Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 22

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 22
52 LÆKNABLAÐIÐ steinrunnir. Sjúklingarnir fá sérkennilega slikju í augun, svo að augnaráðið verður dauft og fjarrænt, augnhreyfingar Iiægar, augnalokin slútandi, deplunin fátíðari. Sænskir geð- læknar liafa kallað þessar svip- breytingar kringum augun augntregðu (ögonhiamning) og telja það öruggt þunglyndis- einkenni. Klassískt einkenni er einnig húðfelling á efra augna- loki nefmegin, Veraguth-fell- ingin. Hreyfingar verða hægar og stirðlegar, röddin veik og lágróma, og sjúklingurinn tal- ar með þyngslum og stunum. Yfir öllu yfirbragði sjúklings- ins hvilir þungi, deyfð og líf- leysi. Sjúklingurinn upplifir geðlækkunina tilfinningalega sem depurð, hryggð eða sút, og er þá oft grátandi og volandi, en hitt er þó miklu algengara, að tjáning geðshræringa sé al- gerlega lömuð. Sjúklingarnir kvarta þá um, að þeir geli hvorki grátið né hlegið, finni hvorki lil samúðar né andúðar og komist ekki í tilfinningalegl samband við annað fólk. Þessi tilfinningatómleiki (Gefúhl der Gefúhlslosigkeit) er sérkenn- andi fyrirbæri við þunglyndis- sjúkdóma. 2) Truflun á hugsun er fólg- in í almennri hömlun eða tregðu (e. retardation, þ. Hem- mung) á hugsunarstarfsemi og kemur fram í hátterni sjúkl- ingsins sem seinleiki í tali og svörum og hugsunarörðugleik- ar. Talið verður þunglama- legt, silalegt og slitrótt; sjúkl- ingarnir segja lítið ótilkvadd- ir, svo að oft verður að toga út úr þeim hvert einasta orð; þeim veitist erfitt að orða liugs- anir sínar, og þá rekur oft i vörðurnar. Hugsanagangur verður áberandi tregur og hug- renningatengsl sein, en alltaf þó í rökréttu samhengi. Sjúklingarnir lýsa þessum hugsunarörðugleikum þannig, að þeir séu „tómir í höfðinu“, „konánir úr sambandi“, „alger- lega ringlaðir" o. s. frv. Ein- beiting hugsunarinnar verður sérstaklega erfið, sjúklingarn- ir eiga bágt með að lesa blöð og fylgjast með í samræðum. Þeir kvarta því tíðum um minnisleysi, þótt minni sé reyndar óskert. Inntak liugsan- anna fær á sig dapurlegan og bölsýnan blæ; sjúklingarnir tapa gleði sinni, finnst allt grátt og bversdagslegt í kring- um sig og finna enga ánægju í daglegum störfum. 3) Truflun á athafna- og viljalífi kemur fram í hátterni sjúklingsins sem hægar og sila- legar lireyfingar, og sjálfur upplifir sjúklingurinn hana sem almennt athafna- og fram- taksleysi. Sjúklingarnir eiga erfitt með að liafa sig að verki, einkanlega á morgnana, missa álniga á starfi sínu, eiga bágt með að takaákvarðanir, finnst

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.