir lítilli gagnrýni af þess hendi, á ólíkan leik þeirri stétt, sem finnur grundvöllinn gliðna und- ir sér og býr við nagandi efa- semdir um, að nokkur hirði i alvöru minnstu vitund um til- vist hennar, jafnvel ekki einu sinni þá, þegar tilburðir eru hafðir til að hossa henni við hátíðleg tækifæri. Stétt, sem hins vegar býr við nær tak- markalaust eftirlæti samfélags- ins, eins og læknastétt vorra tíma, getur leyft sér þann mun- að að gagnrýna sjálfa sig, jafn- vel sumir meðlimir hennar við og við skvggnzt svo djúpt i eðli sambúðarinnar, að þeir geri sér ljóst, að tiltrúin er iðulega i neyðarlega öfugu hlutfalli við verðskuldanina. Læknastéttin á sér langa sögu og hefur lika haft af þvi að segja að njóta lítillar tiltrúar. Víst munu þá viðhrögð hennar ekki hafa verið ólík við- brögðum annarra stétta viðsvip- aðar aðstæður. Vel getur lækna- stéttin átt fyrir liöndum að verða á ný metin fremur gagns- lítil stétt, og reyndar er hún dæmd til að gera sig sjálf æ minna og minna þarfa, eftir þvi sem hún kemst nær því að leysa hið eiginlega lilutverk sitt. Ef hún þvkist standa nú, má hún því, þegar þar að kemur, gæta sín, að hún falli ekki fyrir lög- máli hinna lítils virtu: „Hrósi ég mér ekki sjálfur, þá er min dýrð engin.“Læknastéttin skvldi þvi líka varlega miklast af sjálfsgagnrýninni. 15. febr. 1959. Vilm. Jónsson. Eftirprentun bönnuð án leyfis ritstjóra. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN H.F.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.