Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 28.12.1958, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 28.12.1958, Blaðsíða 33
L Æ K NABLAÐIÐ 149 HÆTTA: LÆKMR AÐ STARFI £fli' JoLn %rL,, W. 3. 3oJ„ D.R.C.P. Þýtt hefur með leyfi höfundar yilmundur Jónsson, landlæknir. „Enda þótt læknar beiti allri þekkingu sinni af stakri sam- vizkusemi, vinna þeir stundum tjón, þegar þeir ætla sig gera gagn.“ — Henry Etienne (1528 —1598): Apology for Herodotus. Ef við værum inntir eftir þvi, hvort við héldum, að við ynn- um meira tjón en gagn með læknisstörfum okkar, mundum við sennilega undrast spurning- una og jafnvel fvrtast við. Við erum því vanastir að líta á okk- ur sem velgerðarmenn samfé- lagsins, og vera kann, að til uppjafnaðar megi það til sanns vegar færa. En þar fyrir er sú niðurstaða engan veginn jafn- sjálfsögð og augljós og við gæt- um haldið. Fvrir einni eða tveimur öldum, þegar blóðtök- ur og laxéringar voru í alglevni- ingi sem læknisaðgerðir, er ekki ólíklegt, að læknar liafi bein- línis drepið fleira fólk en þeir læknuðu, eins og samtímagagn- rýnendur háru sér lika í munn. Jafnvel nú á tímum getum við óvitandi og í beztu meiningu unnið ómælt tjón, ýmist hver einstakur á sjúklingum sínum eða sem stétt á samfélaginu í heild. Fjórar höfuðástæður eru til þess, að ósérplægnir og sam- vizkusamir læknar vinna stund- um tjón, þegar þeir hyggja sig gera gagn, og þær ástæður eru eftirtaldir annmarkar: þekk- ingarskortur, óbeizlaður áliugi, ofmetnaður og kjarkleysi. Þekkingarskort hins einstaka læknis her hér ekki á góma, því að samvizkusaman lækni bagar ekki svo mjög þekkingarskort- ur, a.m.k. ekki, að því er tekur til læknisfræði. Við munum hér virða fyrir okkur þekkingar- skort í víðara skilningi, þ. e. þekkingarskort læknastéttarinn- ar í lieild. Við hljótum að játa, að flestir læknar þola illa sam- anburð við aðra sérmenntaða menn, þegar um er að ræða þekkingu á greinum eins og hókmenntum, heimspeki, rök- fræði, hagfræði og jafnvel nátt- úruvísindum. Við blekkjum sjálfa okkur, ef við höldum, að við séum þjálfaðir í vísindaleg- um vinnuhrögðum. Sumir okk- ar kunna að vera það, en meiri hluti þeirra, sem að lækningum starfa, vissulega ekki. Spyrjið livaða reglulegan vísindamann, sem vera skal. Læknisfræði er svo víðtæk og aðgangsfrek fræðigrein og læknanámið svo

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.