Læknablaðið - 28.12.1958, Blaðsíða 36
152
LÆ KNABLAÐIÐ
tími gefst til þess að setja sam-
an áætlanir. Þar er að verki
lögmál Parkinsons: „Vinnan
þrútnar, unz liún fyllir rúm
tímans, sem gefst til að inna
hana af hendi“, og enn fremur:
„Embættismenn skapa vinnu
liver handa öðrum“. Margir
læknar telja, að hin almenna
röntgenskoðun sé valið dæmi
um óheizlaðan stjórnsýsluá-
huga. Upphaflega var þetta af-
hragðshugmynd og líkleg til að
liafa góðan framgang, á meðan
framkvæmdin var takmörkuð
við það að röntgenskoða valda
hópa þjóðarinnar. En nú hefur
þessi þjónusta þrútnað, unz
lienni verður við ekkert jafnað
annað en umferðarsirkussýn-
ingar fyrir almenning með til-
heyrandi auglýsingaglamri, og
kostnaðurinn gegndarlaus. Lík-
lega er þess að vænta fyrr en
varir, að við stöndum andspæn-
is svipuðu kerfi allslierjarlækn-
isrannsókna og almennra heilsu-
prófa. Slikt er þegar mjög tíðk-
að í Sovétrikjunum og Banda-
ríkjum Norður-Ameríku, enda
þótt framkvæmdirnar á síðara
staðnum séu ekki kostaðar hein-
línis af almannafé. Áætlun um
slíka framkvæmd er ekki ólík-
legt viðfangsefni forráðamanna
heilhrigðismála í Bretlandi, þeg-
ar þeir verða gripnir næsta stór-
flogi óbeizlaðs áhuga.
Nú kunna menn að spyrja,
hvernig það megi vera, að slík-
ur áhugi, enda þótt ekki komi
í réttasta stað niður, fái unnið
samfélaginu tjón um fram það
að tæma vasa skattþegnanna.
Svarið er: Vegna andlegra á-
hrifa sinna á almenning. Það
er ömurleg staðreynd, að mikið
af vel liugsuðum heilbrigðisá-
róðri þessara tíma heinir lniga
manna um of að sjúkdómum og
ofurselur þá hættulegri þrá-
hyggju um líkamlega vellíðan.
Við eigum á hættu, að Bretar
verði með þessu gerðir að þjóð
taugaveiklinga; sumir munu
jafnvel tæpa á, að við séum
þegar á þeirri leið. Gagnrýni á
svo kallaðar jákvæðar heilbrigð-
isráðstafanir og á áróður fyrir
þeim er ekki vinsælt verk. Þeir,
sem henni heita, standa ber-
skjaldaðir fyrir hrigzlum um
menningarfjandskap og Iieila-
kölkun. Enginn gerir sig svo
heimskan að synja fyrir þau
gæði, sem okkur hafa fallið í
skaut á liðnum timum fvrir
framfarir á sviði almennrar
heilbrigðisþjónustu og félags-
legrar lækningasýslu. En óneit-
anlega höfum við mest upp
skorið í þessum efnum fyrir
hætt almenn lífskjör, sem eng-
an hræðir. Nú er lieilbrigðis-
áróðurinn persónulegri en áður
og um leið ólíkt meira ógn-
vekjandi fyrir hvern einstakan.
Erum við (og hér á okkar eigin
stétt óskilið mál) ekki á þeirri
hættulegu leið að gera líkam-
lega heilhrigði að gullkálfi til
að trúa á og tilbiðja? Mundum
við ekki geta eytt fjármunum
almennings hagsýnilegar i áróð-