Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 28.12.1958, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 28.12.1958, Blaðsíða 32
148 LÆKNABLAÐIÐ lækni, þess efnis, að heimilt sé að ráða 6 menn allt að 12 mán, livern árlega til staðgöngu, þ. e. 72 staðgöngumánuði samanlagt, sem dreifðust að mestu á sum- armánuðina. Af því ætti að mega álykta, að ekki þvrfti að vera tilfinnanlegur hörgull á staðgöngumönnum.Eftir nokkr- ar umræður var samþvkkt eftir- farandi tillaga frá Páli Kolka: „Aðalfundur L. 1., haldinn að Blönduósi 8. og 9. ágúst 1958 beinir þeirri áskorun til svæða- félaganna, að þau sendi þegar í byrjun livers ár skýrslu til landlæknis og stjórnar L. 1. um það, hvort héraðslæknar á svæð- inu óski að nota orlofsrétt sinn til fulls á því ári, og hvenær þeim kemur bezt að fá stað- gengla.“ Þá var rædd ákvörðun um úrsögn úr B.S.R.B. |Ólafur Geirs- son reifaði málið. Taldi hann ekki ástæður nægilegar til úr- sagnar. Samþykkt var svoliljóð- andi ályktun: „Fundurinn telur rétt, eftir at- vikum, að L. I. segi sig ekki úr B.S.B.B. að svo stöddu.“ Endurkosnir voru á þing B.S. R.B. þeir Eggert Einarsson, ólafur Bjarnason og Arinbjörn Kolbeinsson, en til vara: Ólafur Einarsson, Bjarni Konráðsson og Ólafur Geirsson. 1 gerðaidóm skv. eodex ethi- cus voru endurkosnir: Sigurður Sigurðsson og Árni Árnason. Til vara: Bjarni Snæbjörnsson og Ólafur Einarsson. Hannes Guðmundsson vakti máls á þvi, undir dagskrárlið Önnur mál, að vinna þyrfti að endurútgáfu Læknatals. Var samþvkkt svohljóðandi tillaga: „Stjórn L. í. vinni að því, að Læknatal verði gefið út að nýju.“ Ólafur Björnsson drap á það, hvort ekki væru tök á því að herða betur á eftirliti með þagn- arskyldu hjúkrunarfólks á sjúkrahúsum. Samþykkti fund- urinn eftii’farandi ályktun: Að gefnu tilefni vill fundurinn að forráðamenn sjúkrahúsa brýni fyrir starfsfólki þagnarskyldu þess. Formaður las upp bréf frá Lögfræðingafélagi Islands um samvinnu akademiskra manna á Islandi. Samþvkkt var að fela stjórn L. I. að tilnefna fulltrúa frá læknastétt. Fundi slitið. Var nú setið um stund í ágæt- um veizlufagnaði hjá Páli Kolka og konu hans. Þá var skoðað héraðshælið undir leiðsögu Páls Kolka. AðalCiinduir L.í. Læknaþing og aðalíundur Lækna- félags Islands verður haldinn í Há- skólanum dagana 25.—27. júní 1959. Stjórnin.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.