Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 20

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 20
50 LÆKNABLAÐIÐ fræðinnar, og lýsti Hippokrat- es fyrstur lækna ástandi þessu um 400 f. Kr. og nefndi melan- cholia. Hugtak þetta var síðan notað i viðtækari og nokkuð losaralegri merkingu um marg- ar aldir og hlaut að ýmsu lejdi svipuð örlög og hugtakið neu- rosis á síðustu öld, en það var eins konar öskuhaugur marg- víslegra sjúkdómsfyrirbæra, sem síðar reyndust vera af- markaðir sjúkdómar sui ge- neris, svo sem meningitis, paralysis generalis, paralysis agitans o. fl. Um miðja 19. öld var depres- sio mentis álitin vera eins kon- ar forstig andlegrar úrkynjun- ar, og var sú skoðun reist á þeirri athugun, sem að visu átti við rök að styðjast, að langvinnir og ólæknandi geð- sjúkdómar byrjuðu tíðum með depressio mentis. f lok 19. aldar kom þýzki geðlæknirinn Emil Kraepelin fram með flokkun sína á geð- sjúkdómum í dementia prae- cox og psycliosis manio-de- pressiva, og gerði hann þar fyrstur lækna grein fyrir de- pressio mentis sem afmörkuð- um sjúkdómi með ákveðnum einkennum, gangi, horfum og meðferð. A tímum Kraepelins fjallaði geðlæknisfræðin hins vegar nær einvörðungu um svæsnustu afbrigði geðsjúk- dóma og takmarkaðist því að meslu við múra geðveikrahæl- anna. Hvers konar vægari geð- truflunum, sem voru ekki beinlínis Iiættulegar sjúklingn- um eða samfélaginu, þ. e. a. s. höfðu ekki komizt á psykótiskt stig, var lítill gaumur gefinn og ýmist kastað á neurosis- öskuhauginn eða lagður á þær siðferðilegur mælikvarði og taldar til ómennsku, leti, upp- gerðar og annarra borgara- legra ódyggða. Eftir heimsstyrjöldina fyrri tók geðlæknisfræðin smám saman að færa verksvið sitt út fyrir geðveikrahælin, einkan- lega í sambandi við fræðikenn- ingar Freuds, og rannsóknir geðlækna á taugaveiklun og hvers konar vægari geðtrufl- unum juku þá einnig stórlega þekkingu manna á eðli þung- lyndisástandsins. Hugtakinu depressio mentis hefur þannig á síðustu árum verið markaður æ þrengri bás, svo að liægt liefur verið að greina það í ýmsa undirflokka í samræmi við psjdtopatolog- iskar brejdingar, klínísk ein- kenni og meðferð. Þunglyndissj úkdómar ým- issa tegunda eru ásamt tauga- veiklunarkvillum afar algengir sjúkdómar, sem allir læknar verða að glíma við i daglegu starfi. Engu að síður hafa þeir gegnt eins konar Öskubusku- hlutverki í sjúkdómsgreiningu lækna, einkum vægari afhrigði þeirra, og eru sennilega þeir

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.