Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 28.12.1958, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 28.12.1958, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 145 starfað á vegum L.Í., en á hitt væri einnig að líta, að L.R. myndi væntanlega liafa mest bein not af liúsinu, og sýndist því rétt, að L.í. og L.R. ættu sameiginlega aðild að því. Páll Kolka lagði áherzlu á, að liúsið yrði reist í áföngum, til að tryggja lóðina og framhald framkvæmda. Bjarni Jónsson taldi sjálfseign- arfvrirkomulagið hiklaust heppi- legast. Erlendis væru ýmsar menningarstofnanir sjálfseign- arstofnanir og nvtu skattfrelsis. A hinn bóginn bæri að varast, að einstakir læknar eignuðust stofur i domus medica og liögn- uðust á þvi. Varðandi fjáröfl- unarleiðir réð hann eindregið frá, að domus yrði reist sem íbúðarbvgging ad interim. Einn- ig bæri nauðsyn til, að gjalda varhuga við erlendum lántök- um; gætu þær liæglega orðið ofviða sökum verðfalls peninga og hrakandi fjárhags. Jón Sigurðsson benti á, að domus medica ætti ekki einung- is að vera einstökum læknum til hagræðis, heldur gæti stofn- unin gegnt margþættu og mik- ilsverðu hlutverki i þjónustu læknasamtakanna, m. a. með því að þau rækju þar rann- sóknastöð — ambulatorium. Páll Ivolka lagði til, að nefnd vrði kosin til að atliuga mögu- leika á sameiginlegri aðild og fjárframlögum L. í. og L. R. og hvernig hlutdeild livors um sig í stjórn domus yrði hezt hátt- að, og semja síðan ályktun fyr- ir fundinn um það efni. Rergsveinn Ólafsson kvað mál þetta enn of skammt á veg komið til þess, að fundurinn gæti gert ályktun um félags- form domus. Formaður (L. í.) kvað nauðsynlegt að heyra vilja L. R. Væri óþarft að setja málið í nefnd að svo stöddu. Þá benti liann á, að fram þvrfti að koma, livað L. I. skuldaði vegna undir- búningsstavfs liúsnefndarinnar. Eftir nokkrar umræður var eft- irfarandi tillaga samþykkt: „Aðalfundur L. í., haldinn að Blönduósi 8. og 9. ágúst 1958, samþykkir að kjósa tvo menn i húsbyggingarnefnd í því trausti, að L. R. kjósi af sinni hálfu tvo menn í sömu nefnd, en stjórnir beggja félaganna til- nefni svo sameiginlega fimmta manninn i nefndina. Nefndinni ber að vinna að því, að stofn- að verði sjálfseignarfélag um Domus medica og skulu L. 1. og L. R. hafa úrslitavald um mál stofnunarinnar. Fundurinn lieimilar stjórn fé- lagsins að verja allt að kr. 10.- 000,00 til undirbúnings málinu, og væntir þess, að frá L. R. komi eigi minni fjárveiting i sama augnamiði. Bergsveinn Ólafsson, Krist- inn Stefánsson, Bjarni Bjarnason, Bjarni Jónsson.“ Þessu næst gerði Ólafur Björnsson grein fyrir störfum nefndar, sem kosin var á síðasta

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.