Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1962, Qupperneq 20

Læknablaðið - 01.06.1962, Qupperneq 20
50 LÆKNABLAÐIÐ fræðinnar, og lýsti Hippokrat- es fyrstur lækna ástandi þessu um 400 f. Kr. og nefndi melan- cholia. Hugtak þetta var síðan notað i viðtækari og nokkuð losaralegri merkingu um marg- ar aldir og hlaut að ýmsu lejdi svipuð örlög og hugtakið neu- rosis á síðustu öld, en það var eins konar öskuhaugur marg- víslegra sjúkdómsfyrirbæra, sem síðar reyndust vera af- markaðir sjúkdómar sui ge- neris, svo sem meningitis, paralysis generalis, paralysis agitans o. fl. Um miðja 19. öld var depres- sio mentis álitin vera eins kon- ar forstig andlegrar úrkynjun- ar, og var sú skoðun reist á þeirri athugun, sem að visu átti við rök að styðjast, að langvinnir og ólæknandi geð- sjúkdómar byrjuðu tíðum með depressio mentis. f lok 19. aldar kom þýzki geðlæknirinn Emil Kraepelin fram með flokkun sína á geð- sjúkdómum í dementia prae- cox og psycliosis manio-de- pressiva, og gerði hann þar fyrstur lækna grein fyrir de- pressio mentis sem afmörkuð- um sjúkdómi með ákveðnum einkennum, gangi, horfum og meðferð. A tímum Kraepelins fjallaði geðlæknisfræðin hins vegar nær einvörðungu um svæsnustu afbrigði geðsjúk- dóma og takmarkaðist því að meslu við múra geðveikrahæl- anna. Hvers konar vægari geð- truflunum, sem voru ekki beinlínis Iiættulegar sjúklingn- um eða samfélaginu, þ. e. a. s. höfðu ekki komizt á psykótiskt stig, var lítill gaumur gefinn og ýmist kastað á neurosis- öskuhauginn eða lagður á þær siðferðilegur mælikvarði og taldar til ómennsku, leti, upp- gerðar og annarra borgara- legra ódyggða. Eftir heimsstyrjöldina fyrri tók geðlæknisfræðin smám saman að færa verksvið sitt út fyrir geðveikrahælin, einkan- lega í sambandi við fræðikenn- ingar Freuds, og rannsóknir geðlækna á taugaveiklun og hvers konar vægari geðtrufl- unum juku þá einnig stórlega þekkingu manna á eðli þung- lyndisástandsins. Hugtakinu depressio mentis hefur þannig á síðustu árum verið markaður æ þrengri bás, svo að liægt liefur verið að greina það í ýmsa undirflokka í samræmi við psjdtopatolog- iskar brejdingar, klínísk ein- kenni og meðferð. Þunglyndissj úkdómar ým- issa tegunda eru ásamt tauga- veiklunarkvillum afar algengir sjúkdómar, sem allir læknar verða að glíma við i daglegu starfi. Engu að síður hafa þeir gegnt eins konar Öskubusku- hlutverki í sjúkdómsgreiningu lækna, einkum vægari afhrigði þeirra, og eru sennilega þeir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.