Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 25

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ 55 Batahorfur eru yfirleitt góð- ar. 3) Depressio involutionalis byrjar fyrst um 45—55 ára aldur og hefur sérstæða sjúk- dómsmynd, sem áður var tal- in standa í sambandi viS um- brigðatímabiliS. Á Norður- löndum og á meginlandinu er þessi tegund þunglyndis talin til psychosis manio-depressiva, en i engilsaxneskum löndum er hún talin sérstök tegund þunglyndis (sjúkdómseining). Þessi þunglyndistegund er al- geng meðal kvenna í climae- terium, en er einnig tíð meðal karlmanna. Einkennin byrja oft hægfara með önuglyndi og „pirringi“, og kvíði, eirðarleysi og ráðleysi eru mest áberandi óþægindi. Sjúkdómurinn er oft mjög langvinnur og suicidium-hætt- an mikil. Persónuleiki þessara sjúklinga hefur áður ein- kennzt af nákvæmni og sam- vizkusemi. 4) Depressio praesenilis var talin standa i sambandi við ellibreytingar heilans, en sennilegt þykir, að þar séu einnig sálrænar hreytingar að verki. Einkenni þessa þung- lyndis eru oftast óbærileg kvíðni (anxiety), svefnleysi og eirðarleysi, og ýmiss konar líkamleg óþægindi, svo sem höfuðverkur, svimi, hjartslátt- arköst o. fl. Minnistruflanir eru einnig algengar. Batahorfur fara að mestu eftir líkamlegu ástandi sjúkl- ingsins. ECT hefur horið betri árangur við þessa tegund þung- lyndis en flesta aðra þung- lyndissj úkdóma. Depressiones exogenes. 1) Depressio reactiva er þunglyndi, sem brýzt út í sam- bandi við meðvitað andlegt á- fall — trauma psychicum — eða langvarandi togstreitu i sálarlífi sjúklingsins. Andlega áfallið, sem gagntekur hug sjúklingsins, getur verið sorg- legur athurður, skyndilegt and- streymi eða vonbrigði, en liitt er þó miklu algengara, að um sé að ræða langvarandi með- vitaða sálkreppu (conflict), er sjúklingurinn kemst ekki út úr af eigin rannnleik. T. d. eru langvarandi togstreitur i lijónahandi algengar orsakir þessarar þunglyndistegundar. Depurðin er í slikum tilvikum ekki sérlega áberandi, heldur miklu fremur önuglyndi, við- kvæmni og vanstilling í skapi. Sjúklingarnir eru spenntir og strengdir og hættir til þess að fá grátköst eða reiðiköst, kvarta um svefnleysi og „taugapirring", en gera sér ofl ekki sjálfir grein fyrir orsök- unum. Gangur sjúkdómsins og bata- horfur fara að miklu leyti eft- ir ytri aðstæðum, persónuleika sjúklingsins og hæfileika lians

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.