Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 26

Læknablaðið - 01.06.1962, Page 26
56 LÆKNABLAÐIÐ til nýtingar á geðlækningu. 2) Depressio neurotica er þunglyndisástand, sem kemur fram sem þáttur í taugaveikl- unarsjúkdómum, þar sem að- alorsakir eru óvitaðar, bældar togstreitur eða sálkreppur (conflicts). Aðaleinkennið er kvíðnin (anxiety), sem oft og tíðum gagntekur sjúklinginn. Þar sem þunglyndið er einn þáttur í varnaraðferðum sjúkl- ingsins gegn kvíðninni, þá verður þessi tegund að réttu lagi heimfærð undir tauga- veiklun. 3) Depressio symptomatica er það þunglyndi, sem kemur i kjölfar ýmissa líkamlegra sjúkdóma, einkum blóðleysis, heilaáverka, morbus Addison, morbus Cushing, acromegalia o. fl. Aðaleinkennið er lang- varandi þreytutilfinning (de- pressio asthenica), og er þung- lyndið sennilega afleiðing hinnar langvinnu, líkamlegu þreytu, sem kemur í veg fyrir, að sjúldingurinn geti lifað lífi sínu eins og hann áður gerði. Við læknisskoðun finnst oft járnskortur og truflanir frá meltingarfærum. Einnig hafa þessir sjúklingar tíðum haft sýkingar í öndunarfærum. Þessi þunglyndistegund er sér- staklega algeng meðal kvenna og er þá oft langvinn, með bata og versnun á vixl. Þunglyndis- ástand getur einnig oft verið fvrsta einkenni líkamlegra sjúkdóma, svo sem tumor cere- bri, paralysis generalis og annarra taugasjúkdóma. Samanburður á eðli og ein- kennum hinna tveggja aðal- flolcka þunglyndissjúkdóma leiðir þannig i ljós frábrigði í eftirfarandi atriðum, sem sér- staklega liafa hagnýtt gildi. Depressiones endogenes: 1) eiga sér ekki vtri ástæð- ur (,,ómótiveraðar“), en virð- ast bundnar eðlisfari manns- ins. 2) valda sérkennandi svefn- truflunum (svefni fyrri hluta nætur, svefnleysi seinni hluta nætur). 3) valda sérkennandi dæg- ursveiflum (vanliðan að morgni, vellíðan að kvöldi). 4) ECT getur stvtt gang sjúkdómsins í völdum tilfell- um. Depressiones exogenes: 1) eiga sér ávallt ytri ástæð- ur (andlegt áfall eða langvar- andi sálkreppu). 2) valda engum sérkennandi svefntruflunum (stundum þó andvökum fyrri hluta nætur). 3) valda engum sérkenn- andi dægursveiflum (stundum þó vanlíðan að kvöldi). 4) ECT hefur engin áhrif á gang sjúkdómsins. Suicidium-hættan er mikið vandamál í samhandi við sér- hvert þunglyndisástand. Hún

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.