Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 28.12.1958, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 28.12.1958, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 137 bezt íslenzku og ráðlegast til þess að bjarga ísl. tungu, sem liann telur á miklu linignunar- skeiði, sé að láta börn vera sem mest samvistum við þess báttar fólk! — svo þau geti lært af því. Þannig liagar V. J. orðurn sín- um, þegar bann talar við mál- fræðinga. Þegar liann ritar um störf þeirra, fullvrðir hann, að „beztu orðum málsins (sé) eig- inlegast að rigna niður yfir bina umkomulausustu starfsmenn og stríðsmenn lífsins“. Þegar V. J. ritar um lækna, víkur hann kenningum sínum við, þá telur liann, að mistök í meðferð málsins stafi af getu- leysi og skorti á eðlisgreind, þ. e. eins konar fávitaliætti. Þann- ig skiptir V. J. um skoðun, eft- ir því sem honum finnst bezt henta, líkt og óvandaður stjórn- málamaður, sem þarf að klekkja á andstæðingum sínum. Lítill vafi leikur á því, að óvirð- ingar- og ádeilugreinina Thor- valdsen og Oehlenschláger myndi V. J. liafa skrifað í svip- uðum búningi, hvernig sem rit- máli lækna hefði verið báttað. Því er nauðsynlegt að taka sér- staklega fram, að það er rétt lijá V. J. að ritmáli lækna er í ýmsu áfátt, enda gefa dæmi þau, er hann hefur valið, nokkra vís- bendingu um, að svo sé. Þess her þó að gæta, að þegar setningar og málsgreinar eru teknar úr samhengi, verða mis- fellur meira áherandi en í sam- felldu máli og geta jafnvel litið út sem verulegir málgallar. Annars hefur það vakið furðu, hve smávægilegar misfellur V. J. hefur orðið að sætta sig við að tína saman, þvi að ekki er að efa, að V. J. hefur tekið það, sem hann taldi verst. 1 þessum sparðatiningi hefur liann verið fullákafur, því að dæmi finnast um fleiri misfellur í tilvitn- unum V. J. en í frumtexta þeim, er tilvitnanirnar eru teknar úr. Það virðist einfalt að hafa rétt eftir, það sem annar hefur sagt eða ritað, en jafnvel í svo ein- földu atriði getur snillingi eins og V. J. skjátlazt, og væri hon- um hollt að hafa jafnan hugfast, að hrokinn er beztur í hófi. Þetta hefur honum gleymzt, er hann ritaði greinina Thorvald- sen og Oehlenschláger. Nægir að taka örfá orð og orðasambönd, sem sýna ritdramb og yfirlæti höfundar: ... „högulegt málfar íslenzkra lækna . . . Færevja- gikkir íslenzkrar læknastéttar . .. andhælislegu djöflaþýzku... rita um fræði sín á þvíliku hrak- máli .. . Sérfræðingur þeirrar greinar verður að fylgja liverj- um þeim lækni .. . sem ein- hverju hefur að miðla . .. til að tala fvrir hann, skrifa fyrir hann og — hugsa“. Sá drýldni hroki, sem ofan- nefnd dæmi sýna, stingur mjög í stúf við það, sem vænta mætti af völdum menntamanni, en í greininni kemur glögglega í ljós,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.