Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 28.12.1958, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 28.12.1958, Blaðsíða 12
132 L Æ K N A B L A Ð I Ð OEHLEN SCIILÁGER Í ARMRHVÁLI jol 'emióon I. 1 Læknablaðinu, 39. árg., 8.— 9. tbl., er greinarstúfur eftir Vil- mund Jónsson (V. J.), sein hann nefnir Thorvaldsen og Oehlen- schláger. Greinin er rituð af hinni sérstæðu og alkunnu stíl- snilld höfundar, en efnið er i stuttu máli þetta: Ritmáli lækna er stórum ábótavant, læknar geta unnið nokkuð með hönd- unum, en innan skamms verða þeir með öllu ófærir til þess að skrifa, tala og hugsa. Gagnrýni á ritað mál hefur verið í tízku um skeið og færzt í vöxt hin síðari ár, þannig að nú er svo komið, að liver sá, sem ekki deilir á einhvern fvrir lélegt mál, á það á hættu að verða fyrir aðkasti í þessum efn- um sjálfur. Mikið af slíkri gagn- rýni er sjálfsagt ekki á rökum reist og verður að telja bölsýnis- nöldur þeirra, sem binda sig um of við fortíðina og vanmeta þau stórfelldu áhrif, sem hin öra þróun nútímans blýtur að liafa á tungu hverrar menningarþjóð- ar. Þó ber vel að virða alla sanna og einlæga viðleitni til góðrar varðveizlu málsins. II. Talið er, að erlend áhrif séu meginorsök þess, að málið spillist og gefur auga leið, að læknar hafa sérstöðu í þessu efni. Þeir nema sín fræði í 7—8 ár af erlendum bókum, og kennslan í Læknadeild Háskól- ans fer að sjólfsögðu fram á venjulegu talmáli lækna, sem drýgt er aragrúa erlendra orða og verður því að mestu óskilj- anlegt leikmönnum eins og vera ber. Að háskólanámi loknu dveljast fleslir læknakandidatar 4—10 ár við sérnám erlendis. Af þessu verður ljóst, að þegar læknir hefur lokið sérnámi, lief- ur bann nær helming ævi sinn- ar mestmegnis fengizt við erlent ritmál og fimmta hluta ævinnar baft lítil skipti af íslenzkri tungu, heldur bugsað, talað og ritað á erlendu máli. Þess ber einnig að geta, að læknar verða ætíð að sækja þekkingu í erlend tímarit og bækur, ekki aðeins endrum og eins, heldur daglega alla þá tíð, sem þeir luigsa sér að rækja læknisstarf vel og dvggilega. Þannig eru erlend mál bráðnauðsynleg hérlendum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.