Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1962, Side 23

Læknablaðið - 01.06.1962, Side 23
LÆKNABLAÐIÐ 53 verkefnin lnúgast upp, en skortir atorku lil þess að koma þeim í framkvæmd. Smávægi- leg vandamál daglegs lífs verða ólevsanlegar þrautir, og sérhver athöfn krefst óhemju áreynslu. Sjúklingarnir verða hlédrægir og mannfælnir, van- rækja útlit sitt og klæðaburð og hafa óþægindi af umgengni við annað fólk. Þar sem tregða í allri sál- rænni og líkamlegri starfsemi er meginkjarninn í svndroma depressivum, þá er slikt sjúk- dómsástand ofl nefnt depres- sio retarda. Annað afbrigði syndroma depressivum er de- pressio agitata. í sliku til- felli er grundvallarstemningin ávallt lækkuð, en í stað tregð- unnar her meira á ákafri spennu, óróa og kvíða, sem gera sjúklingana órólega, ráð- villta og öryggislausa. Lækkun geðslagsins og hin almenna tregða á allri starf- semi persónuleikans í heild hefur einnig í för með sér margvísleg líkamleg einkenni, og eru eftirfarandi einkenni sérkennandi fyrir þunglyndis- ástandið. 1) svefntruflanir, svefnleysi ýmist fyrri eða seinni hluta nætur, og fer það eftir tegund sjúkdómsins. 2) dægursveiflur, vanlíðan að morgni og vellíðan að kvöldi eða öfugt, og fer það einnig eftir tegund sjúkdóms- ins. 3) lystarleysi, megrun og hægðatregða. Flokkun. Þunglyndissjúkdómum hef- ur verið skipt í tvo aðal- flokka, depressiones endoge- nes og depressiones exogenes, og er flokkun þessi reist á mis- munandi psykopatologiskum orsökum, klíniskri mynd þeirra, batahorfum og með- ferð. Depressiones endogenes eru taldar vera arfgengar eða a. m. k. tilhneigingin til þeirra og bundnar eðlisfari mannsins (constitutio), og virðast ekki standa í sambandi við ytri að- stæður í lífi sjúklingsins („ó- mótiveraðar“). Sameiginleg einkenni þeirra eru sérkenn- andi svefntruflanir, — svefn fyrri hluta nætur, svefnleysi seinni hluta nætur —, og dæg- ursveiflur, — vanlíðan að morgni, vellíðan að kvöldi. Raflostmeðferð (ECT) getur stytt gang sjúkdómsins í völd- um tilfellum. Depressiones endogenes eru í engilsaxneskum löndum heimfærðar undir psychosis manio-depressiva, og eru einn- ig í þeim flokki depressio in- volutionalis og depressio prae- senilis. A Norðurlöndum og á meg- inlandinu er heitið dejjressio

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.